Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 3

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 3
1. tbl. 1942. XVIII. árg. Útgefandi: F. í. H. Form. F.Í.H.: Frú Sigríður Eiríksdóttir. Ritstjóri: Jakobina Magnúsdóttir. Adr.: Ásvallagötu 79, Reykjavik. Auglýsingast.: Elísabet Guðjohnsen. Sími 1960. Afgreiðsluk.: Guðriður Jónsdóttir. Gjaldk.: Frk. Bjarney Samúelsdóttir, Adr.: Pósthússtræti 17, Reykjavík. Hvað verður um hjúkrunarkonurnar? Undanfarin ár liefir borið töluvert á því, að vöntun væri á lærðum hjúkrunarkon- um til almennra lijúkrunarstarfa. Og liefir þessari spurningu oft verið varpað fram: Hvað verður um hjúkrunarkonurnar? Þar sem útlit er fyrir, að enn meiri vönt- un á lærðum hjúkrunarkonum verði i ár en verið hefir, virðist þess full þörf, að atimga nákvæmlega hvernig sakir standa, ef hægt yrði að ráða af því, livað gera þarf, til þess að leysa þetta mikla vandamál, sem hjúkrunarkvennaskorturinn er að verða. Tölur þær, sem liér fara á eftir, eru teknar eftir atliugunum, sem gerðar hafa verið á félagaskrá F. í. H., og eru svör við þessum spurningum: 1. Hvað eru hjúkrunarkonurnar margar? 2. Hvað eru margar þeirra giftar? 3. Hvað eru margar hinna giftu hjúkrun- arkvenna við störf? 1. Hvað eru margar við störf?: a. á sjúkrahúsum. h. við heilsuvernd. c. við einkahjúkrun. d. önnur störf er lieyra undir þjóðfé- félagsmál. 5. Hvað eru margar stöður til óskipaðar? 6. Hvað er hægl að húast við mikilli stöðu- fjölgun árlega? 7. Hvað hafa útskrifast margar hjúkrun- arkonur árlega. 175 hjúkrnarkonur eru félagar í F. í. H„ af þeim eru 59 giftar, þar af 7 erlendis. (5 giftar hjúkrunarkonur eru við lijúkrunár- störf eins og stendur. Af þessum 116 eru 11 erlendis, 5 eru frá störfum sökum elli og veikinda. Við störf eru þvi 106 hjúkr- unarkonur. Af þeim starfa: 80 við sjúkrahús. 19 við heilsuvernd. 3 við einkahjúkrun. 1 við önnur störf er heyra undir þjóðfé- lagsmál. Um 8—10 stöður eru óskipaðar, eins og stendur, ef ekki fleiri. Það má búast við allt að því 5 nýjum stöðum árlega. T. d. mynduðust 8 nýjar stöður frá því síðari hluta ársins 1941 til þessa tíma, er hafa verið skipaðar. Síðastliðin 10 ár hafa útskrifast 99 hjúkrunarkonur úr Hjúkrunarkvenna- skóla íslands, og eru það 10 á ári að meðal- tali. Af þessum 99 hjúkrunarkonum eru 37 giftar og 2 dánar. Af þessu verður séð, að langflestar Iijúkrunarkonur hætta störfum vegna gift- inga, og gefa flestar þeirra ekki kost á sér til starfa eftir það. Þessi og önnur ó- fyrirsjáanleg fráföll lærðra hjúkrunar- kvenna hafa ekki verið hælt upp. En aftur á móti hefir, hingað til, vegna góðrar að-

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.