Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 15.06.1995, Blaðsíða 6

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 15.06.1995, Blaðsíða 6
6 PILSAPYTUR Hugsað til útvarpsins sem einar hafa reynt að bæta á- standið. Hlutur háskólagenginna kvenna er lakari en annama, og má að hluta skýra það með tregðu karla til að láta frá sér áhrif, völd og sporslur. Erlendis hefur verið talað um ósýnilegt þak, sem hindrar konur í að fá stöðuhækk- anir og sama virðist upp á ten- ingnum hér á landi. Það bakslag sem konur þykjast greina í kvennabaráttu hér á landi er einnig til staðar víða á Vestur- löndum. A meðan verður kvennahreyfingin sífellt mikil- vægari í öðrum álfum heimsins, þar sem við annars konar vanda- mál er að glíma: Vaxandi kúgun kvenna af trúarástæðum og bar- áttu fyrir daglegu brauði. Og í svokölluðum nýfrjálsum ríkjum Austur-Evrópu er víða stríðsá- stand, uppgangur glæpasamtaka og stjórnleysi sem erfitt er að hemja. Þetta ástand bitnar hart á konum og börnum. A umbrota- tímum hafa konur jafnan komið talsvert við sögu, verið framar- lega í flokki í framfara- og frels- ishreyfingum, en þegar kemur að uppskerunni hafa karlmenn oftar en ekki sagt: Það er ekki tímabært núna að hugsa um kvenfrelsi, við skulum bíða aðeins um sinn. Hvað verður rætt í Peking? Verði af heimsþingi kvenna í Peking í haust þarf að stilla sam- an strengi kvenna úr öllum heimshlutum. Enn er það svo að Vesturlönd ráða jafnvel meiru um framvindu í einstökum ríkj- um í suðri og austri en stjórnvöld landanna sjálfra, hvað þá fáeinar þingkonur. Framtíð heilla byggðarlaga getur oltið á stefnu Snerpa, átaksverkefni í at- vinnumálum kvenna á Vesttjörð- um, heldur ráðstefnu um at- vinnumál kvenna laugardaginn 24. júní n.k. Ráðstefnan verður haldin í Stjórnsýsluhúsinu á Isa- firðifrákl. 10.00- 17.00. Framleiðslusýning verður haldin samhliða ráðstefnunni þar sem vestfirskar konur og karlar sýna framleiðslu sína. Fyrir fjórum árum var haldin ráðstefna hér á Isafirði um at- Vestuiianda í þróunarmálum. Mistök í þróunaraðstoð geta raskað samfélögum og að sama skapi er unnt að treysta framtíð þjóða með því að beina fé til þróunarmála um hendur kvenna. Reynslan hefur sannað að konur nýta fé betur en karlar, hvort sem unt lánsfé er að ræða eða bein framlög. Þær yrkja jörðina frekar í samræmi við þol lands og auð- linda. Menntun kvenna skilar sér frekar til næstu kynslóða en menntun kaiia. Konur á Vestur- löndum geta einnig lært mikið af konum úr öðrum heimshlutum. Hvernig eru t.d. erfðaréttindi kvenna á Suðurhafseyjum? Hvernig líta hin ýmsu trúarbrögð heims í raun á konur, áður en kaiiar í valdastöðum, hafa náð að skrumskæla þau? Hvernig hafa konur víða um heim náð að leysa ýmis læknisfræðileg vandantál með visku kynslóðanna, visku sem hefur að mestu glatast á Vesturlöndum? Hvaða ráð kunna konur í harðbýlum eyðimerkur- löndum eða kuldalegum háslétt- um til að komast af í sátl við náttúruna? Hugarfarsbyltingar er ennþá þörf Sagan segir okkur að barátta kvenna hafi skilað okkur bættri menntun kvenna og auknunt tækifærum til að velja sér lífsfar- veg, og auk þess fjölgað konum í áhrifastöðum. Þetta hefur ekki gerst baráttulaust. Sagan kennir okkur ennfremur að ekki dugar minna en hugarfarsbylting til að breyta f raun stöðu kvenna. vinnumál kvenna. Á ráðstefnunni ákváðu vestfirskar konur að eitt- hvað þyrfti að gera til þess að efla stöðu kvenna í atvinnulífinu og þá sérstaklega í fyrirtækjarekstri. I framhaldi af því varð til verk- efnið Snerpa. I fréttatilkynningu frá Snerpu segir að nú eigi að líta yfir farinn veg og vega og meta árangurinn. Einnig verði reynt að varpa ljósi á hvernig eigi að vinna að málefnum kvenna í atvinnu- líftnu í framtíðinni. Ása Ketilsdóttir. Sem örskot líður tíminn og við sem berumst með öldurn hans, stöldrum einstaka sinnum við og furðum okkur á þeim byltingum er orðið hafa á örfáum áratugum. Það er svo margt sem við tekjum sjálfsagt og eðlilegt. Aðeins ein- staka sinnum er reynt að brjóta til mergjar og hugsa um hvernig var þegar öll þessi undur voru tjar- lægir draumar í blárri firð ævin- týraveraldar. Að skrúfa frá krana og horfa á heilt og kalt vatn streyma yftr hendur sínar. Að styðja á hnapp og vera um leið baðaður í björtu ljósi. Að snúa snerli og hafa alla möguleika í bakstri og matar- gerð. Að taka þvottinn og láta þvottavélina annast hann, þurrka lika, aðeins þarf mannshöndin að brjóta saman. Að láta ryksugu hirða hverja ögn af kuski er sést innan veggja og þegar afþreyingar er þörf þá er sjónvarp og útvarp við hendina. Fyrir þá sem hafa borið vatn í fötum í bæinn, notað olíulampa til lýsingar, þvegið þvottana á bretti í bala, kveikt upp í eldavél á hverjum morgni og haldið við með taði, sverði og stöku kola- mola og skúrað gólfin með sandi, liggjandi á hnjánum, er það stöðugt undrunarefni að allt þetta hefur skeð á síðast liðnum 40-50 árum. Útvarpið er eitt af þeim undrum sem allir telja sjálfsagt og eðlilegt og verður seint metið að verðleikum. Áhrif þess bæði til góðs og ills, ef þannig er á málum haldið eru svo mikil að það er nauðsynlegt að stöðugt sé vakandi umræða um hlutverk ríkisútvarpsins og þá sérstaklega rás 1. Fyrir nokkrum mánuðum eða misserum voru háværar raddir um sölu og einkarekstur á ríkisútvaipinu enda einkaframtak og hverskonar sölumennska hjartfólgið og hug- næmt baráttumál þáverandi rík- isstjórnar. Þetta hefur legið niðri um tíma en það er nauðsynlegt að hafa fulla gát á slíkum óráðsöfl- um. Hlutverk útvarps er margþætt, það spannar yfir öryggi, þjón- ustu, fræðslu og skemmtun af ýmsum toga. Það á skilyrðislaust að vera ríkisrekið og undir stjórn réttsýnna manna sem láta hvorki pólitík né peningasjónarmið villa sé sýn. Eftir þeirri reynslu sem er að ráðherrum þegar um mannaráðn- ingar er að ræða þá er skárri leið að láta alþingi kjósa útvarpsráð, jat'nvægi næst frekar þannig. Fyrir flesta landsmenn er útvarp- ið hluti af daglegu lífi, þó mis- jafnlega mikill. Þeim sem búa afskekkt og eiga ekki kost á mik- illi tilbreytingu er útvarpið góður félagi. Auðvitað verður alltaf eitthvað sem maður fellir sig ekki við og annað sent mætti vera öðruvísi. Það eru ótal þættir og atriði, s.s. leikritaflutningur, íslenskt mál, daglegt mál, fréttir og veður, aðrir þættir sem sumum finnast smáir og lítilsverðir, sem mynda ásamt þeim stærri órofaheild f því sem nefnist rfkisútvarp og enginn vill án vera. Það er von mín að núverandi ríkisstjórn og ráðamenn sjái sóma sinn í að styðja og styrkja á allan hátt íslenskt ríkisútvarp, útvarp allrar þjóðarinnar. Á þann hátt verður menntun og menningu best haldið á lofti og flestum þegnum þessa lands gert jafn hátt undir höfði og njóta þess sem völ er á. Það er tíka auðvelt að gera út- varpið að blindu áróðurstæki í höndum óvandaðra manna sem nota það til stöðugra svívirðinga á einstaka menn og heilar stéttir þjóðfélagsins. Asa Ketilsdóttir. Ráðstefna um atvinnumál kvenna

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.