Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1928, Qupperneq 1

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1928, Qupperneq 1
T I A R I T Fjelags Tslenskra hjúkrunarkve-nna EITSTJCRM: Kristjana GuðmuncLsdót tir s Sigríður Eiríksdóttir, Vilborg Stefánsdóttir„ ======T========:=;================================================T===:!:=== Nr„ 4„ ; Desemoer I9<;6 I 40 árg„ KÖLLUN OG STAÐA HJÍJKRUNARKONUNNAR 1 ÞJÖÐFJELAGINU, SIÐGÆÐI OG FYRIRKOÍ.KJLAG. Setningarræða éftir Berthu Wellin, flutt á opinberum fundi i Bergen 6. júli 1928. Starfssystkini mín, dnmur og herrarj Norska hjúkrunarkvennasamhandið, sem hef- ir boðaó til Þessa fundar, hefir veitt mjer Þann heiöur við Þetta hátíðlega tækifæri, Þegar hjúkrunarkonur Korðurlanda koma saman i fyrsta skipti i Bergen, að leyfa mjer aö tala ijm "Köllun og stöðu hjúkrunarkonurmar i Þjóðfjelaginu, siðgæði og fvrirkomulagj' Mál- efnið, sem er mjög hugðnaant, hrifandi og raun- verulegt, er svo viðtækt, að timinn, sem jeg hefi til umráða, leyfir mjer aðeins að draga upp nokkrar höfuðlinur. Sýnishorn ag grund- vallarreglum - leiðarljósum. - Störf hjúkrunarkonunnar i Þjóðfjelaginu eru roeð fáum orðum sagt: almenn m.annúðarstöi'f, i hliðstæð störfum annara samborgara einkum kvennanna, og svo skyldur Þær, sem fylgja hjúkrunarkvennastöðunni, og tilheyra áhuga- efni Þvi, eða hugðarhvöt Þeirri, er hún sjálf hefir valið sjer, Jeg hefi skilið hlutverk mitt hjer i dag Þannig, að Það sje fastast bundið við Þetta starfsvið, er jeg nefndi siðast. Jeg skal með ánægju viðurkenna Það, að basði starfsviðin snerta hvort armað, og sameinast að sumu leyti; Þó held jeg, að við ættum af fremsta megni að reyna að aðgreina Þetta, sjerstak- lega Þegar tekið er tillit til stjórnmálanna. Aðaláherslan verður Þvi við Þetta tækifæri i 18gð á starfsvið og stöðu hjúkrunarkonunnar ij Þjóðfjelaginu, sem hjúkrunarkonu,Þar í inni- i falin störf Þau er hvila á henni sem Þjóni j hjúkrunarstarfseminnar, heilsufræöinnar og visindanna. - Hjúkrunin, heilsufræðin og vis- ; inain, eru talin upp i Þessari röð af ásettu ráði, og Það er efalaust mjög eðlilegt.Hjálp- in i neyð og Þjáningum er Þá -fyrst. Liffráeð- is og heilsufræðislegar varúðarráðstafanir, til að varðveita heilbrigða og bæta heilsu- farið alment, kemur Þar næst, og Þrátt fyr- ir Það Þó að visindalegur áhugi og rannsókn myndi á vorum timum grundvöllinn undir öll störf á Þessu sviði, sem snertir okkur,hef- ir Þaö Þó af skiljanlegum ásta3ðum,hvort held- ur litið er á Það frá sögulegu eða timalegu sjónarmiði, fengið aftasta sætið. Æðsta köllun hjúkrunarkonunnar er og á aö vera sú, að hlynna að og hjálpa Þeimveiku, sem einnig fyrir hennar hjálp geta fengið leyfi til að snúa aftur til Þessa lífs, Þeim veiku, sem enginn griður er gefinn, sem hún verður að hjálpa i Þeirri vissu og aðstoða í hinu erfiða ástandi, á landamærum lífs og dauða. Um árdegi lifsins varð til spurning, sem einnig er bundin við fyrstu æskuminningar okkar úr barnask ólanum; hún hljóðar Þannig: "Á jeg að gæta bróður mins?"' - Við vitum að Það var samviska, sem glæpur h\ó.ldi á, sem með Þessum orðum reyndi að dylja stói’a sjmd, hiö fyrsta bróðurmorð i heiminum.Hvort Þessi orð hafa seinna verið notmð i sama augnamiði læt jeg ósagt; en að Þau hafa á öRuij öldum verið notuð sem skálkaskjól við trassaskap, viljaleysi til aö hjálpa, og við eigingjörn- um hvötum, eru söguleg sannmdi Þegar kona byrjar á hjúkrunarstarfseminnL, veröur Þessi nauðungar spurning ekki lögð fyrir hana: "Að jeg að ggeta bróður mins?"- en hin: "Vilt Þú Þjóna og gæta að bróður Þinum?"- Ef hún getur hugrökk og fús svarað Þessari spurningu játandi, Þá byrjar hún hjúkrunarstarfsemina með einu mikilverðasta skilyrðinu. Ef hún getur ekki svarað Þessu játandi, Þá ætti hún að leita fyrir sjer á cðru starfsviði. Þvi hversu góð skilyrði sem

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.