SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 26

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 26
26 Samband íslenskra berklasjúklinga var stofnað 1938. Markmið samtakanna var að stuðla að útrýmingu berklanna og berjast fyrir bættum kjörum berklasjúklinga. Fljótlega varð til hug- myndin um stofnun vinnuheimilis til þess að styðja berklasjúklinga út í atvinnulífið eftir langa sjúkdómslegu. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga, varð ljóst að ekki væri lengur þörf á end- urhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Árið 1963 hóf sjúkraþjálfunar- deild starfsemi og 1970 tók til starfa iðjuþjálf- unardeild. Í tengslum við sjúkraþjálfunardeild- ina voru ráðnir til starfa íþróttakennarar og starfsemi heilsusports hófst. Smám saman hefur endurhæfingin þróast og tekið til æ fleiri sjúkdóma og vandamála sem hrjá fólkið í land- inu. Reykjalundi - endurhæfingarmiðstöð er nú skipt upp í níu svið: Gigtarsvið, hjartasvið, lungnasvið, taugasvið, geðsvið, hæfingarsvið, næringarsvið, verkjasvið og atvinnulega end- urhæfingu. Eins og nöfn sviðanna bera með sér leggja þau aðaláhersluna á mismunandi vanda- mál. Þó fer ekki hjá því að mikil skörun er í starfsemi sviðanna, t.d. hvað varðar fræðslu, sálfræðiþjónustu, félagsráðgjöf og ýmsa þjálf- unarþætti, enda eru vandamál hvers sjúklings venjulega fjölþætt. Á gigtarsviði fer fram endurhæfing sjúklinga með langvinna stoðkerfisverki. Þetta eru sjúklingar með „klassíska gigtarsjúkdóma“ t.d. liðagigt, slitgigt og hrygggigt auk fjölvöðva- gigtar og annarra langvarandi verkjavanda- mála. Sviðið hefur yfir að ráða 15 plássum hverju sinni. Algeng tímalengd endurhæfingar eru 4 – 7 vikur þannig að 110 – 130 sjúklingar geta fengið endurhæfingu á sviðinu á hverju ári. Í meðferðinni er teymisvinna fagstéttanna lögð til grundvallar endurhæfingunni. Teymin eru þverfaglegir vinnuhópar þar sem félagsráðgjafi, læknir, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingur, iðju- þjálfi og sjúkraþjálfari vinna að því að aðstoða sjúklinginn við að ná eins góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri færni og kostur er. Endurhæfing á Reykjalundi er full vinna fyrir sjúklinginn Þegar sjúklingur kemur til endurhæfingar er gerð meðferðaráætlun. Meðferðaráætlunin er sniðin eftir þörfum hvers og eins og getur verið bæði í formi hópmeðferðar og einstaklings- meðferðar. Mikil áhersla er lögð á eigin vinnu sjúklingsins og að hann sé virkur í endurhæf- ingunni. Fræðsla, líkamsþjálfun og ýmiskonar stuðningur eru grundvallarþættir og það und- irstrikað að heilbrigðir lífshættir stuðli að góðri heilsu. Sjúklingur fær vikulega stundaskrá sem hann fylgir, nokkurn veginn eins og um skóla- nám væri að ræða. Helstu þættir sem meðferðin byggist á eru: -Læknisfræðilegt mat á göngudeild. Þegar beiðni berst um endurhæfingu er algengt að sjúklingi sé boðið til forskoðunar á göngu- deild Reykjalundar. Þetta er gert til þess að reyna að átta sig á því hvort sú endurhæfing sem gigtarsviðið býður upp á henti sjúk- lingnum eða hvort hann geti fengið meðferð annars staðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem við önnum því miður ekki öllum beiðnum I n g ó l f u r K r i s t j á n s s o n l æ k n i r : Um endurhæfingu á gigtarsviði Reykjalundar R e y k j a l u n d u r

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.