Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 3

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 3
PILSAÞYTUR 3 Framtíðarsýn í stjórnun fiskveiða íslenskir hagfræðingar hafa reiknað út að framseljanlegt aflamarkskerfí sé besta stjórn- tæki sem við eigum völ á. Reyndin er nú samt sú að það er hægt að reikna út geysilega hag- kvæmni, en það er allt önnur saga hvaða áhrif viðkomandi kerfi hefur á samfélagið. Það getur vel verið að það sé í lagi á Nýja Sjá- landi, að einungis 6 aðilar eigi allan kvótann, en á Islandi mun það aldrei ganga upp. 1 raun er það nú svo, að forræði tjölda sveitarfélaga í atvinnumálum er hjá herrunum í stjórnarráðinu í Reykjavfk. Valdið, ábyrgðin og eftirlitið verður að færast nær notendunum. Ennfremur er alveg deginum ljósara að eitt af frum- skilyrðunum fyrir því að stjórn- kerfi í fisk- veiðum gangi upp er að um það sé sátt í þjóðfé- laginu. Bretar hafa bitra reynslu af fiskveiði- stefnu Efnahags- bandalagsins og þar á bæ hafa fjölmargir sér- fræðingar legið yfir því að fmna betri lausnir. Háskólamenn í Hull komust að þeirri niðurstöðu að grundvallar- lagfæringar á EB kerfinu gætu falið í sér, að svæðisbundinn notendaréttur yrði lagður til grundvallar, þar sem yfirráð auðlindarinnar og stjórnunarleg ábyrgð sé lögð í hendur stað- bundinna eða svæðabundinna samtaka heimamanna. Þetta telja þeir vænlega leið til þess, að stjórnunin verði samfé- lagslega ábyrg. Samfélagsleg á- byrgð felur m.a. í sér að hugsa til Agústa Gísladóttir. í raun er það nú svo, að forræði fjölda sveitarfélaga í atvinnu- málum er hjá herrunum í stjórnarráðinu í Reykjavík. Valdið, ábyrgðin og eftirlitið verður að færast nær notendunum. framtíðar, að komast úr hjólför- um hentistefnu og skammtíma gróðasjónarmiða. Kvennalistinn telur, að við eigum að skipta upp landhelginni þannig að grunnslóðin verði fyrir heimamenn á smærri bátum en stóru togveiðiskipin verði að færa sig utar. Þar erum við að tala um landhelgi þar sem heimamenn stýrðu veið- unum en fengju alla aðstoð sem þyrfti frá stjórnvöldum. Þessi skipting mundi að sjálfsögðu verða endurskoðuð ef og þegar ástand fiski- stofna gæfi tilefni til. Stofnuð yrði sam- starfsnefnd sjó- manna, fiskvinnslu- fólks, útgerðarmanna og vísindamanna sem geri tilllögur um stjórnun grunnsjávarmiðanna. Stofnuð yrði samstarfsnefnd sjómanna, fiskvinnslu- fólks, útgerðarmanna og vísindamanna sem geri tilllögur um stjórnun grunnsjávarmiðanna. Akvörðun um nýtinguna verði í höndum kjörinna fulltrúa viðkomandi byggðalaga. Ákvörðun um nýtinguna verði í höndurn kjörinna fulltrúa við- komandi byggðalaga. I dag er þúsundum ef ekki tugþúsundum tonna af dauðum fiski hent í sjóinn aftur. Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir það, með boðunt og bönnum, að einhverjum fiski sé hent. Það mun ekki breytast, nema með breytingu á hugarfar- inu. Við verðum að gjöra svo vel að fara að umgangast þessa dýrmætustu auðlind okkar af ábyrgð og með um- hyggju. Ég vil benda mönnum á að fiski- fræði er vfsindagrein sem byggir niður- stöður sínar á fyrir- liggjandi gögnum. Hvernig í ósköpun- urn eiga fiskifræð- ingar að geta reiknað rétt, ef allar afla- og löndunartölur eru vit- lausar? Einn ágætur maður, Einar Júl- íusson, reiknimeistari mikill, hefur m.a. gagnrýnt Hafrannsóknastofnu nina fyrir að ofætla stærð þorskstofns- ins. Hann hélt því blákalt fram á fundi Landverndar um sjávarútvegsmál í haust, að það eina sent geti komið þorskinum við Is- land til bjargar sé að konur setjist við stjómvölinn. Það vanti umhyggjuþáttinn og sérstaklega þá eiginleika að hafa Hvernig í ósköpunum eiga fiskifræðingar að geta reiknað rétt, ef allar afla- og löndunartölur eru vitlausar? ... að það eina sem geti komið þorskinum við Island til bjargar sé að konur setjist við stjórnvölinn. Það vanti umhyggjuþáttinn og sérstaklega þá eiginleika að hafa hag heildarinnar í fyrirrúmi við ákvarðanatöku og hugsa til framtíðar. hag heildarinnar f fyrirrúmi við ákvarðanatöku og hugsa til framtíðar. Ég vil ennfremur minna á að það voru konur sem fundu upp landbúnaðinn. Karlarnir voru fyrst veiðimenn, eltu dýrin út um allar trissur af því að þeim þótti svo gaman að veiða og þurftu ekki að sinna fjölskyldunni á meðan. Næst datt þeim í hug að hefja hirðingjabúskap, þar sem þeir dvöldu á einum stað, létu skepnurnar éta allan gróðurinn þar og færðu sig svo á næsta stað. Konun- um hugkvæmdist hinsvegar að það væri nú kannski hægt að búa á einum stað, rækta landið og njóta afrakstursins. Við vilium konu sem næsta sjávarútvegsráðherra. Agústa Gísladóttir skipar 3. sœti Kvennalistans í Vestfjarðakjördœmi og hefur setið á Alþingi sem varaþingkona. 8 Atvinnu- og byggðamál Nýsköpun í atvinnulífi og aukið framboð á endurmenntun eru nauðsynleg eigi að sporna við því að þjóðin þjappi sér öll saman á suðvesturhorni landsins. Þetta verður að byggjast á frumkvæði, þekkingu og reynslu heimamanna. Atvinnuleysi kvenna og einhæf vinna eiga ríkan þátt í að konur eru í meirihluta þeirra sem flytjast af Vestfjörðum. Kvennalistinn vill: * atvinnustefnu sem byggir á auðlindum Vestfjarða til lands og sjávar og sem byggir á hugviti og atorku fólksins með umhverfis- sjónarmið að leiðarljósi * breytta fiskveiðistjórnun, þannig að fiskimiðunum verði skipt upp í grunnsjávarmið og djúpsjávarntið * byggðakvóta í fiskveiðum * nýta margvíslega ónýtta möguleika á Vestfjörðum í vinnslu sjávarafurða, ferðaþjónustu og smáiðnaði * að beit í byggð og á afrétti verði stýrt með tilliti til landgæða og umhverfisverndar * jafna raforkuverð og húshitunarkostnað urn allt land því það er eitt af brýnustum málum Vestfirðinga til að byggð haldist í fjórð- ungnunt * að landið verði eitt gjaldsvæði Pósts og síma

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.