SÍBS blaðið - 01.01.2007, Qupperneq 25

SÍBS blaðið - 01.01.2007, Qupperneq 25
25 Þverfagleg teymisvinna skipar stór- an sess í geðteymi Reykjalundar. Þar starfa félagsráðgjafi, geðlæknar, heilsuþjálfari, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, ritari, sálfræðingur og sjúkraþjálfarar. Algengast er að sjúklingar geðsviðs glími við langvinnt þunglyndi eða kvíða. Yfirleitt er samt um margvísleg vandamál að ræða. All flestir hafa verið á þunglyndislyfjum í marga mánuði eða mörg ár áður en þeir koma á Reykjalund. End- urhæfingin felur meðal annars í sér fræðslu, hreyfingu, meðferð og stuðning. Hugræn atferlismeðferð (HAM) HAM miðar að því að kenna fólki leiðir til að takast á við neikvæðar hugsanir og breyta hegðun sem hefur áhrif á líðan (nánari upplýsingar á www. ham.is. Boðið hefur verið upp á HAM fyrir sjúklinga á geðsviði Reykjalundar frá 1997. HAM hefur í aukn- um mæli einnig verið notuð á öðrum sviðum Reykjalundar svo sem á verkjasviði, gigtarsviði, næringarsviði og í atvinnulegri endurhæfingu. HAM-skóli Allir starfsmenn geðteymis og verkjateymis hafa grunnþekkingu á HAM. Margir hafa sótt námskeið og ráðstefnur og hafa samtals 25 (félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálf- ar, læknar og sálfræðingar) lokið meðferð- arnámi í HAM-skóla Reykjalundar. Meðferðarhandbók Stuðst er við meðferðarhandbók sem geðteymi Reykjalundar hefur tekið saman meðal ann- ars með efni frá Pétri Tyrfingssyni sálfræðingi. Auk þess hafa fjölmargir sjúklingar lagt sitt af mörkum við að semja og laga efni, þýða erlent efni og koma með jákvæðar og uppbyggilegar ábendingar. I n g a . H r e f n a . J ó n s d ó t t i r, . f o r s t ö ð u s á l f r æ ð i n g u r :. Fyrstu niðurstöður úr rannsókn geðsviðs Reykjalundar H u g r æ n a t f e r l i s m e ð f e r ð v i ð l a n g v i n n r i g e ð l æ g ð : S a m a n b u r ð u r á e i n s t a k l i n g s - o g h ó p m e ð f e r ð Rannsókn geðsviðs á árangri HAM Markmið rannsóknarinnar var að kanna árang- ur hugrænnar atferlismeðferðar við langvinnri geðlægð. Rannsóknin hófst árið 2002 og mun gagnasöfnun ljúka 2007. Meðferðarhlutanum er lokið og eftirfylgd er vel á veg komin. Þátttak- endur eru samtals um 170. Bornir voru saman þrír hópar inniliggjandi sjúklinga. 54 fengu einstaklings HAM, 77 fengu hóp HAM og 39 voru í samanburðarhópi sem fékk ekki HAM en var að öðru leyti í hefðbundinni endurhæfingu. Niðurstöður Fyrstu niðurstöður benda til þess að einstakl- ings HAM skili meiri árangri en hóp HAM. Samanburðarhópurinn nær líka góðum árangri sem sýnir að hin almenna endurhæfing hentar vel þeim sem eru með langvinna geðlægð. Auk þess fellur HAM vel að endurhæfingarstefnunni því í báðum tilfellum er mikil áhersla á atferl- isþáttinn, að auka virkni og að styðja fólk til sjálfsbjargar. Rannsóknin var kynnt á árlegri ráðstefnu Evrópusamtaka um hugræna atferl- ismeðferð í Þessalóníku á Grikklandi árið 2005 og í París í Frakklandi í september s.l. Styrkir Rannsóknin hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2003 og mótframlag frá Reykjalundi. Innkoma fyrir sölu HAM-með- ferðarhandbókarinnar hefur runnið í rannsókn- arsjóð. Rannsóknin hlaut síðan veglegan styrk úr Vísindasjóði Reykjalundar í fyrstu úthlutun R e y k ja lu n d u r

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.