SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 5

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 5
5 og þar með lýsti þingið stuðningi við þá miklu vinnu og niðurstöður hennar sem fram hefur farið á milli þinga varðandi skipulag SÍBS sem formaðurinn gat um í upphafi. Að venju varð nokkur endurnýjun í stjórn- um og nefndum, en tvær nefndir voru lagðar niður, fjárhagsnefnd ásamt kynningar- og markaðsnefnd. Um kvöldið var síðan hátíðakvöldverður á Reykjalundi þar sem voru góð skemmtiatriði og Klappi, klappi, klapp ... Verða rjúpur í jólamatinn í ár? veisluföng af bestu gerð. Veislustjóri var Pétur Bjarnason og um tónlistarflutning sá Sighvatur Sveinsson. Meðal skemmtiatriða voru dansatriði fjögurra ellefu ára barna sem heilluðu veislu- gesti með frábærum dansi. Einn dansaranna er félagi í Neistanum og hefur glímt við hjarta- sjúkdóm frá frumbernsku en lætur það ekki aftra sér. Síðan komu til leiks hinir fjallhressu söngvarar Davíð Ólafsson og Stefán Stefánsson og fóru á kostum. Niðursokknir fulltrúar. Þingforsetar og ritarar aðstörfum. Í ræðustól er Frímann Sigurnýasson.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.