Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 29

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 29
Elín Egyerz-Stefánsson: Hjúkrunarkonan og stjórnsýslan (Þýtt og endursagt) Formáli. Háttvirtu stéttarsystur og -bræður. Hin alkunnu einkunnarorð skátanna „vertu viðbúinn" lýsa þeirri árvekni, sem einkennir hvern góðan skáta og fjölda annarra dugmikilla forystu- manna, sem vaka yfir velferð sinnar samtíðar og búa í hag- inn fyrir komandi kynslóðir. Einmitt slíkur eiginleiki felst í hugtakinu aö hjúkra og svo leikur mér hugur um, að fáar tungur aðrar en hin íslenzka hafi valið stétt vorri hæfara starfsheiti, sem í dýpstu merk- ingu samsvarar því hlutverki, sem við álítum skyldu vora að uPpfylla. En hversu árvökul er- um við? Erum við ávallt við- búin ? **Tlie ItoU* oí ^urNÍng ■n Organizalional Kf íocl ivciu*.ss". Þótt upphaf þessa pistils sé persónulegar vangaveltur und- irritaðrar, var þó fyrst og fremst ætlunin að birta hér úr- drátt eða endursögn ritgerðar Ul' ritinu Intei'national Nursing Review (Vol. 16. No. 3. 1969), sem er málgagn alþjóða sam- Þika hjúkrunarkvenna. Heiti ritgerðar þessarar á frummál- |Uu er: „The Role of Nursing in Organizational Effective- ness“, en höfundurinn, sem er bandarískur, nefnist Luther Ehristman, Ph. D. og segist honum eitthvað á þessa leið: Til langs tíma hafa spítala- stjórnendur (administrators) og læknalið falið hjúkrunarkon- um forystu að samhæfingu sjúkraþjónustu spítalanna í svo ríkum mæli, að slík hefð hefur dregið hulu yfir hversu mjög þetta ástand hefur raunveru- lega skaðað hina eiginlegu hjúkrunarþjónustu og framför innan hennar. Síðan er bent á hvernig hjúkrunarkonan hefur alltaf verið á þönum til að gera öllum til geðs, enda þótt ljóst sé að fullkomið nýtízku sjúkrahús er orðið svo margþátta fyrirtæki, að engum aðila einstakrar stétt- ar verður kleyft yfir öllu að vaka og í öll skörð að hlaupa. Samhæfing átaka hinna mörgu og hagræöing starfs heUdarinn- ar næst bezt, þar sem starfs- lýsingar hvers hóps fyrir sig eru sem greinilegast markaðar. Bent er á að þrír höfuðþætt- ir hafa samtímis stuðlað að þess- ari þróun, ásamt öðru. 1 fyrsta lagi hefur hjúkrun- arkonan frá fyrstu tíð öðru fremur verið hjálparhella lækn- isins. 1 raun réttri hefur þetta þótt svo sjálfsagt, að lækna- stéttin hefur sem næst talið sér eignarétt yfir hjúkrunarstétt- inni. Algengt er að ef læknir- inn hefur óskað að losna við ákveðin störf af herðum sér, hefur hann snúið sér til hjúkr- unarkvenna sem líklegasta aðila til að taka við slíku. Meira að segja hafa læknar ekki svo ósjaldan einnig ætlazt til að hjúkrunarkonan sinnti persónu- legri þjónustu hans og duttl- ungum líka. Við athuganir og kannanir á ýmsum stöðum og af hálfu margra aðila hefur sú niðurstaða fengist, að hjúkrun- arkonan virðist öllu fremur þjónusta læknisins en klíniskur starfsfélagi hans. I öðru lagi er að nefna þá hefð, sem að framan var getið, að stjórnendur spítalanna (ad- ministrators) feli hjúkrunar- konum stjórnsýslu stofnunar- innar í fjarveru hins eiginlega stjórnanda, sem oftast er sjálf- ur einungis til staðar á venju- legum skrifstofutíma. Þetta hef- ur á engan hátt rýrt völd stjórn- andans og því hentað honum hið bezta, þótt allar líkur bendi til að slíkt fyrirkomulag hafi haft fremur óhagstæð áhrif á hin eiginlegu hj úkrunarstörf og hjúkrunarmál. 1 þriðja lagi er sá þáttur, sem orsakast hefur af aukningu sjúkrarýmis vegna hinna fjöl- mörgu nýbygginga heilbrigðis- þjónustunnar, en slík aukning hefur átt sér stað án þess að liugsað hafi verið fyrir mennt- un og undirbúningi aukins fjölda hjúkrunarkvenna til að manna þessar stofnanir. Af völdum þessa þriggja framangreindu þátta, með öðru, hafa hjúkrunarkonur leitazt við að koma til móts við afar erf- iðar og stundum alls óraunhæf- ar kröfur. Hið svo nefnda TÍMAKIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 119

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.