Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1934, Blaðsíða 1

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1934, Blaðsíða 1
T '.I M A R .1 T Pélags íslenskra hjúkrunarkvenna. des. 1934 Nótt.! Dýrðleg ertu drauma nótt, stjörnur blika blítt og rótt Guð er allt í öllu í nott Sál.! Eitthvað hrærist inst í sál, heyrðu Drottinn hjartans mál. Tengdu í kæx-leik sál við sál. Von.! Eilífðin býr í þér, von, æðsta vonin er Guðsson, mistu ei hina hæstu von. Trú.! Eramför alheims áttu trú. Milli Guðs og manna brú. Ekkert flytur fjöll, sem þú. , Elín Sigurðardóttir. GLEBILEGRA JÓLA OG FARSÆLS MYARS óskar ritst.jórnin öllum meðlimum íslensku hjíkrunarkvennastjettarinnar fjær og nær. Jólahátíðin stendur fyrir dyrum okkar,- iírið er að hverfa í tímans haf.- Hjörtu okkar og hugir fyllast gleði, og hlýjum til- finningum til meðbræðra okkar, og þá fyrst og fremst til sjúklinga okkar. Engar manneskjur eiga eins allan okkar hug og alla okkar hugsun eins og fieir, og ekki síst á jólunum. Hjúkrunarkonurnar finna oft meir til £ess, en sjúklingarnir sjálfir að þeir eru fjarri ættingjum og vinum, ein- mitt á þessari hátíð, sem sameinar alla ástvini á heimilum þeirra. Það er þessvegna, að hjúkrunarkonurnar láta einskis ófreistað sem í jþeirra valdi stendur, til þess að veita jólagleðinni inn í sálir sjíklinga sinna,- hinni sönnu jóla- gleði sem útilokar sorg og trega, og lætur pá gleyma, að svo miklu leyti sem unt er, óhamingju fieirra - sjúkdómunum. Allir þeir erfiðleikar 0g umstang, sem hjúkrunarkonurnar hafa um jólin, verður að engu, ofjireytan hverfur, og sjaldan finna þær betur en einmitt þá, hve auðugt starf þeirra er. Gleðin og þakklætið, sem ljómar af and- litum sjíklinganna er dýrmætasta jólagjöf hverrar hjúkrunarkonu. S. B.

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.