Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 17.03.1995, Blaðsíða 4

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 17.03.1995, Blaðsíða 4
PILSAÞYTUR Ég trúi á búsetu á Vestfjörðum — við getum það sem við viljum Blaðakona Pilsaþyts náði tali af Jónu Valgerði, í þann mund sem hún var að korna frá Hólma- vík. En þessa dagana er mikið að gera hjá frambjóðendum við að heilsa upp á kjósendur og fara á framboðsfundi, en færð og veður raskar oft skipulagningunni. Já, þú hefur alltaf verið mikil baráttumanneskja fyrir byggða- málum? Vissulega, ég hef mikinn á- huga fyrir því að jafna að- stöðumun fólks, sem hér býr við það sem gerist annars staðar á landinu. I því skyni hef ég beitt mér mjög fyrir lækkun húshitun- arkostnaðar, og einnig fyrir því að landið verði eitt gjaldsvæði Pósts og síma. Eg hef notað hvert tækifæri til þessa, lagt fram fyr- irspurnir á Alþingi og frumvörp í þessu skyni. Lofaði ekki ríkisstjórnin að jafna húshitunarkostnaðinn á 2 árum? Því miður hefur ríkisstjórnin ekki staðið við loforð sitt um jöfnun húshitunarkostnaðar, frekar en önnur loforð. Hún hækkaði hins vegar kostnaðinn með því að leggja virðisaukaskatt á húshitun. Þó að nokkur skref liafi verið stigin í að jafna hús- hitunarkostnað þá er staðreyndin sú að kostnaðurinn við hitun á meðalhúsnæði sem notar tæpar 33.000 kwst á ári var f maí 1991 kr. 90.424 kr, en í árslok 1994 var kostnaðurinn kr. 90.839. Þessar tölur eru frá Rafmagnsveitum ríkisins uppreiknaðar til ársins 1994 og því sambærilegar. Af þeim sést að árlegur húshitunar- kostnaður hafði hækkað um kr. 415,-frá 1991. Það var nú öll lækkunin! Hjá Orkubúi Vest- fjarða var verðið þó aðeins lægra, vegna aðgerða fyrirtækisins til að lækka húshitunarkostnað, ekki vegna aðgerða rflcisstjórnarinnar. Það er því ekki seinna vænna hjá iðnaðarráðherra að tilkynna nú um auknar niðurgreiðslur á hús- hitun, sem taka áttu gildi l.mars s.l. Það eru jú að koma kosningar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Hvað telurþú brýnast að gera í málum okkar Vestfirðinga á nœsta kjörtímabili? Fyrir utan það sem ég nefndi áðan, þá eru atvinnumálin þau mál sem brenna mest á fólki. T.d eru nú 24 atvinnulausir á Hólmavík. Atvinnulífið hér er á ákaflega veikum grunni, sökum einhæfni og veikrar stöðu margra fyrirtækja. Ur þessu verður að bæta, með fjölgun atvinnutæki- færa t.d. með fullvinnslu sjávar- afla, og með því að nýta nýjar tegundir botndýra af sjávarbotni. Eg tel einnig að lífræn ræktun t.d. f sauðfjárrækt eigi framtíð fyrir sér og einnig ný tækni í ylrækt og fiskeldi. Hvað með atvinnu fyrir kon- ur? Ferðaþjónustan er vaxandi at- vinnugrein og þar eru konur miklir frumkvöðlar. Margir möguleikar eru fyrir hendi í rekstri smáfyrirtækja, sem konur hafa verið mjög duglegar að konia á fót. Það þarf því að styðja við frumkvæði kvenna í þessum efnum, því að allar rannsóknir sýna að helsti vaxtarbroddur at- vinnulífsins er í rekstri smærri fyrirtækja. En þurfum við ekki að bœta aðstöðu til menntunar hér í lieimabyggð? Það skiptir miklu máli að bæta menntunarskilyrði ungmenna hér og fullorðinsfræðslu. Eg lagði mitt af mörkum á Alþingi til þess að fjarkennsla við Kenn- araháskólann komst í fram- kvæmd, og vann að því ásamt fleirum að bygging verkmennta- húss við Framhaldsskóla Vest- fjarða varð að raunveruleika. Við megum ekki gleyma þeim auðlindum sem búa í fólkinu sjálfu. Við verðum að geta hald- ið í unga fólkið eftir að það er búið að mennta sig. En þá verð- um við líka sjálf að trúa á fram- tíðina hér á Vestfjörðum og sýna það í verki með því að búa hér. Eg er ákaflega ánægð með það að af mínum fimm börnum skuli þrjú vera búsett hér og það fjórða á leiðinni hingað aftur að loknu námi. Og blaðakona Pilsaþyts hugs- aði um leið og Jóna Valgerður kvaddi: Við megum ekki við því að missa þessa konu, þennan málsvara Vestfírðinga, af Alþingi KVENNAUSTINN Kosningaskrifstofa Samtaka um kvennalista á Vestfjörðum er að Austurvegi 2, 2-hæð, ísafirði. Þar er opið mánud. - laugard. frá kl. 14:00 - 18:00, símar: 5230 og 5231. Komdu og kynntu þér framtíðarsýn Kvennalistans. Alltaf heitt á könnunni. Sigríður Bragadóttir kosningastýra býðurykkur velkomin.

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.