Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 28

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 28
Mottuxfingar með hemiparesis-sjúklingum. laug í sambandi við endurhæf- ingardeildina. Lungnaþjálfun er einnig stór liður í okkar starfi og margir sjúkraþjálfarar taka það sem sérgrein. Sjúkranudd hefur verið ákaf- lega mikið notað við blátt áfram öllu mögulegu með misjöfnum árangri, enda hefur sú meðferð sín takmörk eins og aðrar. Á seinni árum hefur verið lögð sí- fellt minni áherzla á þessa teg- und meðferðar og hún horfið undan fyrir sjúkraleikfiminni. I dag er nudd næstum eingöngu notað sem hluti af annarri með- ferð, t. d. hiti, nudd, æfingar, slökun og vinnustellingar. Það er notað við „vöðvabólgu“ eða myosis, sem getur orsakast af t. d. ofþreytu, streitu (stress), röngum vinnustellingum, tauga- spennu, áhyggjum, bæklun o. fl. Það liggur í augum uppi, að ef ekki er reynt að komast fyrir orsökina hlýtur afleiðingin að endurtaka sig. Leiðbeiningar um starfsstell- ingar heyra einnig undir starfs- svið sjúkraþjálfarans og er oft mikilvægur þáttur til að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma. Þá má nefna leiðbeiningar um innréttingar og tækjabúnað í íbúðir fyrir bæklað fólk. Mæðraleikfimi er töluvert vinsæl grein innan starfsins og eru margir sjúkraþjálfarar sem eingöngu vinna við hina svo kölluðu obstetrisk fysiologi. Hinar verðandi mæður fá þjálf- un undir þá miklu vinnu, sem þær eiga fyrir höndum, upplýs- ingar o. fl. Og eftir fæðinguna fá þær æfingar, aðallega fyrir kviðvöðva og mjaðmagrindar- botn, til þess að ná sér sem fyrst og fá síður legsig. Hlutverk sjúki’a|»(s'i 1 i'a■*- ans I lijúíffélaginu. Sjúkraþjálfun ræður oft úr- slitum um, hvort sjúklingur verður vinnufær aftur eða ekki og hefur hún því mikið gildi, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. Einnig styttir hún oft legu sjúklinga til muna og það tíma- bil, sem þeir eru að ná sér eftir sj úkdóminn (rekurvationstíma- bilið). Markmið sjúkraþjálfunar er að þjálfa sjúklingana til fyrri vinnugetu eða ef það reynist ókleyft, reyna að gera þá per- sónulega óháða (þ. e. a. s. geta klætt sig úr og í, ferðast um í hjólastól eða við hækjur, þveg- ið sér, borðað o. s. frv.). Vinnu- þjálfarar (ergoterapeut eða beskæftigelsesterapeut, ekki til viðurkennt íslenzkt orð yfir það svo ég viti) er önnur stétt, sem gegnir mikilvægu hlutverki í líkamlegri endurhæfingu sjúkl- inga, en því miður er aðeins einn slíkur starfandi hér á landi. Starfsstaðir sjnkraþjálfarans. Sjúkraþjálfarar starfa á margs konar stofnunum, sjúkra- húsum, endurhæfingastöðvum, geðsjúkrahúsum, barnaheimil- um fyrir C-p. börn (fæðingar- lömun) o. fl. Þeir hafa einnig sjálfstæða starfsemi, t. d. einka- æfingastofur eða slökun og mæðraleikfimi. Einnig vinna þeir erlendis á stórum vinnu- stöðum við leiðbeiningar í starfsstellingum og meðferð vissra tegunda atvinnusjúk- dóma. Á íslandi eru nú starfandi 19 sjúkraþjálfarar í allt, en sam- kvæmt mjög lauslegri áætlun er gert ráð fyrir að 60 sé algert lágmark, ef anna á þörfinni. Sem betur fer er vaxandi áhugi á starfinu meðal unga fólksins jafnt kvenna sem karla og eru nú þó nokkrir við nám. Aðal- ástæðan fyrir áhugaleysi því, sem ríkt hefur, tel ég vera lé- legar upplýsingar um starfið og þar af leiðandi vanþekking og skilningsleysi Áður en við getum vænzt skilnings almennings á starfi okkar, þurfum við að öðlast hann meðal samstarfsfólksins og það er von mín, að þessi fá- tæklegu orð geti stuðlað örlítið að því. 118 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.