Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 27
sama og nuddkona. Aðrir hugsa sem svo, að það hljóti að vera eitthvað með þjálfun sjúkra eins og nafnið bendir til, en hafa að öðru leyti óljósar hug- myndir um starfið. Fyrir um það bil 30 árum mátti með sanni nota orðið nuddkona, en á síð- ustu 20—30 árum hefur starfs- sviðið þanizt út og er í dag svo umfangsmikið, að margir sjúkraþjálfarar fara út í sér- greinar innan sjúkraþjálfunar. Satt er það, að við lærum sjúkranudd, sem eina af fjöl- mörgum meðferðaraðferðum, en þær sem eru kallaðar nuddkon- ur í dag, haf einungis nokkurra mánaða til árs námskeið í nuddi, ekki sjúkranuddi. Namið. Námið tekur þrjú ár á öllum Norðurlöndum nema Svíþjóð, en þar tekur það tvö ár. En til Norðurlandanna hafa allir ís- lenzkir sjúkraþjálfarar, sem nú starfa, sótt menntun sína. Inn- tökuskilyrði eru í flestum skól- um stúdentspróf. Þó það sé ekki alls staðar á pappírnum, gildir það a. m. k. í reynd og dugir stundum ekki til, því aðsóknin ei’ svo mikil. Helztu námsgreinar eru: (Tölurnar eru frá skólanum í Ái’ósum, en eru örlítið mismun- andi eftir skólum) Líffærafræði María Ragnarsdóttir. 260 stundir, lífeðlisfræði 200 st. 370 st., sjúkraleikfimi bókleg 320 st., verkleg 540, verkleg sjúkraþjálfun á sjúkrahúsi 1320 st., sálfræði 40 st., þjóðfélags- fræði, elektroterapi (um raf- magnstæki til lækninga), bók- leg og verkleg o. fl. o. fi. Fyrsta námstímabilið er ein- göngu bóklegt, en síðan bæði bóklegt og verklegt. Eftir tvö ár er „fyrsta hluta“ próf, sem er próf í líffærafræði og lífeðlis- fræði. I lok þriðja ársins er tek- ið lokapróf. Starfssvfð. Sjúkraleikfimin er stærsti og þýðingarmesti liðurinn í sjúkra- þjálfuninni. Æfingunum má skipta í þrjá aðal flokka: Passivar æfingar, aktivar- og mótspyrnuæfingar. Þegar gefnar eru passivar æfingar, hreyfir sjúkraþjálfar- inn sjúklinginn. Slíkar æfingar eru gefnar sjúklingum, sem sjúkdóms síns vegna geta ekki hreyft sig sjálfir og er tilgang- urinn að koma í veg fyrir stirðn- un liða. Aktivar æfingar framkvæm- ir sjúklingurinn sjálfur undir tilsögn o g uppörfun sjúkra- þjálfarans. Það liggur í augum uppi, að skilningur sjúklingsins á tilganginum og vilji lmns og geta til samvinnu er hér mjög mikilvægt atriði. Aktivar æf- ingar eru notaðar til að liðka sjúklinginn, styrkja hann og auka þol. Einnig má nota akt- ivar æfingar sem slökunaræf- ingar. Mótspyrnuæfingar eru gefn- ar til að auka afl og þol. Æfingarnar (ein tegund í senn eða allar saman) eru gefn- ar í svo mörgum tilvikum, að of langt yrði upp að telja, en svo nokkrir stórir sjúkdóms- hópar með fáeinum undirhópum séu nefndir, má nefna: Taugasj úkdómar: hemiparesis, Multipel sclerosis, Parkinson sjúkdómur o. fl. Gigtarsjúkdómar: Arthritis rheumatica, Periarthrosis o. fl. Arthrosis, Beinbrot eftir beinaðgerðir: Hryggbrot með paraplegiu, Discus prolaps operata, Meniskotomia, venjulegt beinbrot. Hitameðferðir af ýmsu taki eru oft notaðar sem byrjun á annarri meðferð. Hitinn mýkir vöðvana, verkar slakandi og minnkar sársauka, blóðrásin eykst og vinnugeta vöðva verð- ur meiri. Sem dæmi um hita- meðferðir má nefna: Infra- rauðir geislar, parafínböð, stutt- bylgjur, mikrobylgjur, hydro- colltor (heitir, rakir bakstrar), hljóðbylgjur o. fl. Hydroterapi eða þjálfun í vatni (sundlaug) er mikið notuð víða erlendis. Sjúklingurinn er léttari í vatn- inu og getur oft gert ýmislegt þar, sem hann getur alls ekki annars staðar og verkar það mjög uppörfandi á hann. Því miður höfum við ekki aðstöðu til að nota þessa æfingarmeð- ferð á Landsspítalanum nú, en vonandi verður það einhvern tíma. Eftir því sem ég bezt veit, var gert ráð fyrir æfingarsund- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 117

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.