Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 7

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 7
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 5 eindir efnisins, atomið, klofna frá því rafeindir (elektronur). Bygging hins lif- andi vefs gengur þá úr skorðum. Ef sá hluti frumunnar, sem fyrir slíku verður, hefur grundvallarþýðingu fyrir líf henn- ar og starf, úrkynjast hún og deyr, ann- ars getur hún náð sér aftur. Frumuskiptingin er næmust fyrir geislaáhrifum. Lítið geislamagn þarf til þess að trufla hana. Ef fruman samt sem áður nær þvi að skipta sér, verða hinar nýju frumur úrkynjaðar og deyja smátt og smátt. Geislarnir hafa mest áhrif á ungar, vaxandi frumur með tíðmn frumu- skiptingum, eins og oft er um illkynjaðan æxlisvef. Þessar hugleiðingar gefa nokkra hug- mynd um hin geysimiklu áhrif röntgen- og radiumgeislanna á lifandi vef og líffæri likamans. Margt er þar enn á huldu og ýmsar gátur óleystar. Geislalækningar hvíla þó á æ fastari vísindalegmn grund- velli, og geislameðferðin orðin öruggari, eftir því sem þekkingin á geislunum og áhrifum þeirra hefur ,aukizt. Röntgen- og radiumgeislar eru sama eðlis. Áln’if þeirra á lifandi vef eru og tal- in þau sömu, en mismunur aðeins fólginn í ýmsum ytri skilyrðum við notkun þeirra. Við flestar geislalækningar, hvort sem það er vegna æxla eða annarra sjúkdóma í húðinni sjálfri, eða sjúkdómurinn er í innri liffærunum, verður húðin alla jafna fyrir meiri eða minni geislaáhrif- um. Geislarnir verða að fara í gegn um hana til þess að ná til sjúkdómsins. Húð- breytingar koma þó því aðeins fram að geislaskammtur sé nægilega mikill. Það er því fyrst og fremst við geislanir vegna illkynjaðra meinsemda, að þær gera vart við sig. Við ýmsa meinlausari sjúkdóma, sjást engar geislabreytingar í húðinni, og eru heldur ekki æskilegar. Geislabreyting- ar (reaction), sem sjást á húðinni, eru mjög mismunandi miklar. Vægustu áhrif- in eru roði (erythem) og síðar verður húðin bi’únleit (pigmentation). Þetta eru likar húðbreytingar og koma fram af venjulegum sólböðum eða háfjallasól. Við meiri geislaskammt koma bólgubreytingar í húðina og ná djúpt niður. Áhrifa út- fjólubláu geislanna í sólarljósinu gætir hinsvegar aðeins í ytri húðlögum. Við enn aukinn geislaskammt verða breyting- arnar enn meiri. Það falla sár á húðina, lík venjidegum brunasárum. Við alvarleg- an geislabruna geta slík sár orðið erfið viðureignar og sársaukafull, og erfitt að græða þau. Ef þau gróa ekki, getur þurft að skera þau burtu. Sem betur fer sést nú aldrei alvarlegur húðbruni eftir geislanir, — vegna aukinnar þekkingar og öruggrar mælingar á geislaskammti. Húðbreytingar þær, sem lýst var, er auðvelt að fylgjast með stig af stigi, við langvarandi geislanir, og þær ráða oft geislaskammtinum við illkynja meinsemd- ir. Ekki má ganga nær húðinni en svo, að hún geti jafnað sig til fulls eftir geisla- meðferðina, eða því sem næst. Áhrifa röntgen- og radiumgeisla gætir nokkuð mismikið í hinum ýmsu líffærum — þau eru mismunandi geislanæm. Það er ekki tækifæri til þess að rekja það miklu nánar hér. Þó eru það tvenn líf- færi, sem skera sig svo úr að geislanæmi, að þeirra verður að geta sérstaklega, þ.e. annarsvegar kynkirtlamir og hinsvegar blóðmyndandi líffæri (beinmergur, milta og lymfueitlar). Eistun (testes) eru geislanæm. Það þarf ekki ýkja mikinn geislaskammt, til þess að frjóin (spermatozon) eyðist og æxlun- arhæfileiki fari forgörðmn. Það eru þó ekki sjálf frjóin sem eyðast af geislunum, heldur forstig þeirra eða ættcellur, sem eru í skiptingu. I eggjakerfi kvenna eru vaxandi eggcellur (í folliklum) sérstak- lega geislanæmar. Fullþroska eggcellur verða fyrir minni áhrifum. Algengt er að stöðva hlæðingar hjá konum í klimak- terium, með geislun eggjakerfanna. Niðurl.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.