Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 15.06.1995, Blaðsíða 7

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 15.06.1995, Blaðsíða 7
PILSAPYTUR 7 Léttir - en klæjar stundum í lófana Blaðakona Pilsaþyts tók hús á Jónu Valgerði sem nú situr ekki lengur á þingi. Hvernig tilfínning er það að hafa verið þingkona 8. apríl en fallin út áður en næsti dagur rís? „ Það er undarleg tilfinning, fyrst tómarúm, sfðan léttir, svo viss söknuður og fráhvarfsein- kenni koma óneitanlega. Mig klæjar stundum í lófana að koma sjónarmiðum mínum á framfæri þegar ég hlusta á fréttir af um- ræðum í þinginu. Ég hef auðvitað aðgang að mínum þingkonum, en það er ekki það sama“ Hvernig líst þér á nýju rfkis- stjórnina? „ Ekkert sérstaklega vel, en hún verður þó sennilega skárri en hin fyrri. Það voru stór ágrein- ingsmál þar á milli sem kom í veg fyrir árangur. Ég hugsa að þessi nýjaríkisstjórn muni koma meiru í verk. Hvernig það reynist landsmönnum verður að koma í ljós. Ég hef í raun mestar á- hyggjur af atvinnumálum og Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir skattamálum. Atvinnuleysið er orðið svo mikið og langvarandi á Islandi, að það er að verða mikið böl. Skattapíning einstak- linga er orðin gífurleg. Fólk með meðaltekjur hefur varla í sig og á vegna skattlagningar. Og það er jafnframt vinnuletjandi. Þessu verður að breyta." Sýnist þér að á því verði tekið af hálfu ríkistjórnarinnar? „ Nei, því miður þá held ég að hún þori ekki að gera neitt til að afnema þetta óréttlæti í skatta- málum. Það virðist ekki vera á dagskrá fyrr en í fyrsta la«i eftir 2 ár að skoða breytingar. A með- an eykst misréttið í þjóðfélag- inu.“ En hvað ætlar þú að fara að gera á næstunni? „Ætli ég taki það ekki rólega svona fyrst. Það eru 4 ár síðan ég hef gert það yfir sumarið. Það var alltaf fullt af verkefnum sem þurfti að leysa. Nú svo er ég auðvitað í atvinnuleit. En það er viðurkennd staðreynd að Alþing- ismönnum gengur afar illa að fá vinnu eftir lok þingmennsku. Það vekur upp spurningar um til hvers fólk sé að svara því kalli samfé- lagsins að gefa sig að pólitísku starfi. Ef mönnum er útskúfað af vinnumarkaði á eftir . Ég held að flestir séu betur í stakk búnir til ýmissa verkefna eftir þingstörf en áður. En svona er þetta bara, það má kalla það pólitískar ofsóknir að vissu leyti. „ Þú verður kannske að flytja til að fá eitthvað að starfa? „ Það getur alveg komið til. Það hafa fleiri þurft að gera. Ég tel mig hafa unnið vel mitt starf á Alþingi og sé ekki eftir neinu. Ég hef aldrei verið til viðræðu um að flytja í burtu. En ef Vestfirð- ingar þurfa ekki á mínum starfs- kröftum að halda þá getur allt gerst í því efni. En nú er ég að vona að sumarið fari að koma og ég ætla að njóta þess á næstunni og liggja í leti. En blaðakona Pilsaþyts sá að Jóna Valgerður sat engan veginn auðum höndum. Hún skrifar blaðagreinar, vinnur bókhalds- störf heima vegna reksturs krókabáts sem þau hjónin eiga, sinnir félagsstörfum, passar barnabörnin af og til og málar utanhúss. Er það ekki nóg í sumarfríinu? Sendum vestfmkum konum kveðjur og ámdaróskir í tilefni 19. júni og kosningaréttar i 80 ár Isafjarðar Apótek Verkalýðsfélagið Baldur. Orkubú Vestfjarða. LífeyríssjóðurVestfirðinga. Sparisjóður Önundarfjarðar Agúst og Flosi h.f. íshúsfélag ísfirðinga. FOS -VEST . Fiskverkun Ásbergs h.f. Gunnvör h.f. íslandsbankj h.f. Kaupfélag ísfirðinga Hafsteinn Vilhjálmsson, umboðsverslun. Sandfell h.f. Sparisjóður Þingeyrarhrepps. Hraðfrystihúsið h.f. Hnífsdal. íyrarsparisjóður, Patreksfirði. Netagerð Vestfjarða h.f. Vélsmiðja ísafjarðar h.f. Olíufélag útvegsmanna h.f. Sjómannafélag ísfirðinga. Kaupfélag Króksfjarðar, Sparisjóður Bolungarvíkur. Sparisjóður Súðavíkur. Fiskmarkaður ísafjarðar h.f. Hjólbarðaverkstæði ísafjarðar. Gamla bakaríið. Flugfélagið Ernir h.f. Blómabúðin Elísa. Bílaverkstæði ísafjarðar h.f. Hrönn h.f. Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f. Gullauga. Tækniþjónusta Vestfjarða h.f. Veitingahúsið Vegamót, Bíldudal Úra og skartgripaverslun Axels Eiríkssonar Kaupfélag Steingrímsfjarðar Drangsnesi. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Vélsmiðjan Þristur Sparisjóður Strandamanna Hólmadrangur hf.

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.