Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 26

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 26
María Ragnarsdóttir, lögg. sjúkraþjálfari: Kynning á menntun og starfssviði sjúkraþjálfarans 1 tilefni þess, að Hjúkrunar- skóli íslands tók þá nýjung upp í haust, að gefa hjúkrunarnem- um í annars árs námskeiði tíu kennslustundir um sjúkraþjálf- un, hefur ritstjórn blaðsins far- ið þess á leit við mig, að ég skrif- aði nokkur orð um þessa kennslu í blaðið og gæfi þar með nem- um, sem komnir eru lengra í náminu og útskrifuðum hjúkr- unarkonum, tækifæri til að kynnast þessari námsgrein. Þessir tíu tímar, sem mér var falið að inna af hendi, voru bæði bóklegs eðlis (þ. e. a. s. í fyrir- lestrarformi, þar eð engar bæk- ur eru til um þetta efni á ís- lenzku) og verklegir tímar. Nú ber ekki að skilja þetta svo, að þetta sé í fyrsta sinn, sem sjúkraþjálfari kennir í Hjúkr- unarskóla Islands, því fer fjarri. Undanfarin sex holl hafa fengið tíu tíma í starfsstell- ingum, bóklegt og verklegt, hjá Svanhildi Elentínusdóttur sjúkraþjálfara og auk þess höf- um við flest allar, þ. e. sjúkra- þjálfarar á Landsspítalanum, tekið tíma í hliðarkennslu við og við. En þetta er sem sagt fyrsta tilraunin til að koma þessu námsefni í fast form og mun vera ætlunin að halda áfram á þessari braut og fella það inn í fasta kennslu, þó ein- hverjar breytingar kunni að verða á námsefninu, t. d. fleiri tímum bætt við. Auk þess held- ur áfram hliðarkennslan. Nú mun mörgum eflaust leika forvitni á að vita um hvað tím- ar þessir fjölluðu og skal ég gera örlítið grein fyrir því hér á eftir. 1 fyrsta tímanum, sem var sameiginlegur fyrir A og B bekk (en þar voru allir tímar í fyrirlestrarformi), kynnti ég menntun og starf sjúkraþjálf- arans með orðum og myndum. Ég tel þetta ákaflega heppilega byrjun, þar eð starf sjúkraþjálf- arans er mörgum algjörlega óþekkt og aðrir hafa einungis um það óljósar hugmyndir. Þekking skapar skilning og skilningur er skilyrði fyrir sam- vinnu, en samvinna er aftur skilyrði fyrir góðum árangri á sviði hjúkrunar sem annars staðar. 1 öðrum tíma ræddi ég við nemendur um lungnaþjálfun eða öndunaræfingar, eins og það er oftast kallað, bæði fyrir almenna kirurgiska-, medicinska- og thoraxkirurgiska sjúklinga og kynnti fráveitustellingar. Næstu tveir tímar á eftir voru verk- legir, þar sem ég leiðbeindi nem- endum í að aðstoða sjúklinga við að ná upp slími og að banka. Tilgangurinn með þessum tím- um var alls ekki, að kenna hjúkrunarnemum lungnaþjálf- un, enda krefst það mikillar undirstöðuþekkingar og miklu fleiri tíma en hér var um að ræða. En ég taldi það geta orð- ið sjúklingum til hjálpar, ef hjúkrunarkonur, sem eru til taks fyrir sjúklingana allan sólarhringinn, gætu aðstoðað þá við þetta oft erfiða vandamál. Næsti tími, sem var í fyrir- lestrarformi, fjallaði um hemi- plegíur, para- og quadriplegíur. Efnið reyndist of umfangsmikið fyrir einn tíma og verður von- andi bætt úr því með því að skipta efninu niður á tvo tíma. Þarna er tvímælaalust einnig um efni að ræða, sem krefst skilnings hjúkrunarliðs á end- urhæfingu sjúklinganna, auk þess sem hjúkrunarliðið getur aðstoðað okkur við endurhæf- inguna. Benti ég á þau atriði og í næstu tveim tímum æfðum við þau og tókum fyrir, hvernig við getum aðstoðað og kennt sjúklingunum að hjálpa sér sjálfum, að setjast upp, fara úr rúminu í hjólastól o. s. frv. 1 síðasta fyrirlestri fjallaði ég um endurhæfingu amputa- tions-sjúklinga og hve geysilega mikla þýðingu samvinna allra aðila, lækna, hjúkrunarkvenna, sjúkraþjálfara og gerfilima- smiðs hefur fyrir árangur á eftirmeðferð þeirra. 1 lok tím- ans sýndi ég myndir af stúf- um, frá ýmsum stigum endur- hæfingarinnar og af gerfilim- um. I síðustu tveim verklegu tímunum kenndi ég að vefja stúf. Þetta er mjög mikilvægt atriði og þarf að gera oft á sól- arhring og því nauðsynlegt að hjúkrunarkonur kunni, en því miður hef ég ekki rekizt á neina enn, sem kann þetta. Þetta stendur þó til bóta, því í fram- tíðinni mun ætlunin vera, að fella stúfvafning inn í almenna verklega kennslu. Mcmifim ofí sfarfsKviA sjúkraþjálfarans. Sjúkraþjálfun hefur verið lítt þekkt hér á landi til skamms tíma, en hefur þó miðað nokk- uð í rétta átt á síðustu árum- Margir halda, að sjúkraþjálf- un sé einungis annað orð yfh' nudd og sjúkraþjálfari sé það 116 TÍMARJT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.