Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.09.1934, Blaðsíða 5

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.09.1934, Blaðsíða 5
-5- >ótti Þsð gott oð eiga að mæts á skrifstofu fröken Herfurth, og vsr Það Þó ekki vegna Þess að hún notaði svo mikið af stóryrðum eða að athugasemdir hennar tækju svo langan tíma^ en við fundum víst allar að henni var alvara, og að hún óskaði einskis frekar en að við fengjum sem best og fullkomnast nám og eð við gætum byggt a Því seinna meir í lífinu. Áreiðanlega voru Það margar, bæði hjúkrimarkonur og nemar, sem leituðu ráða fohstöðukonunnar í öll Þessi ár, og Þótt hún gæti ekki ávalt hjalpað, voru Þær víst allah sammála um Það, að Það hefði verið Þeim mikill léttir að tala við hana og fá hennar hollu ráðleggingar. Ef ég ætti að lysa Því, sem ég tók mest eftir hjá fröken Her- furth, Þá var Það hennar yfirlætislausa framkoma og sérstaka minni. Sú saga gekk a spitalanum, að hefði hún séð manneskju einu sinni, Þekkti hún hana aftur og myndi hvað hún héti og hefir Það án efo hjálpað henni mikið i hennar umfangsmikla starfi, Þar sem hún hafði um 400 hjúkrunarkonur skift niður á 6 spítala. Árið 1926 hittum við nokkrar íslenskar hjúkrunerkonur, sem höfðum verið nemar á Kommunespítalanum árin 1916 til 1921, fröken Herfurth í Stockholmi, og Þekkti hún okkur allar og mundi hvað við hétum. Þar heyrðum við hana halda ræðu, sem var einhver af Þeim bestu, sem Þar var haldin og héldum við Þo víst flestar, sem Þekktum hana heima fyrir, að Þar færi hún út fyrir sitt starfs- svið. í sept. 1926 fékk fröken Herfurth "Den Kongelige Belönningsmedaille i Guld", em h-jx’t hefi ég sagt, að hún hafi aðeins einu sinni feorið hana. Best fannst mér ég kynnast fröken Herfurth um haustið 1918 í spönsku veikinni, Þegar svo margar af hjúkrunarkonum og nemum urðu veikar, og fannst henni Þa ekk- ert of gott fyrir hverjn einstaka, og gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til Þess að tær fengju sem lengsta hvíld og hefðu Það eins gott og hægt væri. Fröken Herfurth hafði unnið mikið að undirbúningi hjúkrunarkvenna- heimilisins og hlakkaði sjálf mikið til Þess að flytja Þangað og njóta Þar hvildar, en Því miður var Það ekki langur tími, sem hún gat notið Þess, Því hún dó eins og fyr er sagt 8/2. 1934 á sínum gamla spítala, sem hún hafð:. eytt öllum sínum starfskröftum fyrir. Okkur sem lærðum hjá fröken Herfurth, Þykir tómlegt að koma á Kommunespítalann og geta ekki heils- að upp á forstöðukonuna, sem okkur öllum Þótti vænt um og litum upp til. Friður sé með minn- ingu hennar. Bjárney Samúelsdóttir. Ý M I S L E G T. MEÐ ÞESSU EINTAKI TÍMARITSINS fylgir eyðublað til stjórnarkosningar skv, 14. gr. laga Fel. ísl. hjúkrunarkvenna. Eyðublöðin eru einungis send til Þeirra hjúkrunarkvenna, sem vegna fjarlægðar ekki hafa tök á að sækja aðalfund, og geta íser á Þann hátt tek- ið Þá.tt í stjórnarkosningu, ef Þær óska Þess. Kosningin er leynileg, Þ. e. hjúkrunarkonurn- ar skrifa ekki nöfn sín undir Þau eyðublöð, sem Þær kynnu að útfylla, og senda Þau síðan í lokuðu umslagi til stjórnarinnar fyrir n»k, aðalfund. Stjórn F. Í.H. er nú skipuð eins og hér segir: Frú Sigríður Eiríksdóttir, formaður, ungfrú Kristín Thoroddsen, varafor- maður, ungfrú ÞÓra Guðmundsdóttir, ritari, ungfrú Bjarney Samúelsdóttir gjaldkeri og xingfrú Lára Jónsdóttir meðstjórnandi. NÝ HÉRAÐSHJÖKRUNARKONUSTAÐA hefir verið stofnuð á Eskifirði. Ungfrú Anna Sigurðar- dottir hefir verið veitt Þessi staða og mun hún fara austur með fyrstu ferð. NÝTT SJÖKRASKÝLI hefir verið reist í ðlafsfirði. Þangað hefir verið ráðin ungfrú Gróa Guðjónsdóttir, sem nýlega er komin heim frá hjúkrvmarnámi í London. UNGFRÖ GUERÖN BJÖRNSDÓTTIR og ungfrú Ragnheiður Svanlaugsdóttir hafa verið ráðnar við Landsspítalann. UNGFRÖ STEINUNN EINARSDÓTTIR hefir verið raðin sem aðstoðarhjúkrunarkona við heilsu- hælið í Kristnesi.

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.