Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Qupperneq 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Qupperneq 21
FRÉTTIR og TILKYilNGAR Fróðleikskorn. Hér sjáum við fjölda hjúkrunar- kvenna og manna starfandi um ára- mót 1966—1967. Reykjavík: Borgarsp./Barónsst.............. 12 Slysavarðstofan ................ 10 Heilsuverndarstöð Rv............ 29 Sj. Hvítabandsins............... 11 Borgarsp./Fossvogi .............. 6 Geð- og taugad............ 3 Vöggustofa Thorv................. 1 Barnaverndamefnd ................ 1 Landakot ....................... 15 ----- , nunnur.............. 19 Blóðbanki ....................... 3 Flókadeild ...................... 4 Hjúkrunarskóli Isl............... 5 Kleppsspítali .................. 22 Landspítali .................... 77 Sj. Sólheimar ....._............. 7 Krabbameinsfélag Isl............. 5 Læknast.......................... 2 Elliheimilið Grund .............. 6 Hrafnista ....................... 3 Borgarlækni ..................... 1 Tannlæknadeild .................. 1 Alls 243 Uti á landi: Arnarholt ....................... 1 Reykjalundur .................... 2 Sj. Akraness .................... 3 — Patreksfjarðar .............. 1 —■ ísafjarðar ................... 1 — Blönduóss ................... 1 — Hvammstanga ................. 2 — Sauðárkróki ................. 6 Siglufjarðar ................ 2 Ej. Akureyri.................... 20 Heilsuv. og Barnask.............. 3 Sj. Húsavík ..................... 2 — Neskaupstað ................. 4 Vestmannaeyja ............... 4 Heilsuv. Vestmannaeyja .......... 1 Sj. Selfossi .................... 6 Keflavíkur .................. 1 Hveragerði .................. 1 Vífilstaðir .................... 12 St. Jósepsspítali Hf............. 3 Sólvangur ....................... 7 Heilsuvernd Hf................... 1 Kópavogur ....................... 4 Hristneshæli..................... 3 Alls 95 Frá skrifstofu H.F.Í. Skrifstofan er opin kl. 17—19 á mánudögum og fimmtudögum, og er þá Alda Halldórsdóttir til viðtals. Auk þess mun hún starfa að morgni dags 5 daga vikunnar. Formaður félagsins, frú María Pét- ursdóttir, hefur ekki fastan viðtals- tíma, heldur eftir samkomulagi. Heimasími er 15624. Sími Hjúkrun- arfélags íslands á skrifstofu er 21177. Hjúskapartilkynningar. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Halldóra Halldórsdóttir hjúkrunarkona og Baldur Sigfusson, cand. med. Ungfrú Þórhildur Karlsdóttir og Magnús Jónsson málarameistari. Hverjar voru fyrstar? — Framhald af bls. 7. ir kvölds og morgna, þar sem það nægði. Til fróðleiks fyrir þá, sem lít- ið vita um Hjúkrunarfélag Reykjavíkur, má geta þess, að árið 1902 stofnuðu 145 áhuga- menn félagið, fyrir forgöngu Oddfellowreglunnar og Guð- mundar Björnssonar, síðar landlæknis. Jón biskup Helga- son var kosinn formaður. Hann var í forustu aldarfjórðung, eða til 1927, og naut stuðnings mætra manna og meðstjórn- enda, svo sem prófessors Sæ- mundar Bjarnhéðinssonar, en hann átti sæti í fyrstu stjórn- inni. Félag þetta hafði starfandi á sínum vegum, eina til tvær hjúkrunarkonur, við heimilis- hjúkrun. Síðustu árin dofnaði yfir starfsemi félagsins. Var það lagt niður 1937. Meðal annars, sem finna má í bréfum Kristín- ar, er ársfundarboð félagsins. Kemur þar fram, að auk aðal- fundarstarfa, hafa verið flutt erindi um læknisfræðileg efni, og fengnir til þess færustu læknar þeirra tíma. Mér þykir viðeigandi að birta hér þær upplýsingar, sem ég hef komizt yfir um fyrstu hjúkrun- arkonurnar hérlendis. Kynnu Frú Guðný Jónsdóttir, hjúkrunar- kona varð sjötug hinn 17. febi-úar s.l. Hjúkrunarnám stundaði Guðný við City Hospital School of Nursing í New York 1917—’20. Framhalds- nám í heilsuvernd við Bedford Col- lege 1922—’23. Einnig starfaði hún við heilsuverndarstöðvar í London 1921—’22. Frú Guðný er eini núlif- andi stofnandi Hjúkrunarfélags Is- lands. Hún hefur lengi stai'fað og starfar enn sem skólahjúkrunarkona að Laugarvatni. Hjúkrunarfélagið óskar henni allra heilla í tilefni afmælisins. MIKIÐ I HÚFI! Þekktur skurðlæknir var kallaður út að kvöldlagi til bankastjóra, sem hafði skorið sig í fingurinn. Hann hitti bankastjórann náfölan og skjálf- andi. Rannsóknin leiddi í ljós að skurðurinn var lítill og hættulaus. Skurðlækninum gramdist að vera ónáðaður fyrir þessi auðvirðilegheit, samt stjórnaði hann skapi sínu og skrifaði recept og sagði: „Sendið eins fljótt og hægt er í næstu lyfjavei-zlun, það er mjög nauð- synlegt". Bankastjórinn varð nálega mállaus af skelfingu. „Er það þá svona alvarlegt?" „Já, því miður, annars eigum við á hættu að sárið grói, áður en við gerum nokkurn hlut fyrir það“. MÁLSHÁTTUR Fyrr skulu menn fá sér brauð en brúði. einhverjir að geta gefið frekari upplýsingar, er það mjög vel þegið. María Pétursdóttir. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉI.AGS ÍSI.ANDS 19

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.