Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1928, Blaðsíða 2

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1928, Blaðsíða 2
2- hún kann að hafa að öðru leyti,fái hún ekki staðist Þessa raion, Þá er hjúkrunarstarfið ómögulegt fyrir hana0 Plorence Nightingale skrifaði eitt sinn eftirfarandi stningu, aö Það sje til "a better thing for women to be than medical men, and that is to be medical women." Laus- lega Þýtt veröur álit Florence Nightingale Þannig, að hún áleit Það vera betra fyrir konuna, að vera hjúkrunarkonu en að vera læknir0 Tfirleitt held jeg að Þessi skiln- ingur sje nærri sanni, en hvað einstakling- ana snertir verða Þeir auðvitað að mynda sjer persónulega afstöðu gagpvart Þessu mál- efni. - En sannleikur er Það, að sem hjúkrun- arkona á kveneðlið hsegara með að hjálpa Þeim veiku, að maður getur sem hjúkrunarkona kom- ist i nánara persónulegt samband við sjúkl- ingana. en sem læknir. Og Þetta er ávinningur vió starfið, mikill kostur, sem getur orðið til Þess að dýpka skilninginn á æfistarfi okkar og auka gildi Þess. í Þessu sambanöi er ef til vill heppilegt | að vitna til nokkurra orða eftir Estrid Roh- : de, sem hefir leiðbeint sænskum hjúkrunarkon- um í siðfræði hjúkrunarinnar. Kún segir: "Iijúkrunarkonan verður fyrst og fremst að skilja, að herinar störf eru önnur en læknis- ins. Að rseða um hvort Þau eru lítilf jörlegri er árangurslaust, Þau eru sem sje algjörlega ólik. Enda Þótt störf læknis og hjúkrunankonu sjeu skyld, Þá eru Þau svo ólik að árekstur aptti aldrei að koma til greina„ Sjemám lsekn-j isins gerir hann færan um að úrskurða sjúk- dómsauðkenning, og ákveða hvernig fara á með j sjúkdóma, og hjúkrunarkonan á eftir hans fyr-: irsögn að framkvæma ráðleggingarnar"- Þessi orð Estrid Rohde innihalda óafmáanlegan sami- leika. Af Þessu leiðir auðvitað, að störf hjúkr- 'onarkonimnar, hvort sem Það er venjuleg h,júkr- :jn, heilsuvarðveitslustarfsemi eða visinda- legri verk, eins og t.d. á rannsóknarstofum, Þá getur Það aldrei orðið algjörlega frjálst, sjálfstætt starf, en verður altaf í eðli sinu aðstoð, hjálp eða Þjónusta. Ef til vill getur Þröngsýni og hroki litið svo á, að Þetta geri starf hjúkrunarkonunnar j auðvirðilegra. G-agnvart Þeim skilnipgi getur | maður rólegur komið með algjörlega andstæða j skoðun, Þvi Þessi bundna afstaða gerir köll- j un hjúkrunarkonunnar sjerstséða og gefur hennij sjerstakt gildi. Við Þetta veróur ætlunarverkj- ið viðkvæmara, og gerir meiri kröfur til manngildisins. Þar sem viljinn er óskiptur hljóta Þessar! kröfur að Þroska lyndiseinkunn og hjartalag i góða og göfuga stefnu. Við mennirnir getum sem sje ómögulega, dag eftir dag, í starfi voru reynt að full- nægja kröfum Þeim, sem gerðar eru til hjálp- semi, skyldurækni, lítillætis, liðlegheita, vilja, hluttekningar, skilnings, prúömensku og dómgreindar, án Þess að Þroski lyndis- einkananna verði fyrir áhrifum á Því. Hjúkrunin, sem í raun og veru er háleitt og óendanlega mikilsvert starf, verður við Þetta margfalt mikilsverðari fyrir Þá, sem að henni starfa. En jafnframt verður hún líka margfalt ábyrgðarmeiri. Önnur afleiðing Þessarar hjálparaðstöðu hjúkrunarkonunna.r er, að jafnframt Því sem hún auðvitað verður sjálf að ábyrgjast störf sín gagnvart skeytingarleysi eða mis- tökum, sem fyrir kunna að koma, Þá er Þó altaf önnur persóna, sem Þrátt fyrir alt,og gagnvart Þjóðfjelaginu, veröur einnig, að bera ábyrgðina af starfi hennar. Þar sem hjúkrunarkona á altaf að vinna undir hand- leiðslu læknis, leiðir af sjálfu sjer að hún vinnur undir hans ábyrgð. Og hva.ð Þetta snertir má henni aldrei yfirsjást. Engin hjúkrunarkona hefir leyfi til að reyna að taka Þessa ábyrgð á sinar herðar, Þvi hana vantar nauðsynleg skilyrði til Þess„ Hún má aðeins taka Þessa ábyrgð á sig Þeg<ar neyðar- úrrræði Þvinga hana til aö veita satnstundis hjálp. Ef við ættum að mæla. Það, sem hjúkrunar- stjettin leggnr nútíma Þjóðfjelagi af mörk- um, Þá verður Þa.ð mælikvarðinn: að hve miklu leyti hefir stjettin, ásamt einstaklingum hennar, staðist Þær miklu kröfur, sem gerö- ar eru til Þessarar köllunar, Þegar um sið- gæði er að ræða, orð og gerðir og alt fyrir- komulag. Það er naumast nokkui’ vafi á Þvi, aö mik- illeiki og styrkur áhrifa vorra á nútíma Þjóðfjélagslíf stendur í órjúfanlegu sam- bandi við afstcou vora og skilning á köllun vorri, Áframhaldandi Þroski leyfir enga kyrstöðu hann krefst hreyfingar, ekki vegna hreyfing- arinnar sjálfrar, heldur vegna árangursins og Tjmbótanna, sem við hana nást. Nútíma Þjóð fjelagsrekstur er vald í framÞróunaráttina, vald, sem mað'ur verður að taka. til greina á ýmsum starfsviðum. Og í líkingu talað er nútíma. framrás ekki framar gufuvjelin með ákveðnu hesjba-afli ,nú verður Það rafmagnið, móborarnir, rafsegull og hljóðöldur. Ejarlægðir milli manna eru

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.