Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1936, Page 8

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1936, Page 8
6 HJOKRUNARKVENNABLAÐIÐ að iosa sig við börn, sem virtist vera of- aukið, þegar matarforðinn var af skorn- um skamti. Seinna, meðal þjóðflokka, sem lengra voru komnir og þar sem bar- dagabæfileikar mannsins voru álitnir mætustu bæfileikar bans — fyrir ríkið — voru binir veikbvgðu og vansköpuðu og í sumum tilfellum, undir sérstökum kringumstæðum, stúlkubörn líka borin út, til þess að spara útgjöld. Hjá öðrum þjóðum, eins og Spartverjum, voru hin braustu og sterkbygðu börn, sem böfðu verið úrskurðuð bæf til að lifa af sér- stakri nefnd, sem til þess var skipuð, al- in upp með mikilli nákvæmni og kost- gæfni, og árangurinn varð sá, að Spart- verjar sköruðu fram úr öðrum þjóðflokk- um á sínum tíma. Hjá binum fornu Róm- verjum hafði faðirinn en ekki ríkið vald yfir lífi og dauða barnsins. Það var gam- all siður, að ljósmóðirin setti barnið á jörðina. Ef faðirinn óskaði eftir að barn- ið lifði, tók bann það í fang sér og ákalt- aði gyðjuna Levana — annars var það strax borið út. Maður getur gert sér í hugarlund, hvernig móðurinni muni hafa iiðið á meðan á þessari athöfn stóð, og nú á dögum mundi slik geðshræring ekki álitin heppileg fyrir sængurkonur. Sumstaðar voru börnin skilin eftir úti í skógi, eða á vissum stöðum í borginni; sumstaðar var þeim drekt og í einstökum lilfellum var þeim fórnað lil guðanna. Til- gangur barnamorða hefir samt sem áður verið svipaður alls staðar, þ. e. hungur, fá- tækt eða sá, að gera flokkinn sterkari, með því að útiloka þá veikbvgðu. Eftir að kristni komst á, var það kirkjan fremur en ríkið, sem tók að sér málefni ungbarnanna, og byrjaði smétt og smátt að annast munaðarleysingja og börn, sem útskúfuð voru af foreldrunum. Það var á sjöttu öld, að fyrsta vaggan var sett fyrir utan kirkjudyrnar i Tréves. Vagga þessi var úr marmara og öll börn, sem í bana voru látin, voru alin upp af kirkjunni. Þessu dæmi var fylgt af mörgum kirkjum og sumum spítulum, en það liefir auðsjá- anlega gengið seinl að uppræta barna- morðin, því að jafnvel á tólftu öld fund- ust svo mörg barnslík í netjum fiskimanna í Tiberfljótinu, að Innoeent III brærðist til meðaumkunar og gerði ráðstafanir til að tekið vrði á móti hvítvoðungum í Hopital du Saint-Esprit. — Á fyrri hluta 14. aldar var Hospital des Innocens stofnað í Flor- ence. Eftir það opnuðu aðrir spítalar dyr sínar fvrir ungbörn, en það var ekki fyr en á 17. öld að sérstakar stofnanir fvrir hvítvoðunga hvrjuðu að komast á fót i ýmsum löndum. Þessar stofnanir voru bér um bil undantekningarlast undir verndarvæng kirkjunnar; ríkið skifti sér cnn ekkert af ungbörnum sínum. Þó var stofnun félagsins Sl. Vincent de Poul árið 1G38 nokkurskonar vakning til yfirvald- anna, til þess að fá þau lil þess að viður- kenna borgaralegan tilverurétt hvitvoð- unganna. Það eru engar skýrslur til frá þessum tímum um dauðsfallatölu ungbarna, en ef dæma skal eftir hvernig slík aðbúð niundi gefast við börn nú á dögum. þá hlýtur talan að bafa verið afar bá. Það virðist hafa verið álitið sjálfsagt á 17. og 18. öld að meiri liluti af börnum, sem fæddust, dæju sem hvílvoðungar eða í barnæsku. Jafnvel konungborin börn voru engin undantekning. Anna Eng- landsdrottning eftirlét engan ríkiserfingja og þó hafði hún ált 18 eða 19 hörn, og aðeins eitt þeirra náði 11 ára aldri. Sagn- fræðingurinn Gibbon misti sex hræður og svstur á harnæsku. Ef slikt hefir átt sér slað hjá þeim, sem að líkindum liöfðu ráð á hestu þekkingu þess tíma, þá getur maður ímvndað sér, hvernig það hefir verið hjá fátæklingunum. Franskt lækn- isfræðilegt timarit frá 1780 skýrir frá að helmingur allra barna, sem fæðist i Frakklandi deyji innan tveggja ára aldurs. Mjög hægfara fór sú skoðun að gera

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.