SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 25

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 25
verið með að klæða sig, borða eða tala. Afleið- ingar fötlunar geta einnig breytt hlutverkum innan fjölskyldu og viðkomandi getur ekki stundað sömu vinnu og áður. Sumir sjúkdómar eru langvinnir og jafnvel versnandi þar sem einkenni breytast eftir framgangi sjúkdómsins. Mikilvægt er að endurmeta stöðu einstaklings ef ný einkenni koma fram og bregðast við þeim og því verður endurhæfingin stundum áfram- haldandi ferli. Endurhæfingin er fjölþætt Á tauga- og hæfingarsviði er unnið eftir hug- myndafræði International Classification of Functioning and Health (ICF). Með notkun ICF er litið á færni og færniskerðingu með tilliti til heilsu. Þar fæst góð mynd af fötlun einstakl- ingsins, einkennum, styrkleikum hans og veik- leikum. Auðvelt er að sýna hvaða þörf viðkom- andi hefur fyrir meðferð og úrrræði. Hugmyndafræði ICF samrýmist því vel vinnu í endurhæfingu, þar sem lokatakmark meðferðar er alltaf að viðkomandi nái sem mestri virkni og þátttöku miðað við getu sína. Einstaklingur. Með endurhæfingu er leitast við að hjálpa fólki að ná fyrri færni í lífinu. Hér er átt við líkamlega, andlega og félagslega færni. Eins og sést að framan eru sjúkdómar og einkenni fólks á tauga- og hæfingarsviði mis- munandi, en einnig aldur og hlutverk fólks í lífinu. Hvernig hver og einn bregst við mótlæti og hverjir styrkleikarnir eru er einstaklings- bundið. Í byrjun endurhæfingingar þarf því að greina vandann út frá sjúkdómi eða skaða. Síðan skilgreina vandamál sem eru mest ríkjandi og þarfnast úrlausnar hverju sinni. Meta þarf mark- mið viðkomandi og hvaða virkni hann óskar eftir að ná. Meðferð getur síðan verið fólgin í þjálfun ýmissa vöðva eða athafna til að minnka einkenni. Prófa nýja virkni og leiðbeina hvernig megi yfirfæra nýjar áherslur í eigið umhverfi. Út frá þessu er tekin afstaða til hvaða fagaðilar koma að meðferð. Það er styrkur þverfaglegrar endurhæfingar á stað eins og Reykjalundi að þar er samankominn hópur sérfróðra fagaðila sem vinna saman í teymi og þannig fær einstakling- urinn bestu ráðgjöf og meðferð sem völ er á. Samfara allri meðferð er almenn fræðsla um mikilvægi þess að viðhalda þeirri virkni sem viðkomandi ræður við. Því eftir endurhæf- ingu er mikilvægast að framfylgja markmiðum sínum þegar heim er komið. Umhverfi. Á tauga- og hæfingarsviði er lögð áhersla á að halda fjölskyldufundi þar sem nánustu aðstandendum er boðið til fundar ásamt einstaklingnum sem er í endurhæfingu. Meðferðaraðilar teymis upplýsa á fundinum um styrkleika og veikleika viðkomandi og lögð er áhersla á áframhaldandi virkni. Fræðsla er einnig veitt eftir þörfum. Oft eykst skilningur fjölskyldu á málefnum einstaklingsins sem leið- ir til betri stuðnings sem auðveldar honum að halda markmið sín þegar heim er komið. Algengt er þó að fólk með flókin líkamleg og vitræn vandamál þurfi meiri stuðning og þarf þá einnig að leita til þjónustu samfélagsins, eins og félagsþjónustu, svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra eða heimahjúkrunar. Nauðsynlegt getur verið að meta hvort fötlun, annað hvort líkamleg eða vitræn, skerði mögu- leika til náms eða vinnu. Fræðsla og stuðningur inn í skóla eða vinnustaði er oft mikilvæg. Þar er upplýst um einkenni viðkomandi svo hægt sé að sniðganga takmarkanir í vinnuumhverfi en leggja áherslu á það sem einstaklingur ræður við. Með þessari nálgun eru auknar líkur á vinnuhæfni og þar með aukinni þátttöku í þjóðfélaginu. Lokatakmark endurhæfingar er virkur einstaklingur Eftir því sem einkenni og skerðing fólks er fjöl- breytilegri, er mikilvægara að fá hjálp til að greina vandann og beina augum að styrkleikum hvers og eins. Þegar málum er þannig háttað er þverfagleg endurhæfing nauðsynleg. Sameig- inlegt lokatakmark er alltaf að virkja einstakling- inn til þátttöku. Sú þátttaka getur beinst að eigin umsjá, fjölskyldu eða námi/starfi, allt eftir getu. Ólöf H. Bjarnadóttir yfirlæknir á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundi

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.