Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 14

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 14
12 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ Trúlofanir. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Auður Wíáagfjörð hjúkrunamemi og Jörundur Kristinsson sjómaður, einnig Herdis Helgadóttir hjúkrunarnemi og Ragnar Fjalar Lárusson stud. theol. Tilkynning. Hjúkrunarkonur þær, sem vilja taka að sér að gefa penicillín-innspýtingar i heimahúsum, eru beðnar að gefa sig fram við hjúkrunarkonurnar á læknavarðstof- unni. Sími 5030. Bókarfregn. Nýlega kom út á islenzku bók, sem nefn- ist „Fyrsta barnið“, efth' enska kvenlækn- inn Gven Barton. Katrin Sverrisdóttir þýddi bókina, en formála ritaði Katrín Thoroddsen. Bókin er 74 bls. með skemmtilegum myndum og kostar aðeins 15 krónur heft. Þó ýmislegt megi kannski að bókinni finna (s. s. fyrri hluta kaflans á bls. 33 um það hvernig gefa eigi pela) og skiþtar skoðanir geti verið um sumt, er hún í heild sinni ágæt og mun verða margri móðurinni til nytsemdar. Vil ég liér með biðja hjúkrunarkonur að vekja athygli foreldra á bókinni og hvetja þá til að kaupa hana og lesa. Það var sannarlega ekki úr vegi að gefa út eina sjálfstæða bók um jafn mikið vandamál — núna í bókaflóðinu. Sumardaginn fyrsta 1950. Margrét Jóhannesdóttir. Deildarhjúkrunarkonu vantar á Elliheimilið Grund, Reykja- vík. Laun og kjör samkvæmt launalög- unum. Umsóknir sendist Gísla Sigur- björnssyni, forstjóra Elliheimilisins Grundar. DeildarhjúkrunarkonustaSa er laus til umsóknar við sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli. Áskilið er að um- sækjandi tah ensku. Laun og kjör skv. taxta. F.I.H. Upplýsingar gefur Haukur Claessen, fulltrúi flugvallarstjóra rikisins, simi 1 á Keflavikurflugvelli, eða formaðm' F.I.H., sími 1960. Kristneshæli vantar aðstoðarhjúkrunarkonu. Laun og kjör samkvæmt launalögum. Umsóknh' sendist yfirhjúkrunarkonunni. Deildarhjúkrunarkonu vantar á Siglufjarðarspítala. Laun og kjör samkvæmt launalögum. — Umsókn- ir sendist formanni Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna, frú Sigríði Eiriks- dóttur, Ásvallagötu 79. I Landspítalann vantar nokkrar aðstoðarhjúkrunarkon- ur. Laun og kjör samkvæmt launalögum. Umsóknir sendist yfirhjúkrunarkonunni. Hjúkrunarkonu vantar að fávitahælinu Kleppjáms- reykjum, Borgarfirði (sem fyrst). Umsóknir sendist Stjórnarnefnd Ríkis- spítalanna, Ingólfsstræti 5, Reykjavík. Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna. Nokkrar aðstoðarhjúkrunarkonur og 3 deildarhjúkrunarkonur vantar á Kleppsspitala. Laun og kjör samkvæmt launalögum. Umsóknir send- ist til skrifstofu ríkisspítalanna. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.