Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 10

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 10
8 HJUKRUNARKVENNABLAÐIÐ inu, ræður starfsmenn og segir þeim upp, og ákveður borgun þá, er sjúklingar skulu greiða fyrir spítalavistina. 3. gr. Starfsmenn spítalans skulu vera þessir, auk nauðsynlegs vinnufólks og hjúkrunarfólks: 2 yfirlæknar og 1 að- stoðarlæknir, ráðsmaður og ráðskona, yfirhjúkrunarkona og gjaldkeri. Ráðsmaðurinn fær 600 kr. í þókmm á ári fvrir starfa sinn; ráðskonan og yfir- hjúkrunarkonan fá auk fæðis og hús-' næðis 400 kr. hvor á ári í kaup; gjald- keri 200 kr. á ári og aðstoðarlæknirinn 600 kr. á ári, auk liúsnæðis og fæðis. 4. gr. Þangað til öðru vísi verður á- kveðið, skulu kennararnir í útvortis- lækningum (kirurgi og operation) og innvortislækningum (therapi) við lækna- skólann í Reykjavík takast á liendur yf- irlæknisstörfin við spítalann og má greiða alll að 1200 kr. fyrir læknisstörf- in, eftir því sem spítalastjórnin nánar ákveður og landsliöfðingi samþvkkir. 5. gr. Kaup starfsmanna, svo og allur kostnaður árlega við spítala þennan, að því er gjöld fara fram úr tekjum, skal greiða úr landssjóði. G. M.“ Siðan þetta var ritað og rætt eru lið- in 43 ár, og framfarir hafa verið gífur- legar í heilhrigðismálum, en samt er enn- þá skorið og klippt. — Enda þótt Lands- spitalinn sé nú tröllaukið fyrirtæki sam- anborið við það, sem stofnlögin ákváðu, þá er saml aðkallandi — einmitt nú — að við hann sé bætt t. d. hústað fvrir hjúkrunarkonur og nema, ásamt skóla fyrir síðarnefndar. Öllum almenningi er ljós þörfin fyrir stærri fæðingarstofmm og barnadeild vantar o. fl. Eftir hverju er að biða? Eru mögu- leikarnir ekki eins góðir nú og þeir hafa nokkurn tíma verið, eða geta orðið eft- ir því sem útlitið er. Viðbótarsamningur milli Stjórnarnefndar ríkisspítalanna og Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna. 1. gr. Við 2. launaflokk bætist: Aðstoðaryfir- hjúkrunarkona. Við 3. launaflokk bætist: Röntgenhjúkr- unarkonur eftir 3. ára starf á röntgen- deild. Ryrjunarlaun 4. launaflokks verði kr. 125.00 á mánuði. Hækkun eftir 3 ár kr. 10.00. — 6----10.00. — 9---------5.00. Hámarkslaun kr. 150.00. Laun 5. launaflokks verði kr. 100.00 á mánuði. 2. gr. Vinutimi skal vera 8 klst. að meðal- tali á dag, strax og því verður við kom- ið. Matar- og kaffihlé séu ekki innifal- in i þeim vinnutíma. 3. gr. Meðan ekki er hægl að stytta vinnu- tímann ofan i 8 klst. vegna vöntunar á hjúkrunarkonum, eða húsnæði fvrir þær, greiðist kaupuppbót fyrir lcngri meðal- talsvinnutima, þannig: 5% kaupuppbót verði greidd á útborg- uð grunnlaun, fyrir meðaltalsvinnutíma, allt að 8V2 klst. á dag. lOfi kaupuppbót verði greidd á út- borguð grunnlaun, fvrir meðaltalsvinnu- tíma, allt að 9 klst. á dag. 20% kaupuppbót verði greidd á úl- borguð grunnlaun, fyrir meðaltalsvinnu- tíma, allt að 10 ldst. á dag. Kaupuppbót greiðist ekki fyrir lengri meðaltalsvinnutíma en 10 klst. á dag, en

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.