SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 16

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 16
16 skinni, sem hann hafði hug á að eignast. Vísir segi t.d.: ,,Sennilegt þykir mér að Snoddas yrði móðgaður, ef einhver segði um hann að hann væri fríður, því það er hann ekki, en hann er viðfelldinn, blátt áfram og hann syngur sínar vísur á sinn látlausa hátt.” Í Alþýðublaðinu fer Álfur Orðhengils fremur háðuglegum orðum um þessa heimsókn og þá fyrst og fremst umboðsmanninn Adenby. Þá sagðist Velvakandi Mbl. hafa orðið fyrir ,,ærlegum vonbrigðum” með hann, Mánudags- blaðið taldi Íslendinga ekki deila söngsmekk með Svíum að þessu leyti og í Þjóðviljanum er komu hans og veru hér líkt við ,,eins konar landfarssótt”, og að ,,sum Reykjavíkurblöðin hafi orðið sér rækilega til skammar í þessu sambandi”. Jafnframt segir Þjóðviljinn að eng- inn muni erfa það við SÍBS þó Snoddas hafi valdið vonbrigðum. Á sviði Þjóðleikhússins Þá var birt í blöðum frétt um að Adenby og Snoddas hefði verið vísað af sviði Þjóðleik- hússins, þar sem þeir hefðu ætlað að falsa frétt af upptroðslu hans í Þjóðleikhúsinu. Þessari frétt var vísað til föðurhúsa af stjórn SÍBS, sem sagði hið rétta vera að þeir fóru um Þjóðleik- húsið í boði forráðamanna stofnunarinnar og skoðuðu það. Um þetta urðu nokkur skrif. Þá var skrifað í lesendabréfum um að SÍBS fengi aðeins hluta af hagnaðinum en einstakling- ur ónafngreindur hirti stóran skerf fyrir sig. Stjórn SÍBS birti því yfirlýsingu í marslok með yfirliti um tekjur og gjöld af komu söngvarans. Brúttótekjur urðu 144 þúsund krónur, kostn- aður um 65 þúsund og nettótekjur alls um 79 þúsund krónur. Eins og fyrr sagði tók Snoddas ekki laun fyrir komu sína en kostnaður við flug og uppihald þeirra félaga varð um 20 þúsund krónur. Filmen om Snoddas Sem fyrr segir lést Gösta Nordgren 1981. Jonas Sima sem skrifaði bók um hann gerði einnig mynd, Filmen om Snoddas. (www.sima.nu/ film-snoddas.htm) SÍBS blaðið varð sér úti um eintak og þar kemur fram allt önnur mynd af manninum á bak við Snoddasnafnið en flestir fjölmiðlar hér drógu upp á sínum tíma. Ekki er hér tækifæri til að fara yfir lífshlaup hans nema stikla mjög á stóru, en hann virðist hafa verið nægjusamur og hamingjusamur maður sem lifði fyrir líðandi stund og hafði unun af að gleðja aðra. Peningar skiptu hann litlu máli og líf hans og yndi var að fiska á heimaslóð- unum, leika bandy með félögum sínum og sinna fjölskyldu sinni, en hann giftist nokkru eftir Íslandsförina og eignaðist þrjú mann- vænleg börn. Hann ferðaðist um Svíþjóð allt til dauðadags til þess að skemmta og var sérstak- lega tíður gestur hjá þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu, öldruðum, sjúkum og öryrkjum enda var hann við þau störf þegar hann lést skyndilega af hjartaáfalli fimmtíu og fjögurra ára að aldri eins og fyrr segir. „Prógrammið” Á tónleikunum var afhent „prógram” með nota- legri hugleiðingu. Það fer vel á því að enda þessa grein með tilvitnun í þetta ágæta plagg: „Ljusnaelfin fellur straumþung um skógi vaxin Snoddas umkringdur Reykvískum blómarósum í Íslandsferðinni. (Ljósm. Pétur Thomsen) Snoddas um 1980.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.