Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 4

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 4
2 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ lega liafi úr rætzt. En á þessum lijúkr- unarkonum1 hafa brautryðjendastörfin mætt, og þær hafa til þessa mótað stétt- ina og sett ó hana svip. Bezt mundi séð fyrir því, að hjúkrun- arkvennastéttin haldi í horfinu og þar með fullum iieiðri sínum, ef takast mætti að gera hinum yngri hjúkrunarkonum og hjúkrunarkvennaefnum nægilega ljóst, að þrátt fyrir allt, sem unnizt liefir, á stéttin enn til landa að berjast. Almenn- ingi liefir naumast lærzt að sjá aðra þörf hjúkrunarkvenna en við hjúkrunarstörf á sjúkrahúsum, og standa þau störf að visu til margvíslegra bóta. Fjöldi annarra verkefna bíður enn vel hæfra lijúkrunarkvenna, er leysi þau af hendi. Stafróf heilsuverndarinnar er þannig að- eins verið að hyrja að sýna hér á landi. Félagsleg störf ýmiss konar eru sér- menntaðar dugandi lijúkrunarkonur til- valdar til að rækja. Má þar til nefna störf heilbrigðisfulltrúa og framfærslu- fulltrúa, margvísleg barna- og unglinga- verndarstörf, löggæzlu meðal kvenna og liarna og annað þess háttar. Ýmiss kon- ar liknarstofnanir, aðrar en sjúkrahús, eru á uppsiglingu og verða reistar á næstu árum eða áratugum, svo sem drykkju- mannahæli, fávitahæli, vinnuhæli fyrir örkumlafólk, barnaliæli og aðrar u]5i)- eldisstofnanir, þar á meðal liæli fyrir vandræðabörn og unglinga o. s. frv., o. s. frv. Allar þessar stofnanir krefjast fleiri eða færri sérmenntaðra hjúkrun- arkvenna. Það tefur meira að segja fyr- ir stofnun sumra þeirra, að engin völ virðist vera á Iiæfu forstöðufólki til að taka þær að sér. Hin islenzka hjúkrunarkvennastétt á þess því nægan kost að halda sér vel vakandi enn um skeið. Ungar og áliuga- samar konur þurfa ekki undan því að kvarta, að þær hljóti að verða afskipt- ar ævintýrum brautryðjendanna fyrir það, að öll brautryðjendastörfin séu þeg- ar unnin. Þær þurfa jafnvel ekki að kvíða þvi, að ekki sé lengur á þessu sviði völ fórnarstarfs, sem lengi hefir verið góð latína margra mætra kvenna að sækjast eftir, því að enn er þess nægur kostur að húa sig undir og laka að sér hjúkr- unarkvennastörf, sem takmörkuðum skilningi eiga að fagna bæði meðal al- mennings og valdhafanna og seint verða mjög ahnennt keppikefli eingöngu sem atvinnustörf. Má þar ekki sízt til nefna fávitahjúkrunina, sem hér er svo afrækt, að til fullkominnar vanvirðu má telja. Eftir ])essar almennu hugleiðingar er komið að því efni þessarar greinar, sem fyrirhugað var í upphafi og fyrirsögn hennar bendir til, en það var að minna á nokkur nærtæk mál fvrir félagsskap hjúkrunarkvenna að skipa sér um og ýta á eftir stétt sinni til eflingar og auk- innar þrifa: 1. Hjúkrunarkvennaskóli. Hjúkrunar- fræðslan býr enn við bág skilyrði, og er aðkallandi, að um verði bætt. Þarf að hverfa frá því, sem nú er ofmikið um, að störf nemendanna á sjúkrahúsunum séu aðalatriðið, en fræðslan tínd upp i meira og minna sundurlausum molum, og að því, að námið verði höfuðviðfangs- efnið, en það látið styðjast við sjúkra- hússtörfin. í því skvni þarf að sjá skól- anum fyrir sérstöku vel útbúnu skólalnisi með öllum nauðsynlegum kennslutækj- um, fá honum sjálfstæða forustu og gera hann að öðru leyti svo úr garði, að hann verði nemendimum uppbyggilegt heim- ili, þar sem við megi koma nauðsynlegu aðhaldi og sjálfsögðu eftirliti því til tryggingar, að þeir verði fyrir sem holl- ustum uppeldisáhrifum jöfnum höndum i þágu sjálfra sín, stéttar sinnar og þjóð- félagsins. 2. Islenzk kennslubók í hjúkrunar- fræðum. Það er óvirðing gerð stéttinni, að kenna henni fræði sin í innlendum skóla á erlendu máli, og mun leitun á

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.