Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 27
sama og nuddkona. Aðrir hugsa sem svo, að það hljóti að vera eitthvað með þjálfun sjúkra eins og nafnið bendir til, en hafa að öðru leyti óljósar hug- myndir um starfið. Fyrir um það bil 30 árum mátti með sanni nota orðið nuddkona, en á síð- ustu 20—30 árum hefur starfs- sviðið þanizt út og er í dag svo umfangsmikið, að margir sjúkraþjálfarar fara út í sér- greinar innan sjúkraþjálfunar. Satt er það, að við lærum sjúkranudd, sem eina af fjöl- mörgum meðferðaraðferðum, en þær sem eru kallaðar nuddkon- ur í dag, haf einungis nokkurra mánaða til árs námskeið í nuddi, ekki sjúkranuddi. Namið. Námið tekur þrjú ár á öllum Norðurlöndum nema Svíþjóð, en þar tekur það tvö ár. En til Norðurlandanna hafa allir ís- lenzkir sjúkraþjálfarar, sem nú starfa, sótt menntun sína. Inn- tökuskilyrði eru í flestum skól- um stúdentspróf. Þó það sé ekki alls staðar á pappírnum, gildir það a. m. k. í reynd og dugir stundum ekki til, því aðsóknin ei’ svo mikil. Helztu námsgreinar eru: (Tölurnar eru frá skólanum í Ái’ósum, en eru örlítið mismun- andi eftir skólum) Líffærafræði María Ragnarsdóttir. 260 stundir, lífeðlisfræði 200 st. 370 st., sjúkraleikfimi bókleg 320 st., verkleg 540, verkleg sjúkraþjálfun á sjúkrahúsi 1320 st., sálfræði 40 st., þjóðfélags- fræði, elektroterapi (um raf- magnstæki til lækninga), bók- leg og verkleg o. fl. o. fi. Fyrsta námstímabilið er ein- göngu bóklegt, en síðan bæði bóklegt og verklegt. Eftir tvö ár er „fyrsta hluta“ próf, sem er próf í líffærafræði og lífeðlis- fræði. I lok þriðja ársins er tek- ið lokapróf. Starfssvfð. Sjúkraleikfimin er stærsti og þýðingarmesti liðurinn í sjúkra- þjálfuninni. Æfingunum má skipta í þrjá aðal flokka: Passivar æfingar, aktivar- og mótspyrnuæfingar. Þegar gefnar eru passivar æfingar, hreyfir sjúkraþjálfar- inn sjúklinginn. Slíkar æfingar eru gefnar sjúklingum, sem sjúkdóms síns vegna geta ekki hreyft sig sjálfir og er tilgang- urinn að koma í veg fyrir stirðn- un liða. Aktivar æfingar framkvæm- ir sjúklingurinn sjálfur undir tilsögn o g uppörfun sjúkra- þjálfarans. Það liggur í augum uppi, að skilningur sjúklingsins á tilganginum og vilji lmns og geta til samvinnu er hér mjög mikilvægt atriði. Aktivar æf- ingar eru notaðar til að liðka sjúklinginn, styrkja hann og auka þol. Einnig má nota akt- ivar æfingar sem slökunaræf- ingar. Mótspyrnuæfingar eru gefn- ar til að auka afl og þol. Æfingarnar (ein tegund í senn eða allar saman) eru gefn- ar í svo mörgum tilvikum, að of langt yrði upp að telja, en svo nokkrir stórir sjúkdóms- hópar með fáeinum undirhópum séu nefndir, má nefna: Taugasj úkdómar: hemiparesis, Multipel sclerosis, Parkinson sjúkdómur o. fl. Gigtarsjúkdómar: Arthritis rheumatica, Periarthrosis o. fl. Arthrosis, Beinbrot eftir beinaðgerðir: Hryggbrot með paraplegiu, Discus prolaps operata, Meniskotomia, venjulegt beinbrot. Hitameðferðir af ýmsu taki eru oft notaðar sem byrjun á annarri meðferð. Hitinn mýkir vöðvana, verkar slakandi og minnkar sársauka, blóðrásin eykst og vinnugeta vöðva verð- ur meiri. Sem dæmi um hita- meðferðir má nefna: Infra- rauðir geislar, parafínböð, stutt- bylgjur, mikrobylgjur, hydro- colltor (heitir, rakir bakstrar), hljóðbylgjur o. fl. Hydroterapi eða þjálfun í vatni (sundlaug) er mikið notuð víða erlendis. Sjúklingurinn er léttari í vatn- inu og getur oft gert ýmislegt þar, sem hann getur alls ekki annars staðar og verkar það mjög uppörfandi á hann. Því miður höfum við ekki aðstöðu til að nota þessa æfingarmeð- ferð á Landsspítalanum nú, en vonandi verður það einhvern tíma. Eftir því sem ég bezt veit, var gert ráð fyrir æfingarsund- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.