Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 4

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 4
2 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ var niðursokkinn í rannsóknir sínar og næstu 2 ár birti hann 2 stuttorð viðbótar- rit um röntgengeislana, en síðan ekki meir. En þá hafði hann upplýst heiminn um allar þær grundvallan-eglur, sem gilda um eðli og eiginleika hinna áður ókunnu geisla. — Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hlaut Röntgen 1901. Var hann fyrsti eðlisr fræðingurinn sem hlaut þá viðurkenn- ingu. Prófessor Röntgen andaðist 10. febr. 1923. I stuttum fyrirlestri er ckki hægt að gefa fullnægjandi lýsingu á röntgentækj- um, byggingu þeirra og notkun. Þó virð- ist hlýða að gera grein fyrir nokkrum aðalatriðum í því samhandi, og stikla á þvi stærsta. Til þess að framleiða röntgen- geisla þarf mjög háspenntan rafmagns- straum. Bæjarspennan er 220 V., en með spennubreyti (transformator) er hún hækkuð upp í 180 kv., þ.e. 180 þús volt. Einnig eru í notkun röntgenlækningatæki, þar sem spennan er miklu hærri, eða milljón volt. Slík tæki eru mjög viðamikil og dýr, og eru mjög óvíða enn sem komið er, enda óvíst um betri árangur með þeim. Annar aðalkjarni röntgenvélanna eru ventillampar, sem hafa það hlutverk að beina rafmagnsstraunmum i réttan enda á sjálfum röntgenlampanum. Þeir eru svipaðir að gerð og röntgenlampar, og hleypa straum í gegn aðeins í eina átt. Víxilstraumur, eins og hér er, fer í báðar áttir eftir rafmagnsleiðslunni og myndi þannig koma í báð enda röntgenlampans, ef ekki væri ventillampar. Þeim er auk þess þannig fyrir komið að straumurinn notist vel og rafmagnsbylgjurnar, sem fara i tvær áttir, eru leiddar í annan enda röntgenlampans og straumurinn er þannig nýttur sem bezt. Rafmagnsspennan er sem straumhraðinn eða vatnsþrýsting- urinn í fljóti. Vatnsmagnið er straum- styrkleikinn, sem er tiltölulega lítill og mældur i milliampere (mA), þ. e. þús- undustu hlutum úr ampere, eða lítið brot af þeim styrkleika sem venjulegar ljósa- perur nota. Þessi háspennti rafmagns- straumur með litlu straummagni fer síð- an í gegnum röntgenlampann, sem fram- leiðir röntgengeisla. Hvernig má það verða? Við skulum líta nokkru nán- ar á hann. Röntgen-lampinn er loft- tómt glerhylki og eru leiddir rafmagns- þræðir í báð enda hans. I þessu gler- hylki eru 2 pólar eða skaut. Positívt ( + ) skaut, anoda, og negativt ( 4- ) skaut, katoda. Nokkurt bil er á milli þeirra. Hinn háspennti rafmagnsstraumur brúar þetta bil. I negativa skautinu er glóvír, þar losna úr læðingi örsmáar agnir (elektron- ur), hlaðnar negativu rafmagni, þegar vírinn lútnar, og slöngvast þær með ofsa- hraða (mörg þús. km. á sek.) á positiva skautið, en frá því fara agnir með positivri raflileðslu í öfuga átt. Með þessum smá rafeindum, eða Ionum, berst rafstraum- urinn á milli pólanna. Þegar negativu Ionarnir lenda á anodunni framleiðist þar mjög mikill hiti. Hún er því úr efni, sem þohr mikinn liita án þess að bráðna. Mestur hlutinn af orkunni fer í hitafram- leiðslu, en lítið brot (nokkrir þúsundustu blutar) myndar röntgengeisla með klofn- ingi á frumeindum, og geisla þeir út frá anodunni, þ. e. + skautinu. Röntgengeislarnir eru elektromagnet- iskar sveiflur, eða ljósvakabylgjur, likt og radiobylgjur, bitageislar (infrarauðir), sýnileg birta og ósýnilegt útfjálublátt Ijós. Það sem hér aðgreinir er bylgju- lengdin. Radiobylgjur eru mældar i metr- um, ljósgeislarnir í hluta af cm. eða mm eða í niju. (millimy), þ.e. milljónasta hluta af mm. Rauð birta er 800—700 niju (milli- my), síðan styttist bjdgjulengdin i lit- rófinu, niður í fjólublátt og 400 Röntgengeislar eru með enn styttri bylgjulengd, sem er mæld í A (Ángström- einingum), eða tíu milliouustu hlutum úr mm. Röntgengeislaknippið, sem kemur frá röntgenlampanum, er blanda af geislum

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.