Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 10
8 HJÚKRUNARKVEMNABLAÐIf) FRETTIR. Bandalag kvenna hélt aðalfund sinn 13. —14. nóv. s. 1. Fulltrúar frá F.l.H. á fundinum voru: Sigríður Eiríksdóttir, Sigríður Bachmann, Þuríður Þorvaldsdótt- ir og Jakolhna Magnúsdóttir. Að tilhlut- un hjúkrunarkvenna voru eftirfarandi til- lögur samþykktar: „Aðalfundur Bandalags kvenna í Beykjavík, haldinn dagana 13.—14. nóv. 1950 lýsir ánægju sinni yfir bréfi heil- hrigðismálaráðuneytisins dags. 14. marz 1950 til Bandalagsins um, að þegar eigi að hefjast handa um allar framkvæmdir á byggingu Hjúkrunarkvennaskóla Islands. Þar sem teikning liggur enn ekki fyrir af byggingunni, fjárfestingarleyfi hefir verið synjað, og fjárveitingarnefnd hefir ekki tckið upp fjárframlög til skólans á fjárlögum árið 1951, skorar fundurinn á hlutaðeigandi aðila að taka málið þegar upp aftur og hefja framkvæmdir á þessari nauðsynlegu hyggingu.“ o— Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hélt þing sitt í okt. s. 1. Fjöldi tillagna voru hefir verið áætlaður funda- og samkomu- salur fyrir allt sjúkrahúsið, sem nota mætti m. a. til þess að halda í guðsþjón- ustur, tónleika o. s. frv., og er ætlast til þess að færanlegar hurðir verði á sal þess- um, svo að stækka megi hann og smækka eftir vild. 1 áætluninni er ennfremur gert ráð fyrir stað, sem hægt er að þvo rúm útskrifaðra sjúklinga og búa þau upp á ný, en slík störf J)ykja ávallt valda truflun á sjúkrastofu. Sjúkrahúsið er talið munu verða eitt hið fullkomnasta á Norðurlöndum, og er gert ráð fyrir að helmingur þess verði tilbúinn til notkunar innan fárra ái’a. samþykktar, er mestmegnis fjölluðu um réttlætismál og kjarabætur launþega. Fulltrúar frá F. 1. H. voru: Sigríður Eiríksdóttir, Anna Loftsdóttir og Ólöf Sigurðardóttir. —o— Síðastliðið sumar voru gefin saman í hjónaband Þórdís Kristjánsdóttir hjúkrun- arkona og Þórhallur B. Snædal húsasmið- ur. Heimili þeirra er á Húsavílt. Fyrir skömmu voru gefin saman Guð- rún Olga Stefánsdóttir hjúkrunarkona og Ólafur Sigfússon málari. Heimili þeirra er að Elliða við Nesveg. —o— F.l.H. hefir fengið aðgang að skrifstofu Miðstöðvarinnar h.f. Vesturgötu 20. — Félagskonur eru beðnar að snúa sér þang- að með greiðslur á félagsgjöldum og önn- ur erindi, sem þær kunna að eiga við stjórnina. Viðtalstími er kl. 2—4 á laugar- dögum. —o— Leiðréttingar. I bókarfregn í síðasta thl. Hjúkrunar- kvennablaðsins er hókin „Móðir og barn“ ranglega talin kosta kr. 55.00. Bókin kost- ar aðeins kr. 48,00 innbundin. Þá stendur í sömu grein bls. 12, 2. dálki, 18. línu a. o.: verið er að því. Á þetta að vera: verið er að þvo því.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.