Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 5

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 5
hjúkrunarkvennablaðið 3 þeirri þjóð, sem slíkt telur sér sæma. Mál- fari margra lijúkrunarkvenna, að því er lýtur að störfum þeirra, er leiðinlega ábótavant, en er fullt vorkunnarmál, á meðan þær læra ekkert í fræðum síuum á íslenzkar bækur, auk þess sem marg- ar þeirra iiafa stundað nám sitl ýmist að nokkru eða öllu leyti erlendis, en for- dæmi læknanna, sem þær siðan starfa með, ekki á marga fiska að þessu leyti. Er það sjálfsögð krafa, að hið opinbera láti sig varða útgáfu islenzkrar kennslu- bókar í lijúkrunarfræðum ekki síður en ljósmóðurfræðum. 3. Utanfararstyrkir ungra og rfni- Irgra hjúkrunarkvenna. Það eru sjáif- sögðust verðlaun efnilegustu nemendum hjúkrunarkvennaskólans, að þeir eigi fljótlega að námi loknu kost á nokkrum utanfararstyrk til framhaldsnáms i þeim sérgreinum, sem þeir kjósa sér og telj- ast einkum hæfir til að leggja stund á. Væri ekki til mikils mælzt, að hið opin- bera stvrkti þannig fvrst um sinn utan- ferðir tveggja hjúkrunarkvenna á ári, ogmætti binda stvrkveitingarnar því skil- vrði, að styrkþegarnir öfluðu sér þeirr- ar sérmenntunar, sem einkum þætti á skorta í landinu í það og það sinn. Mætti slik urabun verða aukin hvöt efnilegum og vel menntuðum ungura stúlkum til að sækja hjúkrunarkvennaskólann. En aldrei verður lögð of rík áherzla á góða meðfædda hæfileika nemendanna og sem bezta undirbúningsmenntun þeirra. I. Háskólafræðsla íslrnzkra hjúkrun- arkvrnna. Fleiri og fleiri íslenkar kon- ur ljúka nú stúdentsprófi. Er ekki dæma- laust, að sumar þeirra kjósi að leggja stund á hjúkrunarnám, en þær mættu að vísu fleiri vera. Við háskólann hér hefir nýlega verið stofnað til námskeiða til undirbúnings sérstöku háskólaprófi, hinu svo nefnda B.A.-prófi. Til prófs þessa er krafizt meiri og minni þekk- ingar í þremur námsgreinum, og er til- ætluniu, að minnsta kosti þegar frá líð- ur, að stúdentarnir geti átt sein frjáls- legast val námsgreina til prófsins. Þarf naumast meira en einn pennadrátt í há- skólareglugerðina til þess, að hjúkrunar- fræði verði viðurkennd háskólanáms- grein til B.A.-prófs. Er ekki álitamál fyr- ir hjúkrunarkvennastéttina að vinna að því, að það verði gert. Stéttin sjálf hef- ir brýna þörf. vel menntaðra og lærðra hjúkrunarkvenna i sínum hópi. Þannig ætti hún að setja sér það mark í fram- tíðinni að hafa alltaf á að skipa háskóla- lærðum hjúkrunárkonum til forstöðu og kenuslu við hjúkrunarkvennaskólann. 5. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna. Svo að hinum stundlega hag hjúkrunar- kvenna sé ekki með öllu sleppt í þess- um hugleiðingum, skal klvkkt út með því að benda á það sem sjálfsagt hags- munamál þeirra, að þær komi sér upp sérstökum lífevrissjóði sér til aukinnar elli- og örorkutrvggingar. Má gera ráð fyrir góðum undirtektum og stuðningi Iiins opinbera við það mál. Sjálft rikið er höfuðvinnuveitandi lijúkrunarkvenna hér á landi, og er því ekki nema skvlt að gera hlut þeirra að þessu levti ekki verri en hlut ljósmæðra, sem þegar hafa fengið lögákveðinn sluðning rikisins við sinn lífeyrissjóð. En með því að lijúkr- unarkonnr vinna einnig hjá öðrum en ríkinu og ganga mjög á milli vinnuveit- enda, yrði að finna leið til að tryggja sjóðnum óslitið jafnhátt framlag og ið- gjöld fyrir hvern sjóðfélaga án lillits til þess, hvar unnið er á hverjum tíma. Kemur varla til þess, að skotaskuld verði að levsa þann vanda, ef stéttin stendur óskipt og einhuga að málinu. 30. nóvember 1942. Vilm. Jónsson.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.