SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 46

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 46
46 Árið 1956 var ár mikilla atburða hjá SÍBS eins og oft bæði fyrr og síðar. Vöruhappdrættið bauð hæstu vinninga sem sést höfðu hér, tvo hálfra milljónar króna vinninga og fór sá fyrri til öryrkja í Vest- mannaeyjum. Gunnar R. Hansen lauk gerð stórrar kvik- myndar fyrir SÍBS um berklaveikina og bar- áttuna við hvíta dauðann. Danakonungur, Friðrik IX heimsótti Reykja- lund ásamt Ingrid drottningu sinni og var forseti Íslands ásamt frú sinni og fylgdarliði í för með þeim, en Oddur Ólafsson yfirlæknir tók á móti þeim ásamt stjórn SÍBS. Frá þessu er greint í Reykjalundi, blaði SÍBS haustið 1956 10. þing SÍBS var haldið á Reykjalundi og „Tívolískemmtun SÍBS í kvöld“ Frá starfi SÍBS fyrir 50 árum fagnaði stórkostlegum árangri í baráttunni við berklaveikina, en þá var staðfest að hvergi var dánartíðni jafn lág og hér á landi. Ágóði af starfsemi Reykjalundar reyndist vera 4 milljónir tvö árin á undan og umræða fór fram í þjóðfélaginu og á Alþingi um að stofna samtök öryrkjafélaga í landinu. SÍBS efndi til mikillar útiskemmtunar í Tívolí í júlímánuði eins og algengt var hjá þessu kraftmikla fólki. Þar flutti Hróbjartur Lúth- ersson ávarp, Þorsteinn Hannesson söng , Gestur Þorgrímsson var með skemmtiþátt og Hjálmar Gíslason flutti gamanvísur. Lárus Salómonsson stjórnaði glímusýningu. Þá kepptu starfsmenn Héðins og Landssmiðj- unnar í reiptogi yfir Tívolítjörnina. Ekki er greint frá úrslitum en tapliðið skyldi dregið út í tjörnina. Ú r s ö g u n n i

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.