Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 9

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 9
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 7 Heimilissjóði að gjöf vandað skattliol 2500 króna virði. Þá hefur frú Anna Johnsen veitt við- töku peningagjöfuni til Heimilissjóðs, samtals um 2000,00 kr. — og vönduðu veggteppi. Munið að greiða ársgjaldið til Maríu Péturs- dótturdóttur, Garðastræti 8. — Gjalddagi er 1. apríl. TILKYNNINGAR 8. Norrænt hjúkrunarkvennamót verður haldið í Gautaborg dagana 2. 6. júlí 1950. Dagskrá: Sunnud. 2.: Innritun þáttakenda. Guðs- þjónusta. Mánud. 3., Mótið sett. Heilsuverndar- fræðsla innifalin í námsgreinum hjúkrunarkvennaskólans og í fram- haldsmenntun hjúkrunarkvenna. Um- ræður. Þriðjud. 4.: Greining á starfssviði hjúkrunarkonunnar. Miðvikud. 5.: Hópferðir til nálægra bæja og heimsóknir á stofnanir. Fimmtud. 6.: Hjúkrunarkvennafélögin og iðnfélögin. Umræður. — Heilsu- verndarfræðsla innifalin í námsgrein- um hjúkrunarkvennaskólans og í framhaldsmenntun hjúkrunarkvenna. Framhaldsumræður frá <lagskrá mánudagsins, -— Mótinu slitið. Fundur hjúkrunarkvenna, lækna og presta verður haldinn ])egar að mót- inu loknu. Ennfremur verður haldinn fundur i sænska lnismæðrafélaginu í samhandi við mótið. Hjúkrunarkonum frá Norðurlöndum er heimil þátttaka í fundum þessum. Dagskrá þessara funda verður hirt síðar. Fundargjald að norræna hjúkrunar- kvennamótinu er 50 sænskar krónur. I þessari upphæð felst 1 máltíð á dag í 4 daga (ekki sunnudag) og öll útgjöld í sambandi við þann dag, sem farið verð- ur í ferðalög. Tilkynningu um þátttöku á að senda til stjórnar F. I. H. fyrir 1. maí, 1950. Um- sóknareyðublöð verða afgreidd h.já for- manni F. I. H. Námsferðir. I samhandi við áformaðar hópferðir norrænna hjúkrunarkvenna, verða nám- skeið í eftirtöldum löndum: Finnland: Heilsuvernd, í septembermán. Noregur: Heilsuvernd, fyrri hluta septembermánaðar. Svíþjóð: Störf skólahjúkrunarkonunn- ar, fyrri hluta septembermánaðar. Danmörk: Hjúkrun langlegu sjúklinga og gamalmenna, fyrri hl. ágústmán. Hjúkrunarnemi á 2. eða 3. námsári á kost á þátttöku í 8. norræna hjúkrunarkvennamótinu, sem haldið verður í Gautahorg dagan 2.—6. júlí n.k. Hjúkrunarneminn er gestur hjúkrunarkvennafélagsins sænska á með- an mótið stendur yfir, en verður að greiða ferðakostnað á milli landa. Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna hefir ákveðið að veita 500 kr. ferðastyrk í þessu skyni. Umsóknir um þátttöku og ferðastyrk sendist formanni félagsins fvrir 1. apríl n. k. Deildarhjukrunarkonustaða er laus til umsóknar við sjúkrahúsið á Keflavíkurflugyelli. Áskilið er að um- sækjandi tali ensku. Laun og kjör skv. taxta F.l.H. Upplýsingar gefur Haukur Claessen, fulltrúi flugvallarstjóra ríkisins, sími 1 á Keflavíkurflugvellj eða formað- ur F.I.H., sími 1960.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.