Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 3

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 3
4. tbl. 1950. XXVI. árg. Útgefandi: F. í. H. Ritstjórn: Guðrún Bjarnadóttir, simi 80216. Jakobína Magnúsdóttir, simi 80566. Arngunnur Ársælsdóttir, sími 3556. Form. F. í. H.: Frú Sigríður Eiriksdóttir. Ásvallagötu 79, Reykjavik. Sími 1960. Gjaldk.: Frú María Pétursdóttir, Garðastræti 8, simi 5097, box 982. „Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða“. Sú jólaminning knýr dyra hjá oss öllum á tátíðinni, að frá húsi til húss gengur þreyttur ferðamaður og þunguð kona og biðja um húsaskjól. En bærinn er fullur af gestum, svo að sumsstaðar er ekki liægt að verða við beiðni ferðafólksins, en annarsstaðar kan viljann að hafa vantað. Hér er hjúkrunar þörf, miskunnsemi og mjúkra handa, en einmana verða þau að lokum að búa sér næturstað í gripabúsi, unga konan og maðurinn. I myrkri nætur- innar fæðist hann, sem varð Ijós heims- ins. I fjárhúsi fæðist hann, sem varð frels- ari mannanna. Á jólahátíðinni hugsum vér um hann, sem kenndi oss með orðum og breytni, að bæta meinin með miskunnsemi og leggja lífgrös kærleikans að öllum undum. Mynd- irnar úr lífi hans svífa oss fyrir hugar- sjónum, og fjölmargar þeirra sýna oss hann við sjúkrabeðina. Þar kaus hann að vera sem sorgin átti sæti. Þar vildi hann dvelja sem hann vissi miskunnsem- innar mesta þörf. Og á einu háleitasta inn- hlástursaugnabliki síns undursamlega lífs kenndi hann um sælu miskunnseminnar, um hamingju kærleikshugarfarsins. Fæðingarhátíðin hans er að nálgast. Henni fylgir oft hávær glaumur og fánýtt glys, en jafnhliða beygja milljónir kné við jötuna hans, sumir í tilbeiðslu, aðrir í þakkargerð og enn aðrir í hryggðarbland- inni blygðun yfir því, að enn skuli misk- unnarleysið, enn skuli skorturinn á hugar- fari hans gera jörðina að Golgata fyrir milljónir manna.,En stjarnan hans blikar, stjarnan hans, sem flutti oss þann ein- falda vísdóm, að miskunnsemin er hin mesta blessun. Gleðileg jól. Jón Auðuns.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.