Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 7

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 7
hjúkrunarkvennablaðið o undanskilðar þessum ákvæðum, en sam- ið sérstaklega við þær um kjarabæt- ur. Hefir orðið að samkomulagi, að yfir- bjúkrunarkonum ríkisins séu greiddar kr. 25,00 yfirvinnu-uppbót mánaðarlega. Ýmsar aðrar kjarabætnr felast í við- bótarsamningi hjúkrunarkvenna, og er viðbótarsanmingurinn birtur á öðrum stað hér í blaðinu. Hann var undirskrif- aður 10. júní s.l., en gildir frá 1. maí þ. á. Þegar eftir undirskrift samningsins var hafizt lianda um að samræma launin á sama grundvelli hjá hjúkrunarkonum við aðrar sjúkrastofnanir landsins. Skrifaði formaður í þessu skvni viðkomandi að- iljum hréf og var öllum sent afrit af sanmingnum ríkisins. Samkomulag lief- ir þegar náðst við allmargar af þessum stofnunum um yfirvinnukaup hjúkrun- arkvenna. Eins og kunnugt er, samþvkkti síðasla Alþingi að greiða starfsmönnum ríkisins grunnkaupshækkun, er næmi 30% á út- borguð laun. Var stjórnarnefnd ríkisspít- alanna skrifað og þess óskað, að hjúkr- unarkonur rikisins nytu þessara kjara- bóla að sjálfsög'ðu, og væru þær óvið- komandi liinum fengnu kjarabótum um yfirvinnukaup. í bréfi frá Stjórnarnefnd rikisspítalanna dags. 29. sept. s.I. er stjórn P.l.H. tilkynnt, að lijúkrunarkonur ríkis- ins muni njóta sönm verðlagsuppbótar á laun sín óg aðrir starfsmenn ríkisins. Þá hefir formaður snúið sér til annarra stofnana og óskað eftir sömu verðlags- uppbót fvrir hjúkrunarkonur þeirra, og niunu þær nú viða vera gengnar í gildi. Eftirlauna- oq ellitryggingar. A þessu stjórnarári samþykkti landlæknir, eflir beiðni stjórnar F.I.H., að fara þess á leit við Tryggingastofnun ríkisins, að bafizt vrði banda um athuganir á eftirlaunum og örorkutryggingum hjúkrunarkvenna. Hafði landlæknir falið Guðmundi Guð- mundssyni tryggingafræðing að taka málið að sér. Formaður og ritari F.Í.H. skiptu með sér verkum og sömdu skrá yfir nöfn starfandi hjúkrunarkvenna, laun þeirra, aldur og starfsaldur, sem siðan var send tryggingafræðingnum til þess að vinna úr. Formaður átti síðan tal við hann um hinar væntanlegu trygg- ingar og taldi hann sig geta komið með tillögur sínar á næsta ári. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Fulltrúaþing Bandalags starfsmanna rík- is og bæja var baldið dagana 14.—17. nóv. s.l. í Reykjavík. Formaður Banda- lagsins, Sigurður Tborlacius skólastjóri, bauð stjórn F.Í.H. að senda þangað tvo áheyrnarfulltrúa, til þess að gefa þeim kost á að kvnnast starfi Bandalagsins, en á síðasta ári var F.Í.H. boðin upp- taka í það. Stjórnin ákvað, að formaður skvldi sitja fundina og taka með sér fulltrúa, úr stjórninni og utan úr félag- inu til skiptis, eftir því sem tími væri til. Sátu fundina ásamt formanni Jóhanna Knudsen og Salóme Pálmadóttir. Var þess óskað, að ákvörðun yrði tekin inn- an skannns um þátttöku F.I.H. í Banda- laginu. Að afloknum fundum töldu téðir full- trúar, að F.I.H. myndi geta notið mikils stuðnings með því að gerast aðiljar þessa félagsskapar. Eitt af stærstu áhugamál- um Bandalagsins eru elli- og örorku- trvggingar félagsmanna, og myndi F.I.H. þá geta gengið inn í þær tryggingar, ef því lýzt svo. Engar kvaðir hvila á félög- um þeim, sem gerast aðiljar Bandalags- ins, aðrar en þær, að hlulaðeigandi fé- lag getur ekki verið þáttlakandi í öðr- um hliðstæðum félagsskap. Árlegur skatt- ur til Bandalagsins er ákveðinn á full- trúaþingi ár hvert, og er hann næsta ár kr. 5,00 á hvern félaga. Hvert félag hef- ir fullt frelsi um mál sín, þó svo að ekki komi í bága við lög Bandalagsins eða samþykktir fulltrúaþinga. Félag, sem gerist aðilji í Bandalaginu, kýs 2 fulltrúa fvrir allt að 100 meðlimi, en siðan 1 full-

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.