Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 5

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 5
PILSAÞYTUR 5 Ungt fólk og framtíðin Hvað bíður þeirra? Öll viljum við hafa atvinnu og öll viljum við hafa valmöguleika um það hvort við menntum okkur að loknu skyldunámi eða ekki. Þess vegna er fjölbreytni í at- vinnulífi, aukin menntun í heimabyggð og jafnrétti til náms þættir sem eru nauðsynlegir vilji rnenn sjá framtíð Vestfjarða sem besta. Það er staðreynd sem enginn reynir að mótmæla, að Vestfirðir byggja nánast allt sitt á sjávarútvegi og hafa lengi gert. Með breyttum tím- um og aukinni menntun er nauð- synlegt að auka fjölbreytnina í atvinnulífinu þó svo að sjávarútvegur verði senni- lega alltaf undirstöðuatvinnu- grein hér á Vestfjörðum. Fjöl- breytnina má auka með ýmsu móti og má nefna marga ónýtta möguleika í vinnslu sjávarafurða, ferðaþjónustu og smáiðnaði auk þess sem aukin tölvutækni, sem enn er í stöðugri þróun býður upp á ýmsa möguleika sem eru langt frá því að vera full- kannaðir. Ungt fólk, hvort sem það er kven- fólk eða karlmenn, verður að eygja möguleika á fjöl- breyttu atvinnulffi á Vestfjörðum í framtíðinni vilji menn að byggð haldist hér áfram MeO hrt'yllum líimmi o» uukinni nienntiiii it naiiðst iik'gl aO auka Ijöl- hreytiiiiia í ulviniuihTinii þii svo aO sj;n anilu'gnr t t'i'Oi si'imik'ga alltal' iindirstöOiialvinnui’rt'in hér á \ t'strjiirOuni. 4jjjj,ókomna framtíð. Fólk þarf líka að eygja möguleika á auknu skólastarfi í fjórðungnum - skóla- starfi sem þjónar atvinnu- og mannlífi sem best og stemmir stigu viðatvinnuleysi og fólksflótta frá Vest- fjörðum. Einnig er brýnt að jafna rétt allra til náms, án tillits til búsetu en með breyttum lögum Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafa margir utan af landi orðið að hverfa frá námi og því verður að breyta. Athyglis- vert er að fækkun lánþega er mest á Vestfjörðum eða um 40%. Vestfirðir mega ekki við þvf að missa stóran hluta ungs fólks burt úr fjórðungnum. Það væri draumsýn að óska þess að allir sem fara í framhaldsnám geti snúið heim aftur og fundið at- vinnu við sitt hæfi, sumir vilja alls ekki snúa aftur. Ungt fólk á að geta valið hvort það vill búa á Vestfjörðum eða ekki, hvort sem það er menntað eða ómenntað. Það á ekki að þurfa að flytjast endanlega á brott vegna þess að hér er of einhæft atvinnulíf. Hvað verður um Vestfirði ef þróunin heldur áfram í þá átt sem Kinnig cr hrýnt aO jal'na réll allra til nánis. án til- lits til biisi'lu en mcO hrt'ytluni liigiini l.ánasjóOs ísk'iiskra námsinanna hal'a margir utan al' landi orOiO aO liM'rl'a l'rá námi o» því \i'i Our aO hrey ta. AlhyglisYtTl t'i' aO ktkkiin lánþt'ga it int'st á Vest- rjörOum eOa uiu 40'r. hún stefnir? Þetta eru mál sem Kvennalistinn hefur barist fyrir og er tilbúinn að halda áfram að berjast fyrir. Þetta eru mál sem ngu fólki, sem og öðrum mikilvæg. Þetta eru mál sem Vest- firðingar þurfa að huga að og munu leiða Vestfirði inn í framtíðina. X-V fyrir unsa fólkið V X- fyrir þig og bjartari framtíð Heiðrún Tiyggvadóttir háskólanemi, skipar 6. sœti Kvennaiistans á Vestfjörðuin Menntamál Kvennalistinn vill tryggja komandi kynslóðum góð upp- vaxtarskilyrði. Okkur ber skylda til að búa vel að æsku landsins. Kvennalistinn vill efla skólastarf á Vestfjörðum, þannig að það þjóni sem best atvinnu- og mannlífi, í því skyni að auka fjölbreytni atvinnulífsins og stemma stigu við atvinnuleysi og fólksflótta. Kvennalistinn vill: • að jafnrétti til náms verði virt í raun alls staðar í landinu • að lögleiddur verði réttur barna til fræðslu og leik skóladvalar frá fjögurra ára aldri • að sveitarfélögunum verði tryggt nægilegt fjármagn svo hægt verði að uppfylla markmið grunnskólalaga og mæta auknum kröfum í nútímasamfélagi • efla fjarnám og starfsemi fjarkennslu á Vestfjörðum svo búseta og persónulegir hagir verði síður til að hindra aðgang að námi Isafj arðarkaupstaður Þjónustudeild aldraðra Starfsfólk óskast til sumarafleysinga Upplýsingar á staðnum eða í síma 3110 Leikskólinn Eyrarskjól óskar eftir að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismennatð fólk til starfa. Um er að ræða 450% stöðu e.h. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 3685.

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.