SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 3

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 3
3 Skipulagsmál SÍBS 35. þing SÍBS markar nokkur þáttaskil innan SÍBS. Með því lýkur í raun fjög- urra ára vinnu að því að endurskoða lög sambandsins, þar sem tvö síðustu ár hefur verið lögð mikil áhersla á að marka sam- bandinu stefnu fram á veginn og að laga- breytingin geti verið rammi utan um það starf sem framundan er. Þegar lagafrumvarpi því sem fékk langa umræðu á 34. þingi var vísað til frek- ari úrvinnslu og afgreiðslu þá hófst mikil vinna sem fólst m.a. í því að stjórn SÍBS leitaði eftir víðtækri samvinnu úr röðum félagsmanna. Settur var á stofn skipulagshópur sem skilaði áfangaskýrslu á aukaþingi síðastliðið haust og laga- og skipulagsnefnd SÍBS vann síðan með niðurstöður hans. Jafnframt barst óvæntur liðsauki, þar sem hópur háskólanema undir for- ystu stjórnarmanns í SÍBS, Auðar Ólafsdóttur, tók skipu- lagsmál SÍBS sem sérstakt verkefni og skilaði skýrslu til stjórnarinnar með tillögum. Þessi mál voru aðalefni nýafstaðins þings og umræður snerust nær eingöngu um lagabreytingarnar og þar með skipulagsbreytingarnar. Skemmst er frá að segja að þingið gaf stjórninni óskorað umboð til að halda þessu starfi áfram og samþykkti með lagabreytingunum þann grunn sem nauðsynlegt er að byggja á. Þær breytingar sem helst hafa verið ræddar felast m.a. í aukinni ábyrgð stjórnar SÍBS á stofnunum sínum og fyrirtækjum, og stórauknu flæði upplýsinga þar á milli. Umfang sambandsins og umsvif aukast ár frá ári og nauðsyn gegnsæis og tengsla jafnframt. Þá verður reynt að dreifa áhrifum og völdum meira en verið hefur og áhersla lögð á áætlanagerð og skipulega vinnu. Starf SÍBS hefur frá upphafi verið hugsjónastarf sam- hliða því að frumkvöðlarnir voru ávallt vakandi fyrir nýjum möguleikum. Innan raða SÍBS starfar mikill fjöldi hæfileikafólks sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Mannauðurinn hefur verið sterkasta afl sambandsins og þar liggja öflugustu sóknarfæri SÍBS. Markmiðið með breytingastarfinu er að tryggja að svo verði áfram með markvissu og skipulegu starfi. Pétur Bjarnason L e i ð a r i E f n i s y f i r l i t Leiðari . . . . . . . . . . . . . . . 3 35. þing SÍBS . . . . . . . . . 4 Stjórnir og nefndir SÍBS . . 6 Ráðstefna um hreyfingu . . . 8 SÍBS dagurinn . . . . . . . . . 11 Snoddas kemur til Íslands . 12 Ástir sjóarans . . . . . . . . . . 18 Frá Hjartaheill . . . . . . . . . 20 3L EXPO í Egilshöll . . . . . 22 Tauga- og hæfingarsvið á Reykjalundi . . . . . . . . . 24 Haukur Þórðarson minning 26 Endurgreiðsla v/hjartalækna . . . . . . . . .30 Skemmtun Krossgátan . . . . . . . . . . . . 28 Myndagátan . . . . . . . . . . . 32 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Bjarnason Ritnefnd: Elísabet Arnardóttir Haraldur Finnsson Jóhanna S. Pálsdóttir Útlit: Hér & Nú auglýsingastofa Umbrot og prentun: Gutenberg Upplag 7.200 Pökkun: Vinnustofan Ás Auglýsingar: Hænir sf. ISSN 1670-0031 Forsíðumynd: Fulltrúar á 35. þingi SÍBS fyrir utan Reykjalund

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.