Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.02.1928, Blaðsíða 3

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.02.1928, Blaðsíða 3
3- útgáfu Mngskýrslunnar og hvomig hægt væri að hæta aðstöðu hraðritaranna á hjúkrunar- Þingunum hvað erfiðleika Þá snerti.áð hrað- rita hin norrænu tungumál, Enní'remur var vikið að námsbókum í sambandi við Þýðingu á bókum frú Neumann og útgáfu hinnar nýju dönsku námsbokar; sem nú verður gefin út i breyttu upplagi. gr. 18, 19, 20, 21. Arsslcýrsiu: voru lesnar frá hinun norrænu löndum. Var Þar skýrt frá náminu og námsbók- um, frámhaldsnanisskeiðum fyi-ir lærðar lijúlcr- unarkonur, sjúkravátryggingu og eftiriauium. Sömuleiðis voru gefnar skýrslur yfir skifti hjúkrunarkvenna. Mest brögð hafa verið á skiftum milli Noregs og Danmerkur, liefir fjöldi danskra hjúkrunarkvenna unnið í Nor- egi s.1. ár. Sömuleiðis tvær lærðar íslensk- ar hjúkrunarkonur og einn hjúkrunarnemi lok- ið Þar námi0 í Danmörku hafa einnig fleiri norskar hjúkrunarkonur unnið og ein finsk, og í SviÞjóð hafa 5 finskar hjúkrunarkonur haft atvinnu yfir lengri og skemri tlma. Á íslandi hefir ein norsk hjúkrunarkona feng- ið stöðu. Allar Þessar stöðuveitingar hafa orðið fyrir tilstilli Samvinnunnar. gr. 22 ? 23. í skýrslu SvíÞjcðar er nefndihni skýrt frá að sem endurskoðendirr í "San.vinnu hjúkr- unarkvenna á Norðurlöndumhafi verið kosnar systurnar Hedvig Kahn og Ida Carlsson,Stokk- hólmi, og á fundi h. 12. maí s„1. hafi verið kosnar sem varaendurskoðendur svstumar Sig- rid Höyer og M&rtha von Baumgarten. í sambandi við skýrsluna frá Danmörku, ákvað nefndin að færa til bólcar Þakkaráv&rp til frú Tacheming. Vilai nefndin meö Því sýna virðingu, Þakklæti og djúpa viðurkenn- ingu fyrir 27 ára starfsemi frú Tscheming i Þágu hjúkrunarkvennastjettarinnar. gr. 24. Fundi var slitið kl„ 12 á hád. gr. 25. Framhald fundar kl. 1,30 e.h. og kom for- maður með Þá tillögu að skipulagi dagskrár- innar yrði breytt Þannig, að mál, er skyld væru hvert öðru, yrðu tekin saman til um- læðu og sparaðist timi á Þann hátt. Tillagan var samÞykt og breytist dagskráin Þvi eins og eftirfarandi röð inálefna sýnir. gr. 26. Systir Bertha Wellin hafði framsögu i er- indi I (a og b) frá SviÞjóð. Hjelt hún fram ; áð Þingskýrsla væri nauðsynleg, Þótt naumast væri hægt að ráðast i prentun hennar sökum Þess hve fáir keyptu. Talsverðar umræður urðu um Þetta mál og var siðan samÞykt, að skýrsla yrði gefin út str&x eftir hvert hjúkrunarÞing og ætti verð hennar að vera innifalið i Þátttckugreiðslu Þingsins, Þann- ig að hverri Þeirri hjúkrunarkonu, er taki Þátt i norrænu Þingunum, beri skylda að kaupa skýrsluna um leið. gr. 27. Systir Betha Wcllin hafði einnig framsögu í erindi n.r„ II frá SviÞjóð. Var málið rætt i klukkustund og var Þá samÞykt að ritari semdi tillögu, er siðan yrði send hjúlcrunar- fjelögunum ±il ihugunar, Þess efnis að vara- formaður yrði. eftirleiðis sjálfkjörinn vara- fulltrúi i forföllum formanns og yrði Þvi að sjálfsögðu að eiga sæti i nefndinni. gr. 28. Erindi nr. III frá SviÞjóð var einnig borið fram af systur Berthu Wellin. Var Þar til umræðu, i hvaða röð varafulltrúum bæri skylda að mæta, ef um forföll fulltrúa væri að rseða. Álit nefndarinnar var Það, að vara- fulltrúa beri að kjósa i Þeirri röð er Þeir siðan eigi að mæta. gr. 29, -50, 31, 32. Ungfrú Helmi Dahlström hóf siðan framsögu i hinu finska umræðuefni um næturhjúkrunar- konuna og starf hennar. Næturhjúkrun er ábyrgðarmiki1i og erfiður hluti af starfi hjúkrunarkonunnar, og má Því eigi hvila ein- göngu á ólæröum stúlkum og litt vönum hjúlcr- •inarnemum. Lengri vökutimi en 3 mánuðir í sem mætti okki eiga c jer stað. Vinnutimi við næturhjúkrun er að jafnaði 12 kl. st. ,og næt- urhjúkrunarkona, með aðstoð, verður að bera ábyrgð á 50-70 sjúkl., ein má hún Þvi eigi hafa eftirlit með fleirum en 20. Þareð nætur- starfið er lýjandi, ber næturhjúkrunarkonunni að hafa góðan og rólegan svefnstað að degin- um, Þar sem hún getur notið matar og hvildar. Að umiæðum loknum varð nefndin ásátt um að æskilegt væri: a. Að ábyrgð næturhjúkrunar æfinlega hvildi á lærðri hjúkrunarkonu. b. að næturvaktir yrðu gerðar hæfilega langar. c„ að hjúkrunarkonan nyti góðrar og ótrufl- aðrar hvildar að deginum. d. að hjúkrunarkonan fái nokkra hvild frá starfi sinu að nóttunni, um leið og máltið- um væri hagað á teegilegan hátt.

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.