SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 4

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 4
4 Dagana 20. – 21. október sl. var 35. þing SÍBS haldið að Reykjalundi. Áður en þingið hófst, en í tengslum við það, var haldin ráðstefna á Hótel Sögu um gildi hreyfingar og er henni gerð skil hér á öðrum stað í blaðinu. Þinghald hófst á Reykjalundi klukkan um 17:00. Formaður SÍBS, Sigurður Rúnar Sig- urjónsson setti þingið og minntist Hauks Þórð- arsonar fyrrverandi formanns SÍBS og yfir- læknis á Reykjalundi um langt árabil, en hann lést 4. okt. sl. 35. þing SÍBS Formaðurinn sagði um störf þingsins framund- an: ,,Fyrir þessu þingi liggja mörg verkefni svo sem venja er til, en þó má segja að óvenju mikil vinna hafi farið fram frá síðasta þingi vegna þeirrar stöðu sem þá kom upp, að öllum til- lögum til lagabreytinga var vísað frá og efnt til rækilegrar vinnslu á þeim milli þinga. Sú vinna hefur staðið allt tímabilið og hefur einkum fal- ist í þrennu: Skipulagshópur var settur á fót með þátttöku Sigurður Rúnar Sigurjónsson, formaður stjórnar SÍBS setur þingið. fólks úr félagsdeildum og stjórn undir stjórn Sólveigar Ólafsdóttur. Hópurinn vann áfram að breytingu á lögum og skipulagi sambandsins og kynnti tillögur á aukaþingi fyrir tæpu ári. Laga- og skipulagsnefnd hefur unnið úr þessum niðurstöðum frá því í vor og lagt í það mikla vinnu. Að lokum má geta þess að hópur háskólanema í mastersnámi við Háskóla Íslands vann undir stjórn Auðar Ólafsdóttur tillögur að stefnumót- un fyrir SÍBS sem hafðar hafa verið til hlið- sjónar í þessu ferli. Samhliða þessu hefur verið lagt kapp á að kynna þessa vinnu og tillögur til lagabreytinga fyrir félagsdeildum. Nú verða þessi störf lögð í dóm þingsins til umræðu og afgreiðslu”. Haraldur Finnsson og Pétur Bjarnason vortu síðan skipaðir þingforsetar og Jón Benediktsson og Sólrún Óskarsdóttir þingritarar. Á föstudeginum voru reikningar, skýrslur félaga og stofnana lagðar fram og mælt fyrir þeim en fundi síðan frestað. Á laugardeginum voru umræður um skýrsl- urnar og reikninga, sem síðan voru afgreidd en þá tók við meginefni þigsins, þ.e. lagabreyt- ingar og skipulagsbreytingar þeim tengdar. Tók sú umræða allan daginn og voru tillögur til lagabreytinga síðan samþykktar lítið breyttar Haraldur Finnsson, annar þingforseta í ræðustól. Þingfulltrúar yfir pappírum sínum. Þingfulltrúar söfnuðust saman utandyra ti l myndatöku í góða veðrinu meðan stutt hlé varð á þinghaldinu. F r á S ÍB S

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.