Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Qupperneq 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Qupperneq 8
HATIÐARÆÐA Maríu Pétursdóttur, formanns H.F.I. á 50 ára afmælishátíð félagsins sem haldin var að Hótel Sögu 14. nóv. 1969 Hæstvirtur heilbrigðismála- ráðherra Jóhann Hafstein og frú, aðrir virðulegir gestir og fé- lagar. í dimmasta skammdeginu fyrir hálfri öld, þegar myrkur og kuldi grúfði yfir okkar bæ, stof nuðu f áeinar hj úkrunar- konur Félag íslenzkra hjúkrun- arkvenna. „Áformin verða að engu, þar sem engin er ráða- gerðin, en ef margir leggja á ráðin fá þau framgang“ segir í Orðskviðunum. Þó að stofn- endur Félags íslenzkra hjúkr- unarkvenna væru fáir, voru þeir nægilega margir til að áformin fengju framgang. Eftir hörmungar og einangr- un fyrri heimstyrjaldaráranna, fundu margir einstaklingar, hópar manna og heilir þjóð- flokkar þörf fyrir samstöðu og samstarf á ýmsum sviðum. Urðu þá til félög og félagasam- bönd, s. s. Alþjóðavinnumála- stofnunin, Alþjóðasamband Rauðakrossfélaga og Samvinna hjúkrunarkvenna, svo að eitt- hvað sé nefnt, en hér heima á íslandi vöknuðu fleiri til lífsins en Barn náttúrunnar og nýjir Davíðssálmar, og er okkur þá minnisstæðust stofnun Félags íslenzkra h j úkrunarkvenna, síðla árs 1919. Fyrr um árið hafði Ljósmæðrafélag Islands verið stofnsett, en Læknafélag Islands var þegar nokkra mán- aða gamalt, komið á pelaskeiðið, og menn brugðust þá við og stofnuðu fyrsta íslenzka trygg- ingarfélagið. Framfarir í heilbrigðismál- um hafa á þessu tímabili orðið jafnvel enn stórstígari hér en í nágrannalöndum okkar, en þessi mál þóttu þá ekki forvitnilegra fréttaefni en það, að hvergi er að finna í dagblöðunum um stofnun Félags íslenzkra hjúkr- unarkvenna. Hins vegar má finna þennan dag fyrir 50 árum heilsíðu grein um járnbrautar- slys í Danmörku, og á fjárhags- áætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1920, má sjá á gjaldalið, að laun til ljósmæðra í Reykja- vík eru áætluð 4 þús. kr., en ekki sjáanlegt að gert hafi ver- ið ráð fyrir neinum kostnaði vegna hjúkrunarkvenna, nema þau hafi verið innifalinn í 1 þús. kr. styrknum, sem veittur var berklaveikistöðinni og hjúkrun- arfélögunum, en það voru ekki stéttarf élög h j úkr unarkvenna, heldur áhugamannafélögin Líkn og Hjúkrunarfélag Reykja- víkur. Ekki var það samt vegna þess að yfirsetukonurnar, blessaðar, væru svo vel metnar til launa á þeim tíma, því Morgunblaðið segir þá „alþingismennirnir sátu rauðeygðir yfir því að klípa 25—50 kr. af árslaunum yfir- setukvenna", og bætir blaðið við, „þingmenn virðast hafa hallast á þá sveif að hafa þrönga kosti þeirra, sem áður hefur mest verið misboðið í launakjör- um“, en launakjörin eru þá tal- in að öðru leyti vera komin í viðunanlegt horf, samt var Kristján Thorlacius ekki enn kominn til skjalanna. Ekki verður hér rakin saga hjúkrunarfélagsins, því hér er- um við fyrst og fremst að efna til mannfagnaðar, en ekki kennslustunda, enda hægur vandi fyrir þá, sem áhuga hafa á að afla sér fróðleiks um hj úkr- unarstéttina, að kynna sér Hjúkrunarkvennatalið, sem kom út í dag í tilefni afmælisins, kærkomin gjöf til handa vetr- arafmælisbarninu okkar, og bók sem allar hjúkrunarkonur hafa beðið með óþreyju eftir, inni- lega þakklátar sexmenningun- um í Hjúkrunarkvennatals- nefndinni, sem hafa unnið merkilegt sjálfboðastarf. Hjúkr- unarfélagið á enga gilda rithöf- undasjóði, en til að sýna þeim að starf þeirra er metið, fær- um við þeim silfurskeiðar að gjöf til minningar um þennan útgáfudag, afmæli félagsins og þeirra margra ára góða sam- starf. Ein kona er öðrum fremur talin hafa lagt grundvöll að nú- tíma hjúkrun, en hún er ekki fjær samtíð okkar en það, að nú hjúkra hjúkrunarkonur í Santa Cruz stallsystur sinni, er annaðist Florence Nightingale í veikindum hennar um aldamót- in síðustu. Þá var enn engin fulllærð íslenzk hjúkrunarkona hérlendis, en á næstu tveimur áratugum komst skriður á mál- ið þótt hægt færi. Nokkrar danskar hjúkrunarkonur koma þá einnig við sögu, og minnumst við þeirra með þakklæti fyrir þann mikla skei’f er þær lögðu til framgangs hjúkrunar- og heil- brigðismálum okkar. „Hafi þér 98 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.