SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 29

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 29
29 Sóknaráætlun brúar bilið á milli stöðumats og framtíðarsýnar. Sett voru markmið og deili- markmið, þau tímasett og settur á þau mæli- kvarði. Markmiðin ná fram til ársins 2010. Stjórnskipulag Lagt er til að gerðar verði töluverðar breytingar á stjórnskipulagi og meðal annars verði stofn- aðar tvær nýjar rekstrareiningar, annars vegar félag um rekstur fasteigna samtakanna og hins vegar eining sem sér um hagsmunagæslu bæði innávið og útávið ásamt félagsstarfi. Stjórnskipulag: 2006 Að endurskoða lög samtakanna í þeim tilgangi að skýra stjórnkerfi og eign- arhald 2006 Að stefnumótun rekstrareininga styðji við heildarstefnu SÍBS 2006 Að verkefnastjórnunarlegar aðferðir verði innleiddar og notaðar við stýringu og stjórnun verkefna á vegum sambandsins 2007 Að stofna rekstrareiningu um félagslega þáttinn 2006 Að marka stefnu um inngöngu nýrra aðildarfélaga 2007 Að stofna rekstrarfélag um fasteignir samtakanna Félagsmál og fjármál Hagsmunagæsla og félagsstarf fær aukið vægi innan samtakanna og verður þessi þáttur sýni- legri í starfsemi þeirra. Væntanlegar lagabreytingar um peningahapp- drætti skapa happdrættinu ný sóknarfæri. Með vaxandi starfsemi eykst fjármagnsþörf og lagt er til að aflað verði aukinna tekna með styrkjum og nýjum samningum um þjónustu á sviði endurhæfingar og forvarna. Þar er meðal annars horft til einkafyrirtækja, tryggingafélaga og sjúkrasjóða stéttarfélaga. Félagsmál: 2007 Að byggja upp samstöðu um áherslur í starfi samtakanna 2008 Að efla samstarf við erlend systurfélög SÍBS og kynna innan samtakanna 2007 Að efla upplýsingamiðlun til aðilarfélaga 2007 Að gera viðhorfskönnun meðal félags- manna Fjármál: 2007 Að happdrætti SÍBS verði vel samkeppn- ishæft 2006 Að sótt verði markvisst um styrki 2006 Að auka tekjur með nýjum samningum Mannauður og aðstaða Framkvæmd verði vinnustaðagreining meðal starfsmanna SÍBS og rekstrareininga þeirra til að meta viðhorf starfsmanna til innra umhverf- is. Unnar verði starfslýsingar fyrir öll störf innan vébanda samtakanna. Lagt er til að upplýsingakerfi endurhæfing- armiðstöðvarinnar verði samþætt við miðlægan gagnagrunn heilbrigðisupplýsinga, svokallað heilbrigðisnet. Reykjalundur er í fararbroddi á sviði alhliða endurhæfingar og hafa aðrir sótt þekkingu þangað. Reykjalundur hefur komið að verk- menntun ýmissa heilbrigðisstétta og lögð er áhersla á að stofnunin fái formlega viðurkenn- ingu á þessu hlutverki sínu. Brýnt er að horfa til frekari uppbyggingar rannsókna- og vísindastarfsemi þannig að áframhaldandi gróska verði innan þeirra fag- stétta sem hjá samtökunum starfa. Nýlega hefur verið stofnaður vísindasjóður innan Reykja- lundar og tryggja þarf þeim sjóði reglulegt fjár- magn svo þessi þáttur verði eitt af flaggskipum samtakanna. Frá kynningarfundi í SÍBS húsinu - Ragnhildur Ragnarsdóttir, Brynjólfur Gunnarsson, Gyða Björk Atladóttir og Egill Pálsson. Meðal gesta þegar verkefnið var kynnt voru Sveinn Indriðason, fyrrv. gjaldkeri SÍBS, Sólveig Ólafsdóttir formaður skipulagsnefndar og Sigurður R. Sigurjónsson formaður SÍBS.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.