Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 11

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 11
PILSAPYTUR 11 Áskorun til Vestfirðinga Eitt af brýnustu verkefnum næstu ríkisstjórnar er að takast á við atvinnu- og byggðamál á landsbyggðinni og þó sérstak- lega hér á Vestfjörðum. Fólksflutningar tii höfuðborg- arsvæðisins hafa aukist jafnt og þétt síðustu áratugina og þeirri þróun verður að snúa við. Frá síðustu kosningum hefur kjörgengum Vestfirðingum fækkað hátt á þriðja hundrað manns og er svo komið að rúm- lega 6300 manns eru á kjörskrá til næstu alþingiskosninga og eru konur innan við 3000. I ölluni sveitarfélögum eru konur færri en karlar. Hvað segir það okkur? Jú, konur fá ekki vinnu við sitt hæfi og flytja því í burtu. Þetta skýrir þó ekki allan fólks- flóttann, því það eru heilu fjöl- skyldurnar sem taka sig upp og flytja vegna þess hversu dýrt er að búa út á landi. Þingkona okkar Vestfirðinga, Jónína Ó Emilsdóttir. Jóna Valgerður. hefur margítrek- að á Alþingi hvaða mál það eru sem þurfi að taka á til þess að byggð haldist. Hún hefur verið óþreytandi að minnast á byggða- málin og látið mikið til sfn taka í þeim efnum. Á hverju ári hefur hún lagt fram fyrirspurn um það hvað liði jöfnun húshitunarkostnaðar en það var eitt af kosningaloforðum síðustu kosningabaráttu. Þessi stefnufesta hennar í lækkun hús- hitunarkostnaðar hefur átt sinn þátt í að nú á síðustu stundu kom inn heimild í fjárlög fyrir aukn- um niðurgreiðslum til lækkunar á orkukostnaði. Hún hefur einnig lagt fram frumvarp um að landið yrði eitt gjaldsvæði Pósts og síma. Þessi tvö atriði skipta fjöl- skyldurnar heilmiklu máli. Því er afar brýnt að þingkona okkar komist að í næstu kosningum til þess að hamra á þessum málum. Henni treysti ég fullkomlega til að koma þessu til skila, því hún er málefnaleg og fylgir mál- um eftir til enda. Jóna Valgerður nýtur mikils trausts, ekki bara meðal alþing- ismanna heldur hjá öllum þeini sem eitthvað til hennar þekkja vegna þess að hún ígrundar mál, hún er vinnusöm og ber hag fólksins fyrir brjósti. Stöndum saman að baki þeirrar einu vest- fírsku konu sem á möguleika á þingsæti fyrir Vestfirði því hún er svo sannarlega verðugur fulltrúi okkar. Því skora égá ykkur, hvort sem þið fylgið Kvennalistanum að málum eða ekki, að kjósa hana því hún gjörþekkir vestfirska byggð og þá mannlífsflóru sem þar býr og hún veit hvaða mál það eru sem þarf að taka á strax. Við höfum hreinlega ekki efni á að missa Jónu Valgerði, þessa kraftmiklu konu, út af Alþingi og því segi ég: „Veldu vestfirska konu á þing. Veldu V fyrir Vestfirði“. Jónína O. Emilsdóttir sérkennslufulltrúi, skipar 9. sæti á Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi. Látum hendur standa fram úr ermum. Frá vorþingi Kvennalistans á Agœti kjósandil Vandaðu valið í kjörklefanum 8. apríl nk. „Hlustaðu á þinn innrí manny hvaðsem hver segir“. Kvennalistinn er raunhœjur kostur

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.