Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 6

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 6
4 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ NEMADALKUR Farið á þing norrænna hjúkrunarkvenna. Ég gat ekki trúað því, að það væri raunveruleiki, fyrr en ég var komin af stað með flugvélinni Geysi. Ég var lögð af stað til Gautaborgar til að sitja þing norrænna hjúkrunarkvenna, sem þar átti að halda. Við vorum 6 klst- á leiðinni í yndislegu veðri. Ferðafélagarnir voru 12 hjúkrunarkonur og svo ég, eini neminn, og allar vorum við hæst ánægðar með tilveruna. Ég hafði verið á skóla í Gautaborg um 6 mánaða skeið tveimur árum áður, og kunni þaral'leiðandi ofurlítið í sænsku. Þótti mér því sem ég bitti góðan og gaml- an kunningja þegar ég sá Gautaborg aftur. Það var á þriðjudegi þ. 27. júní að við komurn út, en mótið hófst ekki fyrr en 1. júlí. Ég féklc að búa á Sahlgrenska sjúkrahúsinu, sem er stærsta sjúkrahúsið í Gautaborg, og þar bjuggu flestallar íslenzku hjúkrunarkonurnar. Þegar þingið hófst, og hinir nemarnir, scm boðin var þátttaka, komu, flutti ég upp í Skatás, en það er smáhýsahverfi í rjóðri í stór- um skógi. Þessir kofar eru leigðir ferða- mönnum á sumrin og er þarna yndislega fallegt. Ferð í hæinn tekur rúman hálf- tíma með sporvagni. Ég var í kofa með fimm ljómandi skemmtilegum finnskum nemuin. Fjórar þeirra gátu talað sænsku, en ein talaði aðeins finnsku. Laugardaginn j). 1. júlí var safnast saman hjá Svenska Másshallen, |>ar sem jnngið fór fram. Fengum við J)ar afhenta dagskrá (prógram) og stóra bók, sem í voru skrifaðar ræður og efni það, sem síðan var rætt á mótinu. Einnig fékk bver merki SSN (Sjuksköterkors Samarbete i Norden) með árituðu nafni sínu og lands síns. Á sunnudagskvöldið var guðsj)jónusta í Dómkirkjunni. Ákaflega hátíðlegt. -— Hjúkrunarkonur frá fimm Norðurlöndum báru hver sinn })jóðarfána inn eftir kirkju- gólfi og stóðu heiðursvörð meðan á athöfn- inni stóð. Kristín Þorsteinsdóttir, sem vinnur á Sahlgrenska sjúkrahúsinu, bar íslenzka fánann. Sænskur hjúkrunar- kvennakór söng svo unun var á að hlýða. Bo Giertz biskup talaði úr predikunarstóli. Þingið var sett kl. 10 á mánudaginn. Louise krónprinsessa var heiðursgestur. Þá héldu fulltrúar allra norðurlandanna ræður og ’voru þjóðsöngvar hvers lands sungnir á eftir hverri ræðu með ljómandi undirleik. Frú Sigríður Eiríksdóttir talaði fyrir Islands hönd og var gerður góður rómur að. Virtust allir geta heyrt og skilið j)að sem hún sagði, en annars var sá galli á fundarsalnum að þar bergmálaði svo mikið að illa heyrðist til ræðumann- anna. Um liádegi var snætt í stórum og fínum veitingasal, gengt Másshallen. Það er hringmyndaður salur með svölum hring- inn í kring. Allstaðar voru J)ar dúkuð borð. Háborð var fyrir miðjum sal og sat Louise krónprinsessa þar og frú Sig- ríður Eiríksdóttir henni til hægri handar. Sigríður var klædd islenzka J)jóðbún- ingnum og þannig voru einnig tvær aðrar íslenzkar hjúkrunarkonur klæddar. Vakti búningurinn mikla aðdáun, enda cr hann skínandi fallegur og sómi að honum hvar sem er. Þetta var allt sérstaklega hátíð- legt og skemmtilegt. Nokkrar ræður voru fluttar en jæss á milli var leikið á hljóð- færi. Seinni hluta dagsins var okkur útlendu nemunum boðið af þeim sænsku út í sumarbústað, sem j>ær eiga utan við borg- ina alveg niður við sjó. Þetta er ákaflega skemmtilegur staður. Við sem vildum fórum að synda þarna í sjónum og feng- um svo á eftir gos<lrykki, heitar pylsur og brauð. Síðan var rabbað saman og við

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.