Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 5

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 5
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 3 læknishjálp og hjúkrun ef eitthvað ber út af. Rauði krossinn hefir þó oftast haft námskeið fyrir nemendur við ljósmæðra- skólann og fleiri og komið liefir til orða, að stúlkur í gagnfræðaskólunum í Rej'kja- vík fái tilsögn í heimilishjúkrun, en það er samkvæmt norskri og sænskri fyrir- mynd. Það verður gerð tilraun i einum skóla hér í vetur, og verði haldið áfram á þeirri braut, er þar eitt verkefni fyrir Reyk j aví kurdeildina. Hafið þið sérstaka kennslubók handa þátttakendum í námskeiðunum ? Hingað til hefir verið notazt við fjöl- rituð minnisblöð. En nú hefir Rauði kross- inn l'innski boðið Rauða krossi Islands að nota kennsluhók sina sem er alveg ný og samsvarar kröfum tímans. Eg vona, að fljótlega verði hægt að snara henni á ís- lenzku. Það getur orðið góð handbók handa hverju einasta heimili. Hvað segirðu annars um framtíðina? Það er ýmislegt sem gera þarf; og gam- an væri, ef Reykjavíkurdeildin gæti haft forgöngu í einhverju af því. Það er t. d. mikil nauðsyn að koma upp hjúkrunar- heimili lianda sjúklingum með langvinna sjúkdóma, því þeir taka rúm á sjúkra- húsunum frá öðrum, sem þarfnast rann- sókna og nauðsynlegra læknisaðgerða. Rétt segir þú. 1 nágrannalöndunum hefir Rauði kross- inn útvegað fólki með langvinna sjúkdóma á heimilium og í sjúkrahúsum ýmiskonar verkefni og hjálpað þeim eða kennt að vinna úr verkefnunum. Það er góð hugmynd. Vissulega. En svo eg haldi áfram að telja upp það sem gera þyrfti, þá er heldur ekki vanþörf á — sérstaklega ef tekið er tillit til ástandsins í heiminum að koma upp slysastofu með nokkrum sjúkrarúmum, sem væri opin til afnota frá kl. 8 að morgni til 6 að kvöldi. Og ánægjulegt væri, ef heilsuverndarstöðvar kæmust upp á nokkrum stöðum í bænum. Finnst þér ekki höfuðborgin hafa fáar hjúkrunarkonur í sinni þjónustu. Ekki verður því neitað. Það kæmi sér áreiðanlega vel, ef Reykjavíkurdeildin hefði a. m. k. eina hjúkrunarkonu, sem hægt væri að grípa til, bæði í sjúkdóms- tilfellum á heimilum, þar sem þarf fastar vaktir, og eins til að hlaupa í skarðið á sjúkrahúsum, ef sérstök veikindi eru á ferðum og í forföllum fastráðinna hjúkr- unarkvenna. Það er algengt utanlands, að hægt sé að fá Rauða kross hjúkrunar- konur í slíkum tilfellum, og er mjög vin- sælt. Væri ekki ólíklegt að sjúkrasamlagið vildi styðja Reykjavikurdeildina í því, ef til kæmi. Hvað er um útlán á hjúkrunargögnum ? Rauði kross Islands lánar endurgjalds- laust sjúkrarúm og dýnur þeim sjúkling- um er þurfa, og er mikil liót að því. Það þyrfti að vera hægt að lána enn fleira. Ætli við látum nú ekki staðar numið. Eg óska Rauðakrossdeild Reykjavíkur til hamingju með sinn góða ásetning og vona, að sem flestir gerist meðlimir og stuðn- ingsmenn deildarinnar. Ath.: Þetta samtal átti að koma í út- varpinu þ. 4. nóv. s. 1., en fórst fyrir. Er það birt hér til gamans. Ritstj. Dönsk hjúkrunarkona skipulagsráðunautur á alþjóðavettvangi. Ungfrú Eli Magnussen, forstöðukonu Rikisspitalans í Kaupmannahöfn hefir ver- ið boðið að skipuleggja hjúkrunarnám- og störf í Austurlöndum. Hún er ráðin til þess virðulega starfa á vegum WHO Worlds Health Organisation — og er áætlað að hún muni vera fjarverandi í 2 ár. Ungfrú Magnussen er íslenzk í föður- ætt.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.