Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 2

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 2
2 PILSAÞYTUR PILWYTUR KVENNALISTINN 7. árg. 2. tbl. 3. apríl 1995 Útgefandi: Samtök um Kvennalista í Vestfjarðakjördæmi Að blaðinu unnu m.a.: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Ágústa Gísladóttir, Guðrún Á. Stefánsdóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Jón- ína Ó. Emilsdóttir, Sigríður Braga- dóttir og Sigríður Ragnarsdóttir. Prentun: fsprent hf. Mannréttindi - jafnrétti Það eru mannréttindi að geta séð fyrir sér og það eru mannréttindi að hafa vinnu. Kvennalistinn telur það for- gangsatriði að tryggja efnahagslegt sjálfstaeði kvenna. Konur hafa í dag 60-70% af launum karla. Við það verður ekki unað. Gömlu flokkarnir hafa setið við völd og haft næg tæki- færi til þess að taka á þessu óréttlæti. Hvað hafa þeir gert? Ekkert. Nú vakna þeir upp eins og af þyrnirósarsvefni og segja: Getur þetta verið? Er þetta virkileg rétt sem skýrsla Jafnréttisráðs segir? Eru konur með miklu lægri laun en karlar þrátt fyrir jafnréttislög? Við erum samábyrgar Hvenær ætlum við konur að standa saman og taka málin í eigin hendur? Hvers vegna eru sumar konur hræddar við Kvennalistann og hræddar við þessar konur sem þora og vilja takast á við pólitík? Hvað er pólitík? Það eru þjóðmál, það eru aðstæður okkar í þjófélaginu. Þetta orð: PÓLITÍK er eins og grýla sem hefur verið notuð til að hræða aðrar konurfrá þátttöku í þjóðmálabaráttu, þáttöku í jafnréttisbaráttu. Konur hafa sýnt það að þær eru sterkar þegar þær sýna samstöðu, það hafa þær sýnt þegar þær tóku málin í eigin hendur og söfnuðu til byggingar Kvennadeildar Landspítalans. Þær hafa sýnt styrk og kraft í kvenfélögum landsins og hinum ýmsu kvennahreyfingum sem oft hafa lyft grettistaki til framgangs góðum málum. Pólitík notuð sem Grýla Hvar eru konur þegar kemur að þjóðmálabaráttu? Samkvæmt könnunum hafa innan við 10% kvenna áhuga á þólitík. Með öðrum orðum, innan við 10% kvenna hafa áhuga fyrir því að geta haft áhrif á stöðu sína í þjóðfélag- inu. Haldið þið konur, að karlar breyti heiminum okkur í hag? NEI, við verðum að gera það sjálfar. í Kvennalistanum eru konur sem VILJA, ÞORA og GETA. Konur sem bundist hafa samtökum til að koma sjónar- miðum kvenna á framfæri í þjóðmálabaráttu. Sjónarmiða kvenna þarf að gæta í sjávarútvegsmálum, landbúnaðar- málum, kjaramálum, alls staðar. Við verðum að geta haft áhrif á umhverfi okkar og aðstöðu. Þess vegna erum við að bjóða fram Kvennalista. Þess vegna þurfum við þitt atkvæði til að verða afl - sem hefur áhrif. Launa- og kjaramál Kvennalistinn telur algjöra uppstokkun á launakerfinu nauðsynlega til að bæta stöðu kvenna. Við viljum þjóðarsátt um stórbætt kjör kvenna og ann- arrra láglaunahópa, styttingu vinnuvikunnar og sveigjan- legan vinnutíma. Kvennalistinn vill: * að lágmarkslaun verði lögbundin * láta fara fram ókynbundið starfsmat með það að markmiði að jafna launamun kynjanna * að fæðingarorlof verði a.m.k. 9 mánuðir og feður taki hluta af því * hækka persónuafslátt þannig að skattleysismörk verði miðuð við framfærslukostnað * að réttur leigjenda til húsaleigubóta verði tryggður og þær greiddar í gegnum skattakerfið. Launamunur kynjanna verður ekki leiðréttur nema með frumkvæði og undir forystu Kvennalistans innan ríkis- stjórnar X-

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.