SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 37

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 37
37 FRÁ FÉLAGSMÁLANEFND HVATNING Aðildarfélög SÍBS hafa tekið höndum saman um það sameiginlega markmið: Að styðja sjúka til sjálfsbjargar. Næsta skref er að kynnast og starfa saman af heilindum til að þoka baráttu- málum félaganna áleiðis. Gera sér grein fyrir hvar úrbóta er þörf og ganga í það sameiginlega að reyna bæta úr því. Nýta styrk heildarinnar til brautargengis. Félagsmálanefnd hvetur þessvegna félaga SÍBS til að mæta á næsta „Opið hús“ á mánudegi kl. 16.00 - 18.00, von- andi seinni hluta september. Áformað er að fá fulltrúa frá aðildarfélögunum til að kynna félag sitt og starfsemi þess. Það verður kaffi á könnunni og gott með- læti. Ræðum saman. Stöndum saman. Stuðlum að bættum lífskjörum allra SÍBS félaga með því að gera okkur grein fyrir hvar skórinn kreppir að hjá aðildarfélögunum og berjast sameiginlega fyrir skynsamleg- um úrbótum. Á undanförnum árum hefur Hjartaheill, með öflugum stuðningi AstraZeneca og heilbrigð- isstarfsfólki víðs vegar um landið, staðið að mælingum á blóðþrýstingi og blóðfitu hjá almenningi ásamt því að veita ráðgjöf varðandi heilsufar og þá einkum með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma. Þar hefur vegið þungt ráðgjöf um fyrirbyggjandi aðgerðir, mataræði og gildi hreyfingar. Í þessu skyni hafa starfsmenn Hjartaheilla ásamt stjórnarfólki ferðast vítt um landið auk þess að standa fyrir slíkum mælingum á Alþjóðlega hjartadeginum sem er á haustdögum ár hvert. AstraZeneca hefur tekið þátt í þessu starfi með láni á útbúnaði og dýrmætu efni ásamt því að hafa oft verið á vettvangi og veitt upplýsingar. Þá hafa ýmis stærri fyrirtæki og stofnanir verið sótt heim og starfsfólki gefinn kostur á að fá slíkar mælingar. SÍBS, en Hjartaheill er innan vébanda þess, hefur tekið þátt í þessu starfi og stundum hafa ferðir um landið verið samnýttar í beggja þágu. H j a r t a h e i l l – L a n d s s a m t ö k h j a r t a s j ú k l i n g a Mælingar víða um land Hér hafa heilbrigðisstarfsmenn komið sér fyrir í Kringlunni í gamla Alþingishúsinu og eru að mæla, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er næst í röðinni. Aftast fyrir miðri mynd er Ólafur Ólafsson frá AstraZeneca og til hægri er Guðrún Bergmann starfsmaður Hjartaheilla. Mynd Rikisendursk. Texti: Hér var verið að mæla blóðfitu og fleira hjá embætti Ríkisendurskoðanda og þessi skemmtilega mynd birtist á heimasíðu SÍBS undir heitinu: ,,Stungið á Sigurði Þórðarsyni ríkisendurskoðanda”. F é la g s s t a r f ið

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.