SÍBS blaðið - 01.01.2007, Page 20
20
Olgeirssonar segir Jón um þessa framleiðslu:
„Sem dæmi má nefna að plastkápan vildi í
fyrstu ekki tolla nægilega vel við vírinn og því
gat komið fyrir að hún drægist til þegar rafvir-
kjarnir voru að draga í. Þá smíðaði ég sérstakt
tæki sem vírinn fór í gegnum og hitaði hann
upp í 100 gráður áður en hann var húðaður
og þá varð hann vel fastur í kápunni og allir
ánægðir. En auðvitað tók þetta tíma og þurfti
yfirlegu og heilabrot. Við urðum líka að smíða
útbúnað til að geta gert þetta. Við hættum
þessari framleiðslu laust fyrir 1960 vegna erf-
iðleika við að ná hagkvæmum innkaupum á
koparvírnum. Á sama tíma og við hættum með
vírinn var að hefjast framleiðsla vatnsröra úr
plasti erlendis, framleidd úr svokölluðu poly-
ethylene, PEL, sem er mjúkt efni, og okkur þótti
tilvalið að reyna okkur við þá framleiðslu. Fyr-
irtæki í Bandaríkjunum framleiddi efnið í þessi
rör og við vorum í hópi þeirra fyrstu í heim-
inum sem byrjuðu að framleiða rör úr þessu
plastefni. Fyrst framleiddum við hálftommu til
tveggja tommu rör en árið 1965 fórum við að
nota PEH sem var harðara plastefni og þá var
hægt að framleiða miklu sverari rör, 20 –400
mm. Framleiðslan var seld til vatnsveitna um
land allt og þessi rör hafa síðan verið uppistað-
an í framleiðslu Reykjalundar. Rörin eru soðin
saman með sérstakri vél þar sem þau eru lögð.
Þegar best lét framleiddum við úr 700 –750
tonnum af hráefni á ári sem gerði 600-700 km
af rörum”
Það er óhætt að segja að Reykjalundarrörin
hafi slegið í gegn og um áratuga skeið voru
þau notuð í flestum sveitarfélögum. Í kjölfar-
ið á þessari framleiðslu hófst framleiðsla á
plastpokafilmu árið 1961 og stóð sú framleiðsla
í fjóra áratugi. Upphaflega var notuð erlend
tækni við framleiðslu og kælingu filmunn-
ar. Jón fann upp og teiknaði flókið tæki sem
kældi filmuna báðum megin í framleiðslunni
sem var algjör nýjung á þessum iðnaði. Afköst
gátu aukist um 40 – 50% í sömu vélum. Bæði
var unnt að framleiða meira og filman varð
betri. Tækið fékk nafnið Iceator og fékk Jón
einkaleyfi bæði í Evrópu og USA. Fjallað var
um þessa merku nýjung í tækniblöðum vítt um
heim og smíðað tæki í Noregi og víðar sam-
kvæmt þessu leyfi. Framleidd voru allt að 500
tonnum á ári af plastfilmunni á Reykjalundi en
markaðurinn reyndist þröngur og Reykjalundur
lenti í verulegum skakkaföllum vegna þessarar
framleiðslu undir lokin. Henni var svo hætt upp
úr síðustu aldamótum.
Á Reykjalundi var mikil framleiðsla á dósum
og öðrum umbúðum undir margvíslegar mjólk-
urvörur. Allt að 30 ílát spýttust úr steypuvél-
inni á mínútu og það var mjög þreytandi vinna
að taka frá henni og ganga frá í umbúðir. Jón
hannaði, gerði vinnuteikningar af og lét smíða
sjálfvirka stöflunarvél sem tók við dósunum úr
vélinni og staflaði þeim í stauka. Þetta sparaði
mjög mikla vinnu.
Jón Þórðarson hætti störfum sem framleiðslu-
stjóri á Reykjalundi árið 1991 en var við ýmis
hönnunarstörf hjá fyrirtækinu í tíu ár til við-
bótar.
Hann var stöðugt með hugann við nýjungar og
hann einskorðaði sig ekki við plastið á Reykja-
lundi. Hann smíðaði t.d. sjóknúna línurúllu
fyrir báta, sem hann nefndi Linomat og reynd-
ist vel, en um sama leyti kom fram svipuð rúlla
sem knúin var rafmagni og varð hún vinsælli.
Sú rúlla kom reyndar með sams konar armi sem
kom í veg fyrir að fiskur slitnaði af í drættinum
og hafði fyrst komið fram á sjónarsviðið með
uppfinningu Jóns.
En það var fleira sem Jón hafði áhuga á að
gera. „Mér var orðin ljós vaxandi mengun í
heiminum og vildi leggja mitt af mörkum til að
draga úr henni” sagði Jón. Í því skyni hannaði
hann og teiknaði lofthreinsibúnað fyrir mengað
loft frá verksmiðjum sem var prófað víða og
hann fékk einkaleyfi á framleiðslunni. Mörgum
árum seinna ruddi sú aðferð sér rúms víða um
heim sem Jón hafði þróað en þá undir merkj-
um annarra. Í skýrslu frá Raunvísindastofnun
Háskóla Íslands 1980 var sýnt fram á að aðferð
Jóns hreinsaði loftið 20 – 30 sinnum betur en
nokkur önnur tæki á markaðnum. Þessi skýrsla
var nídd niður en fékk uppreisn 10 árum síðar
og hefur verið staðfest með erlendum rann-
sóknum. Þessari meðferð á uppfinningu Jóns
var í blaðagreinum síðar lýst sem „stærstu
mistökum atvinnusögunnar“ og að Íslending-
Linomat rúllan var vökvaknúin.