Hjúkrunarkvennablaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 6

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 6
-6 - okkur. En hitt verðum við líka að vera aammála og samtaka um, að til að eignast það, verðum við að leggja eitthvað á okk- ur og er þá .fyrst að styrkja fyrirtækið með fjárframlögum. Eðlilega hefir stjórn F.Í.H. viljað sjá hversu mikiir peningar kæmu inn eða væri lofað af hálfu hjúkr- unarkvenna, áður en hún hefur viljað leggja fram peninga felagsins. Ma.rgar hjúkrunarkonur hafa þegar brugðist vel við og látið peninga af hendi rakna, en hinar eru þó fleiri, sem enn ekki hafa sýnt neinn lit á því. Vonandi er það frekar sökum framkvæmda en viljaleysis. Eg treysti því, að húsið verði reist með vorinu, það snemma, að hægt verði að hafa full afnot af því að sumri. En þó húsið só fullgert, er margs sem þarf með til að gera það vistlegt og heimilislegt, skora ég því á ykkur allar hjiíkrunarkonur, sem nema, að nota frístundir ykkar í vetur’, til að búa til einhvern laglegann hlut í sumarhúsið. Hjúkrunarkonur, sem þegar hafa borg- að í sumarhúsið eru: Vilborg Stefánsdóttir, Lára Jónsdóttir, Sigurlaug árnadóttir, Magdalena Guðjónsd., Margrét Jóhannesd., Sigríður Guðmundsd., Eagna Svanlaugsdóttir, Guðrxin Björnsdóttir, Eósa Guðmundsdóttir, Kristín Thoroddsen, Sigrún Sigtryggsdóttir, Anna Bjarnason, Þuríður Þorvaldsdóttir, Bjarney Samúelsdóttir. Samtals hafa komið inn kr. 300.oo K. Thor. og vil benda félagskonum á, að það er til afnota fyrir allar þær, sem þess óska. Sigr. Eiríksd. F r é t t i r. UHGFKÚ GUDLAUG JQNSBOTTIR er nýkomin frá framhaldsnámi í Englandi og Lanmörku. Hún er ráðin aðstoðarhjúkrunarkona að Hvíta- bandinu í Eeykjavík. ---0O0--- UHGFRU HELGA JCiHANIÆSDOTTIR kemur heim frá framhaldsnámi á Sundby Hospital, K.höfn, snemma í næsta mánuði. Hún er ráðin að- stoðarhjúkrunarkona að sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Ungfrú Magnea Jónsdóttir er einnig ráðin aðstoðarhjúkrunarkona að sama sjúkrahúsi. ---0O0--- UMGERT? GRÖA GUBJÖNSPQTTIR. sem undanfarið hefur starfað við sjúkraskýli ðlafsfjarðar er ráðin yfirhjúkrunarkona að sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. ---0O0--- UNGFRU EVA SVANLAUGSPðTTIR er ráðin að- stoðarhjúkrunarkona við Landsspítalann. ---0O0--- UNGFRU GUBKY JOUASBOTTIR er nýkomin frá Danmörku. Varð hún að hætta framhalds- námi að sinrii vegna veikinda. ---0O0--- UHGFRU IjIARGRET EIUARSDÖTTIR er nýkomin heim frá framhaldsnámi í Englandi. Dvaldi hún 8 mán. á General Hospital Birmingham og 2 mán. á South-London Hospital for women. -------------------oOo--- T i 1 k y n i n g. Frú Rebekka Jónsdóttir, móðir ungfrú ÞÓru Guðmundsdóttur, hjúkrunarkonu, hofur nýlega afhent Fél, ísl. hjúkrunarkvenna allar bækur ungfrú Þóru, sem fjalla um hjúkrunarmál. Þar á meðal eru allir fyrir. lestrar hennar frá Bedford College. Eg hefi tekið við þessu bókasafni með þökkum UNGFRU JOHAHHE MORTEHSEH. sem hefur starfað á nýja Kleppi í sumar, er nýlega farin til Danmerkur, þar sem hún tekur við stöðu á spítala í Nyköbing, Sjælland. ---oOo--- UHGFRU SIGRIBUR BACHMANN hefur síðan í maí s.l. dvalið á ýmsum stöðum í Canada og Bandaríkjunum til að kynna sér hjúkrunar- og heilsuverndunarmál.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.