Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 6

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 6
4 H.TÚKRUNARKVENNABLAÐIf) Ársskýrsla Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna stjórnarár félagsins frá 16. des. 1941 til 25. nóv. 1942. Félag islenzkra lijúkrunarkvenna liefir á stjórnarári sínu frá 16. des. 1941 til 25. nóv. 1942 haldið 5 félagsfundi og 10 stjórnarfundi. Aðalfundur félagsins var haldinn 16. des. 1941 og voru mættar 73 lijúkrunar- konur. I stjórn voru kosnar: Sigríður Eiríksdóttir, formaður, en meðstjórnend- ur Sigríður Bachmann, Bjarney Samúels- dóttir, Jóhanna Knudsen og Valgerður Helgadóttir i stað Jónu Guðmundsdóll- ur og Kristínar Tiioroddsen, sem hafði beðizt undan endurkosningu. Valgerður Helgadótlir hefir ekki getað gegnt stjórn- arstörfum, sökum veikinda, og kaus stjórnin Elísahetu Guðjohnsen í liennar stað. í ritstjórn voru kosnar Jakobína Magn- úsdóttir, aðalritstjóri, Guðríður Jónsdótt- ir og Elísabet Guðjohnsen. í stjórn Minning'argjafasjóðs Guðrúnar Gísladóttur Björns voru endurkosnar Þuríður Þorvaldsdóttir, Elísabet Erlends- dóttir og Guðmundína Guttormsdóttir. Kosningu í húsnefnd lilutu Guðmund- ina Guttormsdóttir, Geirþrúður Ásgeirs- dóttir og Helga Heiðar. Endurskoðendur félagsreikninga voru endurkosnir Salóme Pálmadóttir og Guð- mundína Guttormsdóttir. Aður en gengið var lil stjórnarkosn- ingar var horin fram tillaga þess efnis, hvort samþykkja ælti lagabreytingar þær, er fyrir lágu, áður en stjórn vrði kosin, og kjósa stjórnina samkv. hinum nýju lögum, eða kjósa stjórnina eftir gömlu lögunum og ræða síðan lagabreyt- ingarnar. Var samþykkt með 35 atkvæð- um gegn 28 að ræða lagabreytingarnar eftir stjórnarkosninguna. Var þá ákveðið að stofna til framhaldsaðalfundar, og skyldu hin nýju lög liggja frammi til athugunar á sjúkrahúsunum og „Likn“, þar til fundurinn vrði haldinn. Fram- haldsaðalfundur var síðan haldinn 4. fehr. 1942 og voru hin nýju lög þar rædd og samþykkt. í trúnaðarnefnd þá, sem kjósa átti eftir liinum nýju lögum, hlutu kosningu: Kristín Thoroddsen, Jóna Guðmundsdóttir og Elisabet Guðjohnsen. Á framhaldsaðalfundi var einnig sam- þykkt að hækka félagsgjaldið úr 12 kr. i 16 kr. — Hin nýju félagslög hafa síð- an verið prentuð og send til allra fé- lagsmeðlima. S stunda vinnudagur. Skv. fundarsam- þvkkt frá 10. marz, um að laka til at- athugunar kjarasamning rikisins með væntanlegar breytingar fyrir augum, einkum varðandi styttan vinnutíma, var stjórnarnefnd rikisspílalanna enn á ný skrifað og óskað eflir samstarfi. í því skvni samdi stjórnin 8 tillögur, sem síð- an voru ræddar og samþvkktar á félags- fundi 14. apríl s.I., og hófusl upp úr því samningar milli stjórnarnefndar ríkis- spitalanna annars vegar og stjórnar F.I.H. hins vegar. Mætti formaður og 1—2 með- limir stjórnar F.I.H. á fundum þessum f. h. F.I.H., en landlæknir og forstjóri skrifstofu ríkisspítalanna f. h. Stjórnar- nefndar ríkisspítalanna. Eftir itarlegar athuganir á málinu varð loks að sam- komulagi, að fá til bráðabirgða viðbót- arsamning við liinn eldri kjarasamning, þcss efnis, að hjúkrunarkonur ríkisins öðluðust heimild til 8 klst. vinnudags, en á meðan slíkl ákvæði væri ófram- kvæmanlegt sökum hjúkrunarkvenna- eklu, skvldi 20% yfirvinnukaup vera greitt á útborguð grunnlaun fvrir meðal- talsvinnutíma, allt að 10 k'Ist. daglega. Sé unnið lengur en 10 klst. að meðaltali á dag, skal bæta það upp með auknum fríum. Yfirhjúkrunarkonur rikisins skulu

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.