Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 8

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 8
6 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ VALBDRG SIGURÐARDDTTIR. AÐ BYRGJA BRUIVNIXN. Ávairp flutt á aðalfundi Barnaverndarfélags Reykjavíkur. Mönnum mun þegar ljóst, hversu mörg og fjölþætt verkefni bíða þeirra, er stuðla vilja að barnavernd á lslandi. Ef til vill er óþarft að hafa fleiri orð um þetta mál, en snúa sér heldur að fram- kvæmdum í verki. Þó eru enn nokkur at- riði, sem ég vil leggja sérstaka áherzlu á. Verður þá fyrst fyrir mér vernd heil- brigðra barna. Rannsóknir síðari áx-a hafa leitt í ljós, að margar helztu oi’sakir afbrota meðal barna eiga rætur sínar að rekja til van- rækslu í uppeldi á fyrstxi árunx ævinnar. Séi’lxvert þjóðfélag, sem vanrækir helg- ustu skyldu lífsiixs, að ala önn fyi’ir af- kvæmum sínunx í samræmi við þéirra eðli, hlýtxir að hi’öma fyrr eða síðar. Þeir lífshættir, sem ekki ætla börnunum neinn stað eða stund, geta aldrei skapað sanna og vai’anlega menningu. Borgannenning okkar Reykvíkinga er en ung og óþi’oskuð. Hef ég heyrt því sleg- ið fram, að höfuðborg okkar hefði fæsta kosti en flesta ókosti stói’börgar. Ef til vill er þetta ofmælt, en allir, sem böm eiga og börnxmx og lífi unna, sjá, að í hinunx hi’aða vexti borgarinnar, hefur láðst að ætla börnunum stað innan luiss og utan, og sanxa borgarlífinu hefur einixig láðzt að ætla böi’num sínum verkefni. Þröng- býlið, umferðaræðið, hraðinn, tímaleysið, vaxandi kröfur nxanna um óskilgreint frjálsrœði og lausn frá þeim skyldunx, senx uppeldið leggur aðstandendunx á herðai’, auðkennir boi’garlífið mjög á ann- an bóginn, en ei’fiðleikar á að vei’ða við þeinx á hinn bóginn. Við þann þrönga stakk, er borgin sníður börnum sínum, við öryggisleysið og lífs- viðhoi’f eða viðhoi’faleysi, sem þeim, er flutt, bætist fátækt, veikindi, húsnæðis- vandræði, munaðai’leysi og önnur eymd, sem mannlífinu fylgir. Bærinn okkar er ungur að árunx og ung- ur að háttum; engin ástæða er til að ætla, að sá lxorgarbragur, sem nú ríkir, sé svo í’ótgi’óinn, að ekki verði um bi’eytt. Reykjavík er á gelgjuskeiði og á því eftir að nxótast og fá fastai-a og traustara snið. A þvi gagnrýni mín ekkert skylt við ör- væntingu í þessunx efnxrnx. Ef heilbi’igt borgarlíf á að dafna í Reykjavík, vei’ður að skapa börnunum griðastaði á heimilinunx sjálfum og utan þeirra. Leikvalla- og leikskólaþörfin er oi’ðiðn öllunx bæjai’búum löngu kunn. Leikvöllunx vei’ður að fjölga, ekki aðeins völlum með eilífunx rólum, söltum og sandkössum; boi’garböx’nin þurfa land- rými nxeð grasi, land til að nenxa, þau þurfa að komast í nánari snertingu við hina lifandi náttúru. Leikskólum þarf að fjölga, þeir eiga að vei’a tiltölulega litlir og di’eifðir unx allan bæinn, svo að börnin þurfi ekki að sækja þá unx langan veg. Mér þykir ti’úlegt, að ekkert boi’garbarn njóti svo góði’a uppeldiskjai’a á aldrinum þi’iggja til sjö ára, að það hefði ekki gott af nokkuri’i leikskólavist á hverjum degi eða annanhvern dag. öðru nxáli gegnir unx dagheimilin svo- kölluðu. En sá er munur á þeinx og leik- skólum, að á dagheimilunum eru börnin allan liðlangan daginn, en á leikskólunum þrjár til fjórar stundir á dag. Dagheimilin eru ill nauðsyn, en nauðsyn engu að síð- ur. Mönnum virðist ekki nógu ljóst, að uppeldisfræðingar telja ekki æskilegt, að börnin séu fjarverandi frá heimlium

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.