Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Qupperneq 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Qupperneq 12
inginn sinn. Það er verið að taka frá henni það starf sem hún valdi sér, hjúkrunarstarfið, í stað þess er hún orðin „admin- istrator." Ný, vandasöm verkefni bæt- ast einnig við störf hjúkrunar- konunnar nær því daglega, s. s. breytingar á undirbúningi fyrir hinar ýmsu rannsóknir, töku sýna, postoperativ meðferð, lyfjagjafir o. s. frv. Þá vaknar spurningin, er henni gefinn nægur kostur á að læra þetta til hlýtar, öðru vísi en aðeins í starfinu. Nei, hún hreint og beint þarf að fikra sig áfram, sér og sjúklingnum til erfðis- auka. Nú á tímum er öllum, er til reksturs nútíma s j úkrahúsa þekkkja, fullljóst, að þau verða ekki starfrækt í samræmi við kröfur samtíma okkar, nema með því að hagnýta nútíma- tækni, að meira eða minna leyti. Á hinn bóginn veldur sú tilhugs- un vaxandi kvíða og ugg, að fyrr en varir hafi hinn umhyggju- sami mannlegi ófullkomleiki í meðferð sjúklinga fyrr á tíð, rýmt sæti fyrir sálvana óskeik- ulleik nútímans. Þess ber þó að gæta, að yngri kynslóð okkar tíma hefur sam- hæfzt vélmenningunni, nánast vaxið henni úr grasi, og eng- inn þegn þróaðs þjóðfélags get- ur, né vill, þegar til kastanna kemur, vera án hennar, til þess er hún orðin of samofin hans daglega lífi. En víst er jafnsatt nú í dag, og þegar það var fyrst mælt, ,,að enginn lifir af brauði einu saman“. Þáttur í nútímatækni í vax- andi og virkari heilsuvernd og sjúkragæzlu, verður aldrei of- lofaður. Hins vegar dylzt eng- um, að sá ótti er ekki ástæðu- laus, að þessi þjónusta verði um of vélræn. Skaphöfn sjúkra er að vísu jafn óendanlega fjölbreytileg og heilbrigðra, en flestir mundu þó bregðast við slíkri þróun líkt og barnið, þegar hjúkrunarkon- an talaði til þess úr hátalaran- um og það kváði: „hvað seg- irðu, veggur“? Orðin úr hátal- aranum geta verið nægilega skýr og greinileg, en þau eru óper- sónuleg, líkt og sjálfur veggur- inn hafi talað. Hátalarakerfið sparar hjúkrunarfólkinu sporin, en það sviptir jafnframt sjúkl- inginn að nokkru þeirri fróun sem fæst af návist annarrar persónu. Það má því segja, að það sem maðurinn er að skapa í þágu tækninnar, er hann hræddur við sem sjúklingur. Við hljótum að geta verið sammála um, að það sé þegar aðkallandi að leita samræmis í þessu tvennu: hinni óhjákvæmi- legu og æskilegu tækniþróun í sjúkrahúsunum og hinni sam- mannlegu þörf sjúklingsins fyr- ir persónulegt samband við annað fólk. Nú á tímum vita menn al- mennt meir um sjúkdóma en áður fyrr. Þeir sækja fræðslu sína gegnum útvarpið og fyrir- lestra, og þeir eiga auðvelt með að afla sér ýmiss konar lesefnis um hina ýmsu sjúkdóma. Af þessu leiðir, að þegar þeir koma inn á sjúkrahúsið vita þeir al- mennt það mikið, að þeir kunna að’ spyrja, og þeir krefjast svars. Þeir vilja skilja betur sinn eigin sjúkdóm til að kunna skil á livað eigi að varast, og síðast en ekki sízt, forða sér frá því að lifa í óvissunni. Þó ber að gæta, að þetta er aðeins al- mennt sjónarmið, því oft er óvissan betri en hinn napri sannleikur. En sé slík samvinna fyrir hendi, þar sem sjúklingnum er veitt almenn fræðsla um þann sjúkdóm sem hann gengur með, má gera ráð fyrir að baráttan fyrir bata beri skjótari árang- ur. Þessa fræðslu á ekki aðeins læknirinn að veita, heldur og einnig hjúkrunarlið deildarinn- ar. Á að vera mögulegt að fram- kvæma þetta, jafnhliða hinum daglegu störfum deildarinnar, annaðhvort í samtalsformi, eða gegnum fyrirlestra, sem bæði sjúklingar og starfslið hlustar á. Og hvar, ef ekki einmitt á sjúkrahúsinu, á að leiðbeina sjúklingunum um almenna heilsurækt, þar sem ótrúlega mikið virðist skorta á almenna þekkingu á því sviði. Og það segir sig sjálft, að maðurinn er mun móttækilegri fyrir þessum málum inni á sjúkrahúsinu, en fyrir utan það. Tillögur til endurbóta: 1. Nánari samvinna alls starfs- fólks sjúkrahússins og full- trúafundir um samstarf og skipulagsmál. 2. Kennslunámsskeið fyrir h j úkrunarkonur. 3. Persónulegra samband hjúkrunarfólks og sjúklinga. 4. Fræðsla sjúklinga um heilsu- vernd, t. d. f. hjartasjúkl- inga, nýrnasjúklinga, sykur- sýkissjúklinga og gigtar- sjúklinga. Dt llll KFI>1. S.II KI.I\(iS Þegar rætt er um endurhæf- ingu, koma að sjálfsögðu mörg atriði til athugunar. Fyrst og' fremst eðli sjúkleikans, og hvort líklegt sé, að hann taki sig upp aftur, nema sjúklingur búi við sérstaka umönnun lærðs fólks, að lokinni sjúkrahússvist. Eða telja megi víst, að um fullan bata sé að ræða. Þá ber og að kynna sér heimilis- og fjárhags- ástæður, svo og atvinnuhætti og aðstöðu á vinnustað. Þessi tilvik eru svo að segja næstum jafnmörg sjúklingun- um, en nauðsynlegt er, að gera sér ljóst, að endurhæfing er svo þýðingarmikið atriði í almenni’J heilsugæzlu, að taka verðui' hana til sérstakrar íhugunar. Það er augljóst, að vel heppn- uð læknisaðgerð á sjúkrahúsi ei' ekki einhlít. Heldur verður, ef 10 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.