Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 4

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 4
4 PILSAÞYTUR Hvaða jafnrétti er það? Frá Breiðuvík. Á fyrstu árum Kvennalistans á Islandi var ég ekki sammála því að á þessum „jafnréttis" tímum þyrfti að koma til sérframboð kvenna. Mér fannst það jafnvel tímaskekkja en annað hefur komið á daginn. Málflutningur kvennanna hefur verið með þeim hætti að fólk eins og ég fór að hlusta. Raddir þeirra á þingi eru okkur nauðsynlegar og víða hefur það sýnt sig að þær hafa haft veruleg áhrif. Með fjölgun kvenna á þingi breyttist margt. Þó að Kvennalistinn hafi ekki enn komist í ríkisstjórn, þá hefur hann með sínum hættti vakið máls á ýmsu sem vart mátti heyrast áður. En það er ekki nóg. Til að ná fram sínum málum þarf Kvennalistinn að komast í stjórn. I dag finnst mér við Islending- ar ekki hafa efni á að hafna reynsluheimi kvenna, hugviti þeirra og víðsýni. Því segi ég að á meðan staðan er eins og hún er, er þörf á sérframboði kvenna. Vestfirðingar, konur og karlar! Stöndum saman um að styðja Jónu Valgerði til áframhaldandi þingsetu. Hún hefur sýnt það og sannað að hún er tilbúin að vinna - Hvaða jafnrétti erþað að kona sem vinnur nákvæmlega sama starfog karl fái lægri laun? - Hvaða jafnrétti er það að svokölluð „kvennastörf“ eru metin til lægri launa en flest önnur störf? - Hvaða jafnrétti erþað að af 63 þingmönnum eru aðeins 16 konur á þingi? Ungt fólk - takið afstöðu! Kosningarétturinn er hluti af því lýðræði sem við búum við á íslandi. Þá gefst fólki kostur á að taka þátt í að velja þá sem fara með stjórntaumana hverju sinni. Allir ættu því að nota kosningarétt sinn, ungir jafnt sem aldnir, konur jafnt sem karlar. Ungu fólki finnst kannski stundum langt bil á milli sín og þeirra sem sitja inni á Alþingi og sér því lítinn tilgang með að kjósa. En kosningarétturinn gefur okkur kost á að taka þátt í valinu á þeim sem fara með stjórntaumana hverju sinni, kost á að hafa áhrif og því ættu allir að notfæra sér hann. Líka þú. Kvennalistinn hvetur því allt ungt fólk til að athuga hvað er í boði og taka afstöðu. Þitt atkvæði skiptir máii. Veldu Kvennalistann því hann er eini flokkurinn með framtíðarsýn. að okkar sameiginlegu hags- munamálum. Það vita allir sem vilja vita að búsetuskilyrði okkar eru ekki þau sömu og á þéttbýlli svæðum. Við eigum í vök að verjast. Jóna Valgerður hefur sýnt að hún vill vinna að jafnrétti fyrir okkur öll. Ég trúi því ekki að óreyndu að Vestfirðingar hafni einu konunni sem þeir hafa raun- hæfa ntöguleika á að koma á þing. Konur! Við látum það ekki gerast, við kjósum X-V. Arnheiður Guðnadóttir ferðaþjónustubóndi, Breiðuvík í Vesturbyggð, skipar 5. sœti Kvennalistans í Ætlar þú að verja þína fjárfestingu! Ert þú ekki orðin(n) þreytt(ur) að vera alltaf í óhreinum bíl? Er ekki leiðinlegt að hafa þessa fúkkalykt í bílnum vegna þess að gólfin hafa safnað í sig bleytu? • Tjöruþvottur frá kr. 625..- • Djúphreinsun og þurrkun á teppin frá kr. 1.250.- • Vetrarvörn (sem er smurning í lásana, silicon á listana og rainex á gluggana) á kr. 1.500.- • Blettun frá kr. 2.500.- • Alþrif frá kr. 2.500.- (tjöruþvottur, bón og vönduð þrif að innan). Fyrir heimilið: Þrif á lofti og veggjum (í staðinn fyrir að mála) - Þrif á teppi (í staðinn fyrir að skipta um teppi) - Bónleysun og bónun (í staðinn fyrir að skipta um dúk). MASSI ER KLASSI Suðurtanga 2 Sími 5196 BÍLEIGENDUR! Oft var þörf en nú er nauðsyn að smyrja bílinn. Við leysum það af hendi fljótt og vel. JULjfe JUt dttL Vélsmiðja ísafjarðar

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.