Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.03.1934, Blaðsíða 2

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.03.1934, Blaðsíða 2
-2- hverfi Þess. Hvað mörg herbergi séu í íbúð- inni, hvað margir íhúendur, hvort loftræst- ing, hiti, birta, vatn, séu í lagi, x stuttu máli alla situation hyggiénique fjölskyldunnar. Og sé' einhverju að meira eða minna leyti ábótavant, er reynt að bæta úr Því eftir fremsta megni. Öll Þessi um- hýggja fyrir aðbúð ungbarna hefir, sam- kvæmt Því sem skýrslur sýna, stórum bætt heilsufar Þeirra, og jafnframt hefir barna- dauði minkað um mun. Næsta deild var Autituberculeuxdeildin. HÚn samanstendur af: a) Biðsal. b) Móttökuherbergi læknis, með röngten- myndatajki- og gegnlýsinga-tæki. c) Lítilli ljósastofu (ultra-violets). 'Þangað kemur fólk, sem bíður eftir plássi I Sanatorium og byrjar Þá meðferð (traite- ment), sem síðan er haldið áfram á heilsu- hælunum. Að sjálfsögðu er jafnframt ræki- lega brýnt fyrir Þeim, að Þeim beri heilög skylda til að varast að smita, og gefin holl ráð hvernig Það megi takast. Þessi deild á einnig að hafa vakandi auga með börnum á aldrinum 0-14 ára, sem eiga T.B. foreldra. Koma Þeim burt í sveit eða að sjó, ef Þess er álitin Þörf, og að öðru leyti, að gera Það sem unnt er, til að stæla Þau gegn veikinni. Þriðja deildin Dispensaire d'hygie’ne mentale, eða deild hinna andlegu voluðu, er skift í: a) Deild fyrir fullorðna, Þar sem starf- sviðið er: Geðveiklun (psychopates), taugaveiklun (neurastheniques) og of- drykkja (toxicomanes alcooliques). b) Deild fyrir unglinga, sem virðast hafa tilhneigingar íeinhverja óheilbrigða stz. Til dæmis: Lögreglan finnur ungling, sem framið hefir einhverja óknytti, smá- stuld, eða eitthvað annað jafn óseemilegt. Hún flytur unglinginn í Centre de Santé, og hér er tekið á móti honum, og hans andlega atgerfi athugað, af reyndum sér- fræðingi, sem leggur síðan á ráðin, til að uppræta Þá illu og vanheilbrigðu rás, sem skapgerð hans og husunarháttur hefir tekið, og í stað Þess að hann fái sma'refsingu, og sé síðan leyft í friði að fara, og Þróa áfram síno geðveiklun, er með honum fylgst af mikilli nákvæmni, foreloirum eða vandamönnum sagt hvað er að gerast og nú leggjast allir á eitt að beina hug hans inn á nýjar og betri brautir. Sjúklingurinn kemur til viðtals og athugunar í Centre de Santé, eins oft og læknir ákveður, og hjúkrunarkona og lögregla hafa vakandi auga með tilfellinu. A.Jiað dæmi: Kennarar eða foreldrar verða vör við andlega degeneration hjá barni, Þau fara með Það beint á Centre de Santé og eru Þar gefin hin bestu ráð, sem völ eru á. Pjórða deildin er fyrir kynsjúkdóma: Þa voru smádeildir fyrir augna- nef- og hals-sjúkdóma. Öll læknishjálp, hjúkrun og leiðbeiningar* sem fólki er veitt Þerna er . ókeypis. Upplýsingarstofa er opin alla virka daga frá 9-12 og 2-6 og gefur sérhverjum sem Þess æskir leiðbeiningar og ráð viðvíkjandi öllu Því, sem varðar verndun heilsunnar. Gefnir eru út smábæklingar, og dreift út meðal fólks, flytjandi ýmislegan fróðleik, sem að gagni má koma til varnar sjúkdómum. Sá ég Þrjá Þeirra. Einn fjallaði um að fræða fólk á fyrstu einkennum alvarlegra sjúkdóma, Þar sem líf liggur oft og tíðum við að læknir nái í tæka tíð að taka í taumana. Krabba- mein, berkla o.fl. Annrr var um vatnið og nytsomdir Þess, 2/5 hlutar mannslíkamans er vatn. Vatnið er blóð jarðar, takið Það í ykkar Þjónustu. Baðið daglega, syndið, - notið va tniðj - Þriðji var um, að brýna fyrir fólkinu að bursta og hirða rækilega tennur sínar. Seinast komxun við í kennslustofu, Þar sem haldin eru námskeið í hjálp í viðlögum og heimahjúkrun. Þa vorum við búnar að sjá Það besta, og nú slapp ég ekki við að skrifa í gestabókina, Því Islendingar eru sjaldgæf fyrirbrigði hér. Þegar Því var lokið röbbuðum við saman stundarkorn, og sagði Þa forstöðukonan mér frá, að enn væru ótaldir tveir merkilegir •feettir úr starfi Rauða Krossins, sem sé: Service Oentral. d1ambulanees Automobiles - 7 sjúkrabxlar starfandi jafnt nótt sem dag að flutningi sjúkra, og sérstaklega væru bílar alltaf til taks, að bregða fljótt við ef slys bæru að höndum. Dépöt centrad de Matériel de secours, væru byrgðir, sem Rauði Krossinn hefði til _ búnar til skjótrar notkunar ef stórkostleg slys kæmu fyiár. - Rúm, tjöld, madressur og önnur sængurföt, sjúkrabörur, sáiraumbúðir o.s. frv. - allt er við hendina, ef grípa Þarf til í skyndi, Pór ég nú að sýna á mér fararsnið, tjáði bestu Þakkir mínar fyrir að vera gefinn kost- ur á að sjá og heyra ofurlítið um R. K. lét í ljós hve hrifin ég vaTi af öllum hans

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.